Heima er bezt - 01.04.1967, Page 27

Heima er bezt - 01.04.1967, Page 27
SEXTÁNDI HLUTI Niðurlag. Drengurinn horfði á eftir afa, sem hélt rólegur áfram, án þess að séð yrði, að hann liti til hægri eða vinstri, orfið sitt bar hann á öxlinni. Viktor kreppti hnefana í buxnavösunum, svo stóð hann upp og náði sér í smásteina og tók að henda þeim eins langt út á sjó og hann gat. Eftir nokkra stund var skapið tekið að sefast, en þó langaði hann til að gráta, það var svo stór kökk- ur fyrir brjóstinu á honum, og hálsinn var sár. Nei, hann ætlaði sér eklti að grenja, jafnvel þó enginn sæi til, nema hann þarna uppi, þessi Guð, sem afi sagði að væri alveg áreiðanlega til. Loks klifraði drcngurinn ofan í fjöruna og gekk yfir Hveravíkina, sem dró nafn af sjóðandi vatni sem vall á nokkrum stöðum upp um smá göt á sléttri klöpp rétt við sjóinn. Síðan klifraði Viktor upp brekkuna ofan við víkina og ranglaði með hendur í vösum fram dalinn. Afi stóð og brýndi ljáinn sinn, þegar Viktor kom til hans. — Æ, heill og sæll, blessaður heillakarlinn, sagði afi. — Mér var sannast að segja farið að leiðast að höggva hérna í finnungs skömminni sem ekkert bít- ur á, það er svona, þegar maður er orðinn meðhjálp- inni vanur, þá finnur maður bezt, hve tómlegt er að standa einn á teignum og hafa engan til að tala við nema sjálfan sig. En ef stúlkurnar kitlar ekki, þegar þær fara að raka þessu sarnan og bera í fangahnapp, þá er ég illa svikinn. — En heyrðu annars! Er ekki kominn strangasti kaffitími? Afi dró upp vasaúrið sitt og leit á það: — Sem ég er lifandi maður, það er komið kaffi, hvort ég skal ekki hætta þessu goggi hér og fá mér í svanginn, það gaula í mér garnirnar. — Ert þú ekki svangur? — Svona dálítið, svaraði Viktor dræmt, en því spurði afi hann ekki, hvar hann hefði verið, hann vissi þó að hann hefði falið sig. Amma hafði tekið ríflega til í brauðkassann, og þarna var bæði full mjólkurflaska og hitabrúsi með kaffi. Skrítið ef þau hefðu ætlað afa þetta allt, hugs- aði Viktor og úðaði upp í sig brauðinu. Mikið voða- lega gátu kleinurnar og lummurnar hennar ömmu verið góðar, eða þá jólabrauðið! — Notaðu þér þetta sem eftir er, svo við þurfum ekki að skila leifum heim, ömmu líkar það ekki, þá heldur hún að okkur hafi þótt brauðið vont, sagði afi, fékk sér í nefið, dæsti og snýtti sér hressilega, áður en hann hallaði sér aftur á bak í grasið. Viktor horfði á afa, meðan hann lauk við að drekka. Þarna lá gamli maðurinn, lágvaxinn og grannur, með glettnishrukkur kringum lokuð aug- un og bros á vörunum, en það sást varla fyrir skegg- inu. — Afi, varstu alltaf glaður, þegar þú varst strák- ur? spurði Viktor allt í einu. Afi opnaði augun og horfði á drenginn. — Nei, vinur minn, ég var ósköp sjaldan glaður. Það var ekki fyrr en seinna sem ég fann, hve gaman var að lifa. Þetta var allt eitt óslitið ævintýri, finnst þér það ekki líka? — Nei. — Hvað er þetta, hefur þér leiðst svona hérna hjá okkur í Koti? sagði afi. — Nei, en nú finn ég að þessi asnalæti í okkur strákunum fyrir sunnan voru ekkert skemmtileg. Heima er bezt 139

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.