Heima er bezt - 01.04.1967, Síða 34
sín sem bezt af hendi, og henni tekst það með prýði.
Drífa hringir til hennar daglega og vill í fyrstu fá hana
með sér út á kvöldin að venju. En Linda segir henni
strax ákveðið, að hún fari ekki út á kvöldin, meðan
henni sé trúað fyrir heimilinu í fjarveru húsmóður
sinnar, og nú getur hún verið nógu sjálfstæð gagnvart
Drífu. Og Drífa sættir sig furðu vel við þetta. Hún
veit að frúin verður ekki marga daga að heiman, sé
allt með eðlilegum hætti eftir barnsburð, og það segir
Linda að sé hjá húsmóður sinni. Og þegar frúin er
komin heim aftur, skal hún ósvikið bæta bæði sjálfri
sér og Lindu upp þessi kvöld, sem þær hafa ekki getað
skemmt sér saman. Og senn er ráðningartími Lindu á
enda, og þá....
Eiríkur færir konu sinni þær góðu fréttir á sjúkra-
húsið, að Linda annist heimilið af mestu snilld og sé
börnunum mjög góð, hún fari aldrei neitt að heiman
á kvöldin, en komi í kennslustundirnar til hans, þegar
ástæður leyfi og sækist námið vel að vanda. Frú Gyða
gleðst innilega við þessar góðu fréttir og vonar, að
þetta haldi áfram, þótt hún komi heim aftur. — En
Eva var ekki lengi í Paradís.
Frú Gyða kemur heim með son sinn að liðnum
venjulegum tíma sængurkvenna á fæðingardeildinni, og
henni heilsast mjög vel. Heimilið lítur svo vel út í um-
sjá Lindu, að á betra verður ekki kosið, og Linda fagn-
ar húsmóður sinni innilega. En strax fyrsta kvöldið
sem frú Gyða er heima, kemur Drífa í leigubifreið til
að sækja Lindu, sem nú getur ekki afsakað sig lengur
með því að húsmóðurstörfin hvíli á henni einni. Og
enn sem fyrr er það Drífa sem sigrar.
Síðan endurtekur sig sama sagan kvöld eftir kvöld,
og það er frú Gyðu mikið áhyggjuefni. En senn fer
Linda heim á jólunum með æskuvinum sínum frá
Fagradal, því þannig var þetta ákveðið, er hún kom í
haust og þá breytist allt til batnaðar í bili, hugsar frú
Gyða fegin, hvað sem svo framtíðin kann að bera í
skauti sínu. Og skammdegið líður brátt.
— Jólafrí! Jólafrí! bergmálar í hverri skólastofu
borgarinnar. Og þeir sem búa fjarri borginni, týgja sig
í skyndi til heimferðar, glaðir og fullir eftirvæntingar.
Endurfundir við ástvinina heima er fagnaðarríkt um-
hugsunarefni, því senn er komin jólahátíðin heima.
Hlynur Kjartansson gengur léttum skrefum heim að
húsi Gyðu frænku sinnar og hringir dyrabjöllunni. Er-
indi hans er að ræða við Lindu um heimferð þeirra í
jólafríinu og bjóða henni að panta fyrir hana far með
áætlunarbifreiðinni, sem fer til æskustöðva þeirra inn-
an tveggja daga, um leið og hann tryggir þeim syst-
kinunum far heim.
Enn sem fyrr er það Linda, sem kemur til dyra.
Hlynur heilsar henni brosandi og segir síðan for-
málalaust:
— Linda mín, ég er kominn til að ræða við þig um
heimferðina okkar í jólafríinu, ég vildi ekki draga það
lengur.
Linda horfir niður fyrir sig og varast að líta á Hlyn.
Hún býður honum ekki að koma inn, heldur stendur
hún í dyrunum eins og steingervingur og svarar
óstyrkri röddu:
— Þakka þér fyrir, Hlynur, en ég ætla ekki heim
um jólin.
— Ætlarðu ekki heim? Hlynur trúir naumast sínum
eigin eyrum. — Hvað ertu að segja? Á ég að trúa því,
að þú ætlir ekki heim til foreldra þinna um jóhn?
— Mér finnst ekki taka því, þetta eru svo fáir dagar.
— Ertu nokkuð lasin, Linda, svo að þú treystir þér
ekki til að fara?
— Nei, svarar Linda lágt og vandræðalega. En þetta
er bæði hræðilega langt og dýrt ferðalag.
— Dýrt! Ég skal borga farið þitt báðar leiðir, ekki
skal standa á því.
— En ég ætla ekki að fara heim um jólin, stamar
Linda, og henni er auðsjáanlega þungt um mál.
— Heldur þú að þetta verði ekki nokkuð mikil og sár
vonbrigði fyrir foreldra þína, Linda mín, þau sem án
efa eru farin að telja dagana, þar til þú komir aftur
heim til þeirra, eins og um var talað í haust, þegar
þú fórst suður?
Hanna María og villingarnir
Frh. af bls. 141. ----------------------------
gat, það var aðfall, og það gat skeð að flöskuna ræki
fljótlega í land, hann vonaði það að minnsta kosti.
Vertu sæll, gamli bær, og þið öll í Ivoti og heima-
bænum, tautaði hann fyrir munni sér. Svo sneri
hann sér við, gekk fram í stafn og starði nú til hafs.
Þrem dögum seinna fann Hanna María sjórekna
flösku með bréfi í. Afi náði bréfinu. í því stóð að-
eins þetta:
— Ég skal koma aftur, afi, og ég skal verða að
manni, bara fyrir þig. Ég ætla að biðja hann þarna
uppi, sem þú sagðir mér frá á hverju kvöldi, að
hjálpa mér, ég veit að hann gerir það. — Með kveðju
frá Villingnum þínum.
Afi horfði lengi á miðann. Hann var svo skrítinn
á svipinn, að Hanna María þorði ekki að yrða á
hann. Það var eins og hann væri í öðrum heimi.
Loks sagði hann eins og við sjálfan sig:
Mig grunaði ekki einu sinni, að svona skammt
væri inn að gullmolunum í hjarta hans. Guð blessi
hann ævinlega, villinginn minn unga!
(Sögulok.)
146 Heima er bezt