Heima er bezt - 01.04.1967, Síða 36
60 Eðvarð tók nú harmþrungna drenginn litla og bar
hann inn í rúmið, og þar sofnaði hann innan skamms
magnþrota a£ gráti og örvæntingu. Sjálfur settist Eðvarð
við borðið, er hann hafði fundið sér eitthvað smávegis
matarkyns í eldhúsinu, enda hafði hann þess fulla þörf.
Og loks sofnaði hann sjálfur föstum svefni í þessu ein-
búahúsi mitt á milli sofandi drengsins og dáins föður
hans. Hann vaknaði við það, að drengurinn hafði grát-
ekka í svefni, og var þá kominn bjartur dagur. — 61. Er
hann kom út til að litast um, heyrði hann hund gelta,
og skömmu síðar kom Humri og flökkudrengurinn hlaup-
andi. Þeir höfðu orðið hræddir um hann, er hann varð
svona lengi, settu síðan hundinn á spor hans, og hann
rakti þau síðan. Þeir skiptu nú með sér verkum: Eðvarð
var um kyrrt og annaðist drenginn, Humri tilkynnti skóg-
arverðinum morðið, og Palli fór heim eftir hesti og vagni.
62. Þegar Palli kom aftur með vagninn, tóku þeir að
hlaða á hann eignarmunum drengsins. í húsinu var margs
konar verðmæti og nokkrar læstar kistur, sem þeir báru
út í vagninn. Eðvarð huggaði drenginn eftir beztu getu
og sagði honum frá ungum systrum sínum heima, sem
hann fengi nú að kynnast, og virtist það gleðja hann. Síð-
an var látinn faðirinn kvaddur og haldið af stað heim
til skógarvarðarkofans. — 63. Heima biðu þær Elsa og
Edit með óþreyju. Þeim hafði verið sagt, að Eðvarð kæmi
heim með nýjan bróður, og þær höfðu matreitt góðan
kvöldverð. Þær hlupu upp um hálsinn á Eðvarð af gleði
við það að sjá hann aftur heilan á húfi. Síðan tóku þær
drenginn með sér til að þvo honum og snyrta. Og er þær
komu aftur varð Eðvarð hissa á að sjá drenginn í telpu-
búningi. — Þetta er telpa og heitir Klara! sögðu systurn-
ar. Faðir hennar hafði fært hana í drengjaföt af öryggis-
ástæðum, svo að henni reyndist auðveldara að ferðast um
skóginn.