Heima er bezt - 01.03.1969, Side 9
Hjónin á Löngumýri ásamt börnum sínum. í fremri röð frá vinstri: Elin, Ragnheiður Ágústsdóttir, Eiríkur Þorsteinsson, Ingi-
gerður. í aftari röð: Þorsteinn, Agúst, Páll, Sigurður og Baldvin Árnason.
skrifari og sýnt um alla reikningsfærslu. Verður hér
getið nokkurra starfa hans.
Formaður búnaðarfélags sveitar sinnar var hann í 22
ár. Á þeim tíma var mikil gróska í starfsemi félagsins.
Vorið 1931 keypti félagið dráttarvél, ásamt jarðyrkju-
verkfærum. Var þar mikið í ráðizt, þar sem kreppan
var þá skollin á með öllum sínum þunga, og afurðir
bænda féllu niður um helming eða meira, svo dilkar
á Suðurlandi fóru ofan í 7—8 krónur.
Með þessari vél var unnið stórvirki í hreppnum. Með
henni var lokið við að slétta öll gömlu túnin í hreppn-
um og einnig gerð mikil nýrækt. Deildarstjóri Slátur-
félags Suðurlands var hann á þriðja áratug. Endurskoð-
andi hreppsreikninga hefur hann verið í um fimmtíu
ár og endurskoðandi Sparisjóðs Skeiðahrepps meðan
hann starfaði. í skólanefnd í 25 ár, þar af formaður í
16 ár. Sóknarnefndarmaður var hann yfir 40 ár og for-
maður í tæp 20 ár.
Þegar Eiríkur var 19 ára byrjaði hann að spila í Ólafs-
vallakirkju og gerði það nær óslitið til 1938, að Eiríkur,
tengdasonur hans, tók við því starfi. Meðhjálpari í
kirkjunni var hann í 28 ár, er hann sagði því af sér á
síðastliðnu ári, og hafði hann þá starfað í 64 ár fyrir
kirkjuna, og er það fágætur starfsaldur við sömu stofn-
un. Safnaðarfulltrúi hefur hann verið um áratugi. Var
orð á því gert, hvað hann rækti meðhjálparastarfið af
mikilli smekkvísi og læsi bænina vel, enda einlægur trú-
maður.
Þau Ragnheiður og Eiríkur eignuðust sex börn og
einn fósturson. Þau eru:
Ágúst, bóndi á Löngumýri, kvæntur Emmu Guðna-
dóttur frá Reyðarfirði.
Þorsteinn, yfirkennari við Vogaskólann í Reykjavík,
kvæntur Solveigu Hjörvar.
Páll, lögregluvarðstjóri í Revkjavík, kvæntur Svan-
fríði Gísladóttur frá Dýrafirði.
Sigurður, vélamaður hjá Vegagerð ríkisins.
Elín, húsfreyja á Votamýri, gift Eiríki Guðnasyni,
bónda og byggingameistara.
Ingigerður, húsfreyja á Skipum í Stokkseyrarhreppi,
gift Jóni Ingvarssyni.
Fóstursonur þeirra var Baldvin Árnason, ættaður úr
Reykjavík, iðnaðarmaður á Selfossi, kvæntur Þuríði
Bjarnadóttur frá Hellu.
Ragnheiði, konu sína, missti Eiríkur 26. febrúar 1967.
Eiríkur ber ellina vel, og enn hefur hann nokkurt bú.
Hann fylgist af lífi og sál með málum samtíðarinnar
og getur með gleði litið yfir farinn veg. Öll sín störf
rækti hann af mikilli trúmennsku og smekkvísi, og hann
hlaut að launum vinsældir og virðingu samtíðarinnar.
Heima er bezt 81