Heima er bezt - 01.03.1969, Page 4
JON GUÐMUNDSSON, FJALLI:
Eirík ur Porsteinsson,
bóncli á Löngumýri
r
Afyrsta og öðrum áratug þessarar aldar hófu
margir dugmiklir bændur búskap í Skeiða-
hreppi. Það var mjög áberandi, að búskapar-
saga flestra þessara bænda varð miklu lengri
en fyrirrennara þeirra, sem við höfum heimildir um,
og þeir eignuðust flestir ábýbsjarðir sínar og bundust
þeim sterkum böndum og bjuggu á þeim alla sína bú-
skapartíð. Þessir bændur lyftu hreppnum úr sárustu
fátækt til bjargálna. Þeir hófu ótrauðir baráttu fyrir
bættum lífskjörum og lögðu í miklar framkvæmdir, sem
áttu eftir að færa þeim sjálfum og afkomendum þeirra
mjög bætt lífskjör. Sveitin er þéttbýl og hæg aðstaða
til félagslífs og fólkinu lærðist að ef það ynni saman
að hagsmunamálum sínum næðist meiri árangur heldur
en ef hver einstakur glímdi við vandamálin. Upp úr
aldamótunum var stofnað rjómabú í hreppnum og var
talið að það hefði bætt mikið lífskjör fólksins.
í lok seinni heimsstyrjaldarinnar réðust Skeiðamenn
í að gera áveitu úr Þjórsá. Þetta var stórátak fyrir eina
sveit. Það er ekki hægt annað en undrast hvað þessir
menn voru bjartsýnir, því í rauninni höfðu þeir ekkert
annað til að leggja í fyrirtækið en bjartsýnina eina, og
óbilandi trú á landið. Aveitan bætti svo búskaparað-
stöðu í sveitinni, að Skeiðabændur urðu fyrri til með
Eirikur og Ragnheiður ásamt börnum og tengdabörnum. Frd vinstri: Elin, Ragnheiður, Eiríkur, Ingigerður. — Aftari röð: Ei-
rikur Guðnason, Agúst, Emma Guðnadóttir, Svanfriður Gísladóttir, Páll, Sigurður, Baldvin Arnason, Solveig Hjörvar, Þorsteinn
Jón Ingvarsson.
76 Heima er bezt