Heima er bezt - 01.04.1967, Síða 35
HEIMA_______________
BEZT BÓKAH I LLAN
Sögur úr Skarðsbók. Reykjavík 1967. Almenna bóka-
félagið.
Fáar bækur hafa verið meira umtalaðar hér í seinni tíð en hand-
rit það af Postula sögum, sem Skarðsbók nefnist, og engin bók
hefur til landsins komið með jafnmiklum kostnaði og pomp og
pragt. Það var því vel til fundið af AB að gefa út þetta sýnis-
horn af efni hennar í safninu íslenzkar bókmenntir, bæði til þess
að kynna almenningi efni Skarðsbókar og fá þjóðinni í hendur
sýnishorn þeirra bókmennta forfeðra vorra, sem voru „þýðingar
helgar". Enda þótt oss flestum þyki meira gaman að lesa um víga-
ferli og önnur afrek forfeðra vorra en helgisagnir, má ekki gleyma
því, að í helgisögunum eru fjöldamargar bókmenntaperlur, og það
kastar enginn þeim tíma á glæ, sem varið er til lestrar þeim. Þess
vegna grunar mig að þetta litla sagnakver eigi eftir að verða trygg-
ur félagi margra bókelskra manna. Segi ég það af reynslu minni.
Ólafur Halldórsson hefur annazt útgáfu þessara sagna og samið
formála að þeim. Er þar margan merkilegan fróðleik að finna,
ekki aðeins um Skarðsbók sjálfa, handritið og feril þess svo og efni
hennar, heldur einnig um íslenzk skinnhandrit almennt. Er
ánægjulegur bókarauki að formálanum.
Naumast getur ólíkari bækur en þessar tvær, sem hér hefur ver-
ið getið og samferða urðu á markaðinn fyrir skemmstu frá AB.
En báðar eiga þær það sammerkt, að þær veita lesandanum
óblandna ánægju, önnur með raunsæjum lýsingum á lífi okkar
sjálfra, en hin með því að skyggnast inn í hugarheim liðinna kyn-
slóða.
James H. Tanner og G. R. Taylor: Vöxtur og þroski.
Reykjavík 1967. Almenna bókafélagið.
Enn kemur ný bók í Alfræðasafni AB og lík systrum sínum um
allan frágang, myndauðgi og skýringar. Hér er fjallað um vöxt og
þroska mannsins allt frá því eggið frjóvgast og þar til vexti og
þroska lýkur. Eru þar margir forvitnilegir hlutir, sem sáralítið
hefur verið skrifað um á íslenzku, nema örstuttir kaflar í skóla-
bókum. Hins vegar er þarna um að ræða einn undursamlegasta
þáttinn í hinu dásamlega ævintýri lífsins á jörðunni. Eróðleikur
sá, sem bók þess færir, á jafnt erindi til allra og snertir alla jafnt,
því að hún leitast við að lyfta ögn upp tjaldinu frá þeim hlutum,
sem vér skyggnumst of sjaldan um, en þekkingin á er þó í senn
nytsamleg og einn þáttur þess, sem heyrir til almennrar mennt-
unar. Þótt bókin sé fyrst og fremst rituð sem alþýðleg fræðibók,
er hún eigi að síður ágæt handbók kennurum og öðrum skóla-
mönnum, sem vilja afla sér meiri fróðleiks en þess, sem skólbæk-
urnar flytja. En bækur sem þessi eru til þess fallnar að opna augu
lesandans fyrir undrum náttúrunnar og lífsins. Þýðandi bókarinn-
ar er Baldur Johnsen, læknir, og hefur hann leyst erfitt starf vel
af hendi. St. Std.
BRÉFASKIPTI
Ásmundur Guðmundsson, Arkarlæk, Akranesi, óskar eftir bréfa-
skiptum við stúlkur á aldrinum 18—27 ára.
Guðrún Krislin ívarsdóttir, Vegamótum 2, Blönduósi, A.-Hún.,
óskar eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 14—16 ára.
