Heima er bezt - 01.03.1969, Page 11

Heima er bezt - 01.03.1969, Page 11
sé nú aðalheimkynni þess á jörðunni, enda er það hvergi eins algengt. Það verður því að teljast merkasta dýra- tegundin á þessu svæði og því munu því gerð hér ítar- legri skil, en hinum dýrategundunum. Sauðnautið eða moskusuxinn eins og það er einnig nefnt, er í vissum skilningi millistig sauðar (kindar) og nauts (kýr), og hefur vissulega líkingu af báðum þess- um dýrum, enda kemur það fram í nafni dýrsins. Samt er það svo ólíkt báðum þessum dýrum, að naumast myndi nokkur maður villast á þeim og sauðnautinu. Þá hefur það einnig nokkra líldngu við vísund eða yakuxa, án þess þó að vera verulega skylt nokkru þessu dýri. Það stendur eitt sér, einangrað frá öðrum klaufdýrum í tíma og rúmi. Að vissu leyti má einnig skoða það sem fornaldardýr, enda hafði það fyrrum miklu meiri út- breiðslu. A Jökulöldinni var það algengt um öll norð- læg lönd, og hafa leifar þess fundist allt suður hjá Dóná í Evrópu og suður við Mexikóflóa í Ameríku. Á þess- urn tíma hefur það, ásamt hreindýri, loðfíl (mammút) og loðnashyrningi, sett svip sinn á hinar miklu túndrur Evrópu og Ameríku, og líklega verið eitt af veiðidýr- um þeirra mannvera, er þá byggðu Evrópu. í hinum garnla heimi sætti það einnig sömu örlögum og mamm- útinn. í nýja heiminum bjargaðist það, enda er þar enn að finna svipuð skilyrði og ríktu á Jökulöldinni í Evrópu. Fyrsti fundur sauðnautsins er talinn hafa gerst um 1720, við Hudsonflóann í Norður-Ameríku, og var það Frakki að nafni Jeremie, sem uppgötvaði það. Nefndi hann dýrið „Boeuf musquez“ þ. e. moskusnaut, en moskus er alkunnugt lyktarefni, og leggur stundum af sauðnautinu svipaða lykt. Stærð grænlenzkra sauðnauta er nokkuð mismunandi, en oftast eru tarfarnir um 2,30 m á lengd og með 1,30 m axlarhæð. Kýrnar eru að jafnaði dálítið minni. Sauð- nautin sýnast þó vera allmiklu stærri og stafar það mest af ullinni, sem er mjög þykk, einkum þó á vetrurn. Ullin er svipuð og á sauðfé, en auk þess hefur sauðnaut- ið gróf og löng hár, sem oft lafa langt niður með síð- unum. Minnir þetta hár helzt á taglhár hesta, en er þó naumast svo gróft. Á hálsinum rís þetta grófa hár upp, og myndar þar eins konar fax eða makka, og er það einkum áberandi á fullorðnum törfum. Eru þeir af þessum sökum oft all-ægilegir ásýndum. Allt er hárið dökkbrúnt eða brúnsvart, en upplitast nokkuð seinni part vetrar og verður þá stundum gulleitt, einkum á gömlum dýrum. Hornin eru ef til vill það sérkennilegasta á sauðnaut- inu, enda ólík öllum öðrum hornum. Það einkennileg- asta er, að þau vaxa ekki einungis á lengdina, heldur breikka þau einnig mjög mikið neðst, svo að þau koma næstum alveg saman ofan á enninu, og mynda þar stór- an flöt, sem á ungtörfum er ljósleitur, en annars eru hornin dökk, eins og hárið. Lengd hornanna hjá full- vöxnum törfum getur verið allt að 67 sm, en venjulega eru þau styttri. Þau vaxa fyrst niður með höfðinu, en beygjast síðan út og fram á við. Sauðnaut. Fengitími sauðnautanna byrjar í síðara júlíhelmingi og varir þar til í septemberbyrjun. Meðgöngutíminn er 8V2 mánuður. Flestar kýrnar bera fyrri part maí, og eiga oftast aðeins einn kálf, en stundum tvo. Spenarnir eru fjórir. Sauðnautin lifa fjölskyldulífi. Fjölskyldan er venju- lega samsett af einu nauti, nokkrum (2—3) kúm og kálfum þeirra, sem dveljast með fjölskyldunni þangað til þeir eru kynþroska, sumir allt fram á fimmta ár. Algeng fjölskyldustærð er um 6—8 dýr, en fyrir kemur að þau eru yfir 20. Samheldni er mjög mikil í þessum sauðnautafjölskyldum, og víkja meðlimir hennar sjald- an nema fáeina metra hver frá öðrum. Oftast eru kýrn- ar í fararbroddi, með ungkálfana fast á eftir sér, en þar- næst koma eldri kálfar og loks tarfurinn, sem jafnan er nokkuð á eftir, þannig að hann getur séð yfir allan hóp- inn í einu, og fylgzt með öllum hreyfingum hans. Það gerir hann líka tryggilega. Á vetrum slá nokkrar fjölskyldur sér saman, og mynda allstóra hópa, með allt að 50 einstaklingum. Þessir hópar velja sér jafnan fremur hátt liggjandi staði til vetursetu, þar sem gera má ráð fvrir að snjóinn blási af. Þar heyja þessi dýr sitt stríð við heimskautavetur- inn langa og dimma. Þegar byljir koma hnappast þau Heima er bezt 83

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.