Heima er bezt - 01.03.1969, Side 5

Heima er bezt - 01.03.1969, Side 5
Hjónin á Löngumýri ásamt barnabörnum. Fremri röð: Kjartan Ágústsson, Ragnheiður AgústscLóttir, Ragnheiður, Ragnheiður Jónsdóttir, Eiríkur, Eirikur Pálsson, Sigrún Pálsdóttir; Magnús Ágústsson, Eirikur Agústsson, Tryggvi Eiríksson, Guðni Eiriks- son, Gisli Jónsson, Höskuldur Pálsson, Kristin Ágústsdóttir, Móeiður Agústsdóttir og Móeiður Jónsdóttir. framkvæmdir á jörðum sínum en margir aðrir. Áveitu- heyið mjög gott kúahey og varð undirstaða þess að bændur fjölguðu fljótlega mjög kúnum, voru þeir því tiltölulega vel undir það búnir að hefja mjólkursölu er möguleikar opnuðust til þess urn 1930. í kjölfar áveitunnar hófst svo mikil ræktunaralda er dráttarvélar komu til sögunnar. Eiríkur Þorsteinsson, bóndi á Löngumýri á Skeiðum, er fæddur á Reykjum, í sömu sveit, 6. október 1886. Var hann yngstur 13 systkina er til aldurs komust. Foreldrar Eiríks voru Þorsteinn Þorsteinsson bóndi og smiður á Reykjum og kona hans, Ingigerður Eiríks- dóttir. Þau hjón létust í hárri elli og höfðu þá lifað í 62 ár í hjónabandi. Þorsteinn var þjóðhagasmiður. Lagði hann mildð fyrir sig járnsmíði. Var sérstaklega talað um hvað vel hann smíðaði hestajárn. Hnífar, sem hann smíðaði, þóttu bíta með afbrigðum vel. Sóttust sjómenn í verstöðvunum austan Fjalls mikið eftir flatn- ingshnífum frá honum. Þorsteinn á Reykjum var sonur Þorsteins bónda í Brúnavallakoti, Jörundssonar á Laug í Biskupstungum, Illugasonar á Drumboddsstöðum, er var kallaður stað- arsmiður vegna þess, að hann stundaði mikið smíðar í Skálholti á dögum Finns biskups Jónssonar. Var Ulugi þekktur hagleiksmaður og hefur sú gáfa fylgt niðjum hans til þessa dags. Ingigerður, móðir Eiríks, var dóttir Eiríks yngra dbrm. á Reykjum, en hann var sonur Eiríks Vigfússon- ar hreppstjóra er þar bjó lengi. Kona Eiríks eldra var Guðrún, dóttir sr. Kolbeins í Miðdal. Eru afkomendur þeirra Guðrúnar og Eiríks orðnir mjög margir og nefndir Reykjaætt. Hefur þótt áberandi hvað margir í þeirri ætt hafa náð háum aldri. Um Guðrúnu Kolbeinsdóttur og Eirík Vigfússon segir Brvnjúlfur frá M.-Núpi: „Þrátt fyrir alla erfiðleika var Eiríkur Vigfússon talinn meðal tilkomumestu bænda, er þá voru á Skeið- um. Var hann þar hreppstjóri 40 ár og sáttamaður 30 ár. Var hann ger dannebrogsmaður í viðurkenningar- skyni. Forsöngvari var hann í Ólafsvallakirkju í langa tíð, því hann þótti framúrskarandi söngmaður eftir þeim kröfum, sem þá voru gerðar til fagurrar söng- listar. Hjálpsamur var hann, sem hann mátti, og gest- risinn. Guðrún var honum samhent í öllu, og þótti heimilislíf þeirra hið fegursta, bæði að trúrækni og áreiðanleik og um leið að glaðværð og góðvilja. Hann var og athugull fróðleiksmaður og minnugur vel.“ Það sem sagt var um heimilislíf þeirra Guðrúnar og Eiríks, í hinum tilfærða kafla,, verður og tekið hér sem umsögn um heimilishætti Ingigerðar og Þorsteins, for- Heima er bezt 77

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.