Sigurlin Grímsdóttir, Neðra-Apavatni, Grímsnesi, Árnessýslu,
óskar eftir bréfaskiptum við pilt eða stúlku á aldrinum 12—13 ára.
Mynd fylgi fyrsta bréfi.
Hörður Traustason, Hörgshóli, V.-Húnavatnssýslu, óskar eftir
bréfaskiptum við stúlkur og pilta á aldrinum 10—13 ára. — Mynd
fylgi fyrsta bréfi.
Sigurður R. Traustason, Hörgshóli, V.-Húnavatnssýslu, óskar
eftir bréfaskiptum við pilta á aldrinum 8—10 ára.
Rúnar Valgeirsson, Höfn, Höfnum, Gullbringusýslu, óskar eftir
bréfaskiptum við stúlkur á aldrinum 15—16 ára. — Mynd fylgi
fyrsta bréfi.
Þorleifur Valgeirsson, Höfn, Höfnum, Gullbringusýslu, óskar
eftir bréfaskiptum við stúlkur á aldrinum 15—16 ára. Mynd fylgi
bréfi.
Sigurjóna Kristófersdóttir, Stekkum 20, Patreksfirði, óskar eftir
bréfaskiptum við pilt á aldrinum 15—16 ára.
Guðmundur Halldórsson, Hróarsholti, Villingaholtshreppi, Ár-
nessýslu, óskar eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum
12—14 ára. — Mynd fylgi fyrsta bréfi.
Erla Jónsdóttir, Múla, Álftafirði, S.-Múlasýslu, óskar eftir bréfa-
skiptttm við pilta á aldrinum 18—20 ára. — Æskilegt á mynd fylgi.
Gerður Guðmundsdóttir, Múla, Álftafirði, S.-Múlasýslu, óskar
eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 14—16 ára. —
Æskilegt að mynd fylgi.
Sigurlína Vilhjálmsdóttir, Reiðholti, Skagafirði, óskar eftir bréfa-
skiptum við pilta á aldrinum 14—17 ára.
Fanney Bjartmarsdóttir, Mælifelli, Skagafirði, óskar eftir bréfa-
skiptum við pilta á aldrinum 14—17 ára.
Jónina Bjartmarsdóttir, Mælifelli, Skagafirði, óskar eftir bréfa-
skiptum við pilta á aldrinum 18—20 ára. — Æskilegt að mynd fylgi.
Guðrun Þórsdóttir, Júlia Ingvarsdóttir, Guðrún Gunnsteinsdótt-
ir, allar á Húsmæðraskólanum Löngumýri, Skagafirði, óska eftir
bréfaskiptum við pilta á aldrinum 18—21 árs.
Ingibjörg Ragnarsdóltir, Lúcía Júliusdóttir, Þóra Jónsdóttir og
Vilborg Jónsdóttir, allar að Skálafelli, Hornafirði, óska eftir bréfa-
skiptum við pilta eða stúlkur á aldrinum 14—15 ára.
Stefán Jóhann Jónmundsson, Hrafnsstöðum, Svarfaðardal, Eyja-
fjarðarsýslu, óskar eftir bréfaskiptum. — Mynd fylgi fyrsta bréfi.
Asta Haraldsdóttir, Hrórekslæk, Hróarstungu, óskar eftir bréfa-
skiptum við pilt eða stúlku á aldrinum 12—16 ára. Æskilegt að
ntynd fylgi fyrsta bréfi.
Elinbjörg Jónsdóttir, Eyri, Fáskrúðsfirði, óskar eftir bréfaskipt-
um við pilta eða stúlkur á aldrinum 15—16 ára.
Helga Jónsdóttir, Miðskógi, Miðdölum, Dalasýslu, óskar eftir
bréfaskiptum við pilt á aldrinum 22—25 ára. Mynd fylgi bréfi.
Guðbjörn J. Jónsson, Miðskógi, Miðdölum, Dalasýslu, óskar eftir
bréfaskiptum við stúlkur á aldrinum 16—19 ára.
Jónina S. Helgadóttir, Torfum, Hrafnagilshreppi, Eyjafirði, ósk-
ar eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 13—15 ára.