Heima er bezt - 01.04.1967, Side 29

Heima er bezt - 01.04.1967, Side 29
Óli bara hló, og svo máttu þeir til að ólmast svo- lítið í rúminu, en þá kom Jón bóndi og bauðst til að spyrða þá saman og hengja þá út í hjall, þá minnkuðu kannski í þeim lætin! Fyrir hádegi var togarinn Hallgerður Langbrók kominn upp undir eyjarnar, og skipstjórinn kominn í land á léttbátnum. Þetta var stór maður á velli, og ekki duldist hvaðan Viktor hafði vaxtarlag sitt, þeir voru talsvert líkir, feðgarnir. Skipstjórinn var hávær og hressilegur í tali, og var auðheyrt að hann var vanur að skipa fyrir. Ekki var hægt að sjá, að hann gleddist neitt sérlega mikið við að sjá börnin sín, sagði að krakkaormarnir væru trúlega búin að gera vesalings gömlu hróin snargátt- uð þennan tíma sem þau væru búin að vera þarna. — Þau eru engin hró, og við engir ormar, sagði Viktor. Faðir hans horfði á hann og kipraði augun: — Jæja, þú rífur kjaft enn karlinn, veiztu við hvern þú ert að tala? — Já, pabbi, sagði Viktor hógvær, en hér í Koti er ekki talað eins og heima. Þá rak skipstjórinn upp rokna hlátur, því það þurfti ekki að segja honum, að kotungsbúar kynnu mikla mannasiði, en hann var þó búinn að sigla um flest heimsins höf. Þegar þeir feðgar voru staddir tveir einir úti á hlaði, spurði Viktor, hvort hann mætti ekki vera eftir, því annars missti hann af göngunum og rétt- unum. — Ekkert múður í þessari ferð, það er kominn tími til að ég taki þig til bæna og reyni að gera úr þér mann, karlinn, engin mótmæli, mundu það! Og skipstjóranum til mikilkr furðu sagði Viktor ekki neitt. — Þú segir ekkert, sagði skipstjórinn eftir stund- arþögn með spurnarhreim í rómnum. — Er það ekki þú sem ræður? svaraði Viktor. Það hummaði nokkrum sinnum í skipstjóranum, en þegar hann loks vissi hvað hann ætlaði að segja, var Viktor farinn. Þau systkinin fóru heim í bæ til að kveðja það af fólkinu, sem ekki fylgdi þeim til sjávar. Viktoría var í sjöunda himni, þangað til hún kvaddi Skúla, og hann sagði aðeins: — Góða skemmtun, pjattrófa litla! og hún sem hafði vonað, að hann segði eitthvað reglulega fallegt við hana, eða gæfi henni jafnvel einhvern smá minja- grip að skilnaði! Óli, Áki, Sonja og Sverrir fylgdu þeim ofan í Kot, þar sem amma og afi, Hanna María, Harpa og Neró slógust í förina, og mátti segja, að þar væri frítt föruneyti. Skipstjórinn útbýtti sælgæti og ávöxtum á báða bóga, frúin kyssti ömmu ofurlaust á kinnina og þakk- aði henni fyrir börnin sín, Viktor og Viktoría gengu á milli allra og kvöddu. — Afi minn — var það eina, sem Viktor gat sagt við afa, augu hans stóðu full af tárum, en hann flýtti sér út í léttbátinn og andaði djúpt nokkrum sinnum, meðan hann var að jafna sig. Svo rann bát- urinn af stað. Viktor horfði til lands, en hve allt var öðruvísi, heldur en þegar hann kom hingað fyrir nokkrum vikum, eða var það hann sjálfur sem var breyttur. Hann leit útundan sér á föður sinn, sem alltaf hélt að hann hefði á réttu að standa, og trúði aðeins á mátt sinn og megin. Áður en drengurinn vissi af, hafði hann sagt: — Ég vildi óska þess, að þú hefðir verið niður- setningur, þegar þú varst lítill, pabbi! — Verið hvað? — niðursetningur? — — Já. Skipstjórinn horfði fyrst undrandi á son sinn, svo á konu sína og loks á Viktoríu, svo rak hann upp skellihlátur, hann hló og hló, unz hann loks varð að halda um magann. — Niðursetningur? ekki nema það þó, ertu geng- inn af göflunum, drengur! — Nú veit ég, sagði Viktoría, afi var nefnilega niðursetningur, þegar hann var lítill. — Ég skil nú ekki hvað það kemur málinu við, sagði skipstjórinn, en það get ég sagt þér, sonur sæll, að þó ég hefði verið alinn upp á sveit, skyldi ég hafa orðið að manni, eins og ég er! — Það hefur enginn verið meiri maður og betri en afi, sagði Viktor lágt. Þessu var engu svarað, enda voru þau nú komin út að togaranum, sem beið þeirra albúinn að flytja þau til framandi landa. Um leið og skipið skreið af stað, henti Viktor flösku í sjóinn, eins langt í áttina til lands og hann Frh. á bls. 146. Heima er bezt 141

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.