Heima er bezt - 01.04.1967, Blaðsíða 30

Heima er bezt - 01.04.1967, Blaðsíða 30
Loks er sýningunni lauk, ætlaði Linda strax heim, en Drífa var nú ekki aldeilis á því að missa af henni við NÍUNDI svo búið. Hún sagði að Linda yrði nú fyrst að koma HLUTI heim með sér, hún þyrfti svo margt að spjalla við hana. Og Linda komst alls ekld undan því að fara heim með Drífu. Heimkynni Drífu var eitt lítið herbergi, sem hún hafði á leigu í gömlu og fremur hrörlegu húsi, en INGIBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR DALAPRIN SINN Linda og frú Gyða eru byrjaðar á uppþvottinum eftir kvöldverðinn, og enn hefur Linda ekkert fært bíóferðina í tal við húsmóður sína, en nú getur hún varla dregið það lengur, því senn kemur Drífa að sækja hana samkvæmt því sem hún sagði í morgun, og þá verður Linda að vera búin að ákveða sig af eða á. Loks segir hún lágt og feimnislega: — Mér hefur verið boðið á bíó í kvöld, hvað segir þú um það, frú Gyða? — Ég hef ekkert um það að segja, góða mín, svarar frú Gyða hlýlega. — Vitanlega ræður þú sjálf ferðum þínum, og engan rétt hef ég til að skerða frelsi þitt á neinn hátt, en ég vil að þú sért í góðum félagsskap, vina mín. Linda svarar þessu engu, og samtalið fellur niður. Jæja, frú Gyða hefur þá ekkert á móti því, að hún fari í bíó, og það er þá líklega bezt að láta að vilja Drífu í þetta sinn og fara með henni, hugsar Linda. Og strax er hún hefur lokið uppþvottinum, býr hún sig til ferðar. Á slaginu klukkan hálf níu kemur Drífa í leigubif- reið til að sækja Lindu, og þær fara nú í fyrsta skipti saman á bíó í höfuðborginni. Liðið er langt fram yfir miðnætti, er Linda læðist hægt og hljóðlega inn í húsið og beina leið til svefn- herbergis síns. Bíóferðin tók miklu lengri tíma, en hún gerði ráð fyrir í upphafi, og nú eru allir sjálfsagt sofn- aðir fyrir löngu á þessu reglusama heimili. Drífa gat ekkert rætt við hana, meðan á sýningunni stóð, því hún var auðsjáanlega með allan hugann við bíómynd- ina. En sjálf hafði Linda haft lítið gaman af að horfa á það, sem þar fór fram. Myndin gekk aðallega út á afbrot og leynilögreglu, og það fannst Lindu fremur hrollvekjandi en skemmtilegt. En Drífa var auðsjáan- lega mjög spennt og hrifin af sýningunni. Lindu fannst herbergið ekkert óvistlegt. Og þarna sagð- ist Drífa hafa ætlað henni að deila með sér kjörum í vetur og láta þær hafa það reglulega gott, en hún hefði þá laglega brugðizt sér. Og nú yrði hún að skrifta fyrir sér um allt, sem á dagana hefði drifið, síðan þær skildu fyrir norðan í Fagradal síðastliðið sumar og fram á þetta kvöld. Síðan reyndi Linda að segja Drífu þá sögu í sem stytztu máli, og aðeins það helzta, sem allir máttu vita. Og nú vissi Drífa það, er mestu varðaði fyrir hana, um ráðningartíma Lindu, og einnig öll hin góðu boð hús- bænda hennar fram til næsta vors. En ráðningartíminn var aðeins til jóla, og þá var Linda frjáls ferða sinna, og það voru kærkomnar fréttir fyrir Drífu. Drífa fór því næst að segja Lindu frá ýmsu skemmti- legu, sem hún hefði sjálf upplifað, eftir að þær skildu síðastliðið sumar. Og eins og svo oft áður tókst Drífu að gæða frásögu sína og lýsingar hinu heillandi, skemmtilega lífi, sem hún hefði notið, og þeim töfrum, svo að Linda gat ekki annað en hrifizt með henni, og allt var þetta undur saklaust og eðlilegt í orðum Drífu, og Linda gat ekki fundið neitt athugavert við það, þótt ungt fólk sækti þá skemmtistaði, sem Drífa lýsti svo fagurlega. Og brátt tókst Drífu að vekja hjá Lindu hin- ar sömu kenndir og síðastliðið sumar, og kitlandi löng- un til að sjá þetta með eigin augum. Og áður en þær skildu, fékk Drífa Lindu til þess að lofa því að koma með sér á dansleik næstkomandi laugardagskvöld. Nú skaltu fá að njóta lífsins hér í borginni, eins og ég var búin að heita þér, vinkona, sagði Drífa að skiln- aði, er hún kvaddi Lindu eftir að hafa fylgt henni heim að húsdyrunum. Og Linda efast ekki um, að Drífa muni standa við það fyrirheit, vilji hún aðeins fylgja henni... . Lindu líður nú samt allt annað en vel í einveru næt- urinnar. Það er sama uppnámið í tilfinningalífi hennar 142 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.