Heima er bezt - 01.03.1969, Síða 10

Heima er bezt - 01.03.1969, Síða 10
HELGI HALLGRÍMSSON: Grœnlenzk landspendýr Samanborið við Ísland er spendýralíf á Grænlandi furðulega auðugt. Kemur þar einkum tvennt til, sem gerir samanburðinn óhagstæðan fyrir okk- ur. Annars vegar einangrun landsins og hins veg- ar loftslagið. Svo á að vísu að heita, að Grænland sé eyja, og aðskilið frá öðrum löndum, en í vissum skiln- ingi er það þó ekki nema hálfur sannleikur, og segir a. m. k. ekkert um stöðu þess gagnvart umheiminum. Bæði er það, að nyrsti hluti Davíðssundsins er ekki nema fáeinir tugir kílómetra á breidd, en auk þess eru sundin við norðvesturhorn Grænlands lögð þykkum hafísi, mestallan ársins hring, svo þau eru ýmsum land- dýrum engin hindrun, enda er sú raunin, að til Norð- vestur-Grænlands hefur straumur dýranna legið, og þaðan austur með norðurströndinni og síðan suður eft- ir austurströndinni, allt að Skorisbýsundi. Að einnig loftslag kunni að vera hagstæðara dýralífi á Grænlandi, eiga margir bágt með að trúa. En skýringin á því er svipaðs eðlis. Vegna legu sinnar, upp að meginlandi Norður-Ameríku, og þó ekki síður vegna hafíssins, sem umlykur landið að norðan og vestanverðu, er lofts- lag á Grænlandi miklu landrænna (meginlandsloftslag) en hér þekkist. Á það einkum við nyrðri helming þess, þ. e. a. s. einmitt þann helming, sem dýrin komu fyrst til, á sínu mikla ferðalagi austur á bóginn. Á Suðaust- urströndinni, allt frá Skorisbýsundi til Hvarfs, og raun- ar einnig vestur fyrir Hvarf, norður á móts við Vestri- byggð hina fornu, er loftslagið hafrænna, og þó það sé að vísu mildara á vetrum, er það óhagstæðara fyrir landdýralífið, vegna umhleypinganna, sem því fylgja jafnan. Úrkoma er og mun meiri á syðra svæðinu, en á nyrðra svæðinu er hún afar lítil, og víðast hvar minni en nokkursstaðar þekkist hér á landi. Er það aftur or- sök þess, að á Norðaustur-Grænlandi er meira jökul- laust land, en annarsstaðar á Grænlandi, og mun minna en búast mætti við eftir hinni norðlægu legu landsins. (Norðurströnd Grænlands er á 84. gráðu norðlægrar breiddar). Allt ber þetta að sama brunni, og veldur því, að á Norðaustur-Grænlandi er nú að finna eitthvert fjöl- skrúðugasta og merkilegasta dýralíf, sem um getur í heimskautalöndum og þótt víðar sé leitað. Alls má telja, að átta tegundir landspendýra séu búsett á Norð- austur-Grænlandi, en þær eru þessar: sauðnaut (Ovibos moschatus), hreindýr (Rangifer tarandus), hvítabjöm (Thalarctos maritimus), heimskautaúlfur (Lupus lup- us), hreysiköttur (Mustela erminea), snæhéri (Lepus arcticus), fjallarefur (Alopex lagopus) og læmingi (Lemmus flavicollis). Allt eru þetta tegundir, sem eru mikið útbreiddar í heimskautalöndum (kringskautstegundir), eða þá af- brigði af þeim, nema sauðnautið, sem nú finnst aðeins á Norðaustur-Grænlandi og á fáeinum stöðum í Kanad- íska Eyjaklasanum. Má telja, að Norðaustur-Grænland 82 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.