Heima er bezt - 01.04.1967, Side 32
loforð mitt við þig. Þú baðst mig um daginn að láta
þig vita næst, þegar samkoma yrði hjá okkur í Kristi-
legum skólasamtökum, og nú er ákveðið að samkoma
verði í kvöld á sama stað og tíma og síðast. Á ég ekki
að koma hér við og taka þig með mér þangað?
— Þakka þér fyrir, Hlynur, stamar Linda lágt og
með fátkenndri röddu. — En ég get ekki komið með
þér í kvöld.
— Er nokkuð að hér á heimilinu?
— Nei, en ég er búin að lofa að fara annað.
— Jæja, það er svo. Hlynur lítur dálítið undrandi á
Lindu, og nú er það hann sem roðnar ósjálfrátt. — Þá
nær þetta ekki lengra, segir hann breyttum rómi. —
Vertu sæl, Linda mín.
— Sæil, Hlynur, svarar Linda svo lágt, að hann rétt
heyrir það um ieið og hann snýr á brott.
Jæja, svo Linda ætlar annað í kvöld en fylgja honum.
Hann hélt að hún þekkti fáa hér í borginni, sem hún
gæti eytt kvöldinu hjá utan heimilisins. En um það
þýðir ekki að fást, hann hefur orðið of seinn að bjóða
henni samfylgd sína að þessu sinni, en vonandi tekst
betur til næst. Hann hefur ekki hitt Lindu síðan í
kaffiboðinu hjá Sigurdísi frænku sinni þar til nú. En þá
fékk hann svo góðar fréttir af líðan Lindu á heimili
Gyðu og Eiríks, að hann hefur verið óumræðilega sæll
og öruggur síðan, hvað Lindu snerti, og ekki komið til
hugar, að nokkur breyting yrði þar á. Og vonandi hafa
viðhorf Lindu ekki breytzt í neikvæða átt, þótt honum
fyndist hún eitthvað öðruvísi, en hann átti von á í
þetta sinn, en ekki þarf það að vera neitt athugavert.
Og Hlynur er bjartsýnn þrátt fyrir vonbrigðin, og
hraðar sér yfir götuna heim aftur.
En Linda stendur eins og í leiðslu í opnum húsdyr-
unum og horfir á eftir Hlyni. Hvernig getur hún tek-
ið nokkuð fram yfir það að fylgja honum? Hvernig
gat hún sagt honum, að hún ætlaði annað í kvöld! O,
hve hana langar til að hlaupa á eftir honum yfir götuna
og segja honum, að hún ætli að fylgja honum í kvöld
og engum öðrum. En þetta væri ef til vill of kjánalegt
að haga sér þannig, hugsar hún og andvarpar af djúp-
um sársauka.
í kvöld er henni boðið út með Drífu í partí hjá kunn-
ingjum Drífu, sem Linda hefir aldrei séð en Drífa hrós-
ar mjög mikið, og Linda hefir lofað að fara þangað. En
því ekki að hætta við það og fara með Hlyni, hvað sem
tautar? — Hlynur, elsku Hlynur! hrópar hjarta hennar
í þögninni, um leið og hann hverfur inn í húsið hinu-
megin við götuna, og dyrnar lokast að baki hans.
— Linda mín, ertu þarna frammi? kallar frú Gyða
innan úr eldhúsinu, hún hefir séð gestinn fara og veit
þá, að Linda er búin að afgreiða hann, en hana vantar
nú aðstoð Lindu.
— Já, ég er að koma, svarar Linda og lætur hurðina
falla að stöfum og gengur síðan inn í eldhúsið og tek-
ur þar til starfa eins og í hálfgerðri leiðslu. Eiríkur og
börnin koma brátt heim til hádegisverðar, og heimilis-
fólkið setzt að snæðingi. En Linda hefir litla matarlyst
að þessu sinni. Hún stríðir við heitar og sárar tilfinn-
ingar í ungu hjarta, sem tvö andstæð öfl togast fast á
um, og hana langar helzt af öllu til að gráta, en hér er
hvorki staður né stund til þess að gefa tilfinningunum
lausan tauminn. Og matartíminn líður.
Frú Gyða og Linda eru orðnar tvær einar í eldhús-
inu og byrjaðar á hádegis uppþvottinum, en það starf
eru þær vanar að vinna sameiginlega. Það sem af er
dagsins hefir frú Gyðu ekki gefizt tóm til að ræða við
Lindu einslega í ró og næði, en nú finnst henni tilval-
ið að hefja máls á því, sem þeim hjónunum fór á milli
síðastliðið kvöld og hún tók í sinn hlut að færa í tal
við Lindu.
Frú Gyða hefir veitt því athygli, að Linda er óvenju-
lega döpur og eins og utan við sig, síðan Hlynur heim-
sótti hana um hádegisbilið, en hún hefir ekki spurt
Lindu neitt um erindi frænda síns, það hefir sjálfsagt
verið við Lindu eina, hugsar hún, en þau eru æskuvin-
ir heiman úr Fagradal og geta því átt ýms erindi hvort
við annað, sem öðrum sé ekki ætlað að blanda sér í.
Frú Gyða er þess fullviss, að kunningsskapur við Hlyn
hefir ekki nema gott eitt í för með sér, því að hann er
sérstakur fyrirmyndarpiltur og vill Lindu áreiðanlega
allt hið bezta.
Frú Gyða lítur móðurlega til Lindu og segir hlýrri
röddu:
— Hann Eiríkur var að spyrja um þig í gærkvöld,
Linda mín, hann saknar þess að þú skulir vera hætt að
sækja kennsluna til hans á kvöldin eins og áður.
Linda roðnar eldsnöggt og lítur niður fyrir sig og
kemur engu orði upp í svip. Hún fyrirverður sig mjög
fyrir framkomu sína nú upp á síðkastið gagnvart þess-
um góða kennara, sem vildi fræða hana að hennar eigin
ósk, og það ókeypis, og hún hafði bæði gagn og yndi
af að læra hjá honum. Henni verður þungt um mál, en
einhverju verður hún að svara, og loks segir hún lágt
og auðmjúklega:
— Ég bið afsökunar, frú Gyða. Ég hefi orðið heldur
lengur úti á kvöldin, en ég ætlaði upphaflega, og því
vanrækt námið hjá Eiríki að undanförnu, og ég iðrast
þess nú.
— Já, vina mín, það vill stundum fara þannig, að við
gerum annað en það, sem upphaflega var ásetningur
okkar, og ef til vill mætum við ýmsu því, sem við
reiknuðum ekki með í upphafi. En það er eins og ég
sagði við þig, þegar þú baðst mig um leyfi að mega
fara í bíó, að vitanlega hefi ég ekkert vald til þess að
skerða frelsi þitt á neinn hátt, en ég vil að þú sért í
góðum og heilbrigðum félagsskap. Það eru ýmsar hætt-
ur og freistingar hér í fjölmenninu, sem þið dalabömin
hafið ekki komizt í kynni við á æskustöðvum, og mér
finnst það vera heilög skylda okkar sem eldri erum og
reyndari, að leiðbeina æskunni af einlægni og kærleika,
og þú mátt ekki misskilja mig, vina mín, þótt ég færi
þetta í tal við þig, ég vil þér ekki nema það allra bezta.
144 Heima er bezt