Heima er bezt - 01.03.1969, Síða 15

Heima er bezt - 01.03.1969, Síða 15
ákveðnar 4 ferðir yfir sumarið, hin síðasta matreiðsla matjurta. Þess má geta til gamans, að afdalakona í Húnavatns- sýslu blessar Lilju enn þann dag í dag fyrir birkifræið, sem hún gaf henni, þegar hún var á ferð vestra hjá vin- konu sinni. — Nú eru það orðin stór tré. Skagfirðingur skrifar: „Árið 1930 fékk sýslunefnd Skagafjarðarsýslu Lilju til að standa fyrir risnu á Al- þingishátíðinni fyrir Skagfirðinga, og það gerði hún af frábærum myndarskap. Keypti þá þetta stóra tjald — Skagfirðingabúð — og hafði þar veitingar í þjóðlegum stíl.“ Fyrirmaður á hátíðinni skrifar: „Víst var það, að búðin okkar á Þingvöllum bar af öllum búðum annarra héraða, og höfðu margir orð á því, og eins víst er það, að það var Lilju mest að þakka, því hún var hæstráð- andi um allt, sem varðaði tjaldbúðina: Skreytingu henn- ar utan og innan. Verðskuldaði hún þakkir okkar Skag- firðinga fyrir smekkvísi sína og skörungsskap í þessu máli, og veit ég að hún hefur fundið að við kunnum að meta verk hennar að verðleikum. — Það var oft glatt á hjalla í búðinni, því Skagfirðingar, er Þjóðhá- tíðina sóttu, fjölmenntu þar, og margir gestir heim- sóttu okkur þar, og margan kaffibollan veitti Lilja þar.“ — „Búðin var tjölduð innan með reflum og áklæðum og ýmsum gömlum djásnum, sem þóttu til fyrirmynd- ar.“ Skagfirðingabúð var síðar lánuð víðsvegar til há- tíðahalda heima í héraði. Lilja skrifar: „Þegar Friðjón minn þurfti að fara í framhaldsskóla, varð Núpur fyrir valinu, og réð ég mig í vinnu þar í tvö ár, og önnur tvö ár vorum við á Hvanneyri. — Á báðum stöðum tók ég þátt í mat- reiðslustörfum og á Hvanneyri líka í garðyrkju og vefnaði. Vorið, sem við fórum þaðan, 1939, var af- mælishátíð skólans. Þá var Skagfirðingabúð fengin að láni til veitinga, og sáum við Víðivallasystur um veit- ingar. — 1939 ráðgerðum við ferð til Danmerkur; Frið- jón hafði fengið þar loforð fyrir námi og vinnu, en þá kom styrjöldin, svo ekki varð neitt úr neinu. Árið 1944 byrjuðum við að rækta tún í nýbýli okk- ar í Víðivallalandi, þar sem Pétur prófastur hafði garð sinn, sem hann kallaði Lukku. Þar brást aldrei upp- skeran. — Þarna upp frá var Örlygsstaðabardagi háður á sínum tíma (21. ágúst 1238). Gerðið er rétt utan við túnið. Þrem árum síðar hófumst við handa um byggingar í Ásgarði (20. júlí 1947), og tel ég það síðan afmælis- dag Ásgarðs. — Frá þeim degi höfum við talið það lögheimili okkar, og Ásgarður talinn með byggðum býlum í hreppnum. — En okkur var það jafnhliða Ijóst, að undir kostnaði af byggingum gat ekki okkar litli bústofn staðið. Þá voru ekki önnur úrræði en selja skepnurnar og fara í vinnu annars staðar. Vorum við í ýmsri vinnu að vetrinum til og lögðum allt í bygg- ingar í Ásgarði.“ Lilja var t. d. 3 vetur kennari í mat- reiðslu á Löngumýri. — Einn vetur ráðskona á Þing- Ásgarður i Blönduhlið i Skagafirði. eyrum, fyrir bænastað frú Huldu Stefánsdóttur. — Einn vetur hafði hún haft á hendi vefnaðarkennslu á Blöndu- ósi. — f þeim skóla hafði Sigurlaug systir hennar verið kennari. (Hún varð skammlíf, lézt 1928). — „Meðan á þessum byggingaframkvæmdum stóð vorum við Frið- jón á stöðugum flækingi, á áður óþekkta staði, en vor- um svo heppin að eignast nýja vini. Og ef við gátum verið saman, leið okkur vel. — Alla okkar vetrarvinnu lögðum við í byggingarnar. Tókum það í áföngum. — Eitt árið t. d. steypt hliðið niður við veginn og gróður- húsið. Árið 1955 fengum við rafmagnið heim og vatnið 1959.“ Á þessum árum andaðist Gísli Sigurðsson, hrepp- stjóri á Víðivöllum (1948). Nokkru áður hafði systur- sonur þeirra systkina, Gísli Jónsson, tekið við jörðinni, og hefur búið þar síðan. „Þegar við settumst að fyrir alvöru í Ásgarði 1957,“ segir Lilja, „urðum við að bvrja á því að fá okkur einhvern bústofn. En ekki þurftum við að hafa mikið fyrir því að útvega kýrnar. — Þær voru sendar okkur víðs vegar að: Kýr og kýrefni. — Það mátti segja, að allar hendur voru útréttar okkur til hjálpar. (Nú eru 8 kýr í Ásgarði). Skagfirðingur skrifar: „Lilja vildi koma nöfnum á herbergin í höllinni sinni. Þau eru svo snjöll og lýsa svo vel hugkvæmni hennar og andríki. Þetta er líka svo mikill hluti af henni sjálfri, eins og þessi bygging öll. (Hún teiknaði líka sjálf alla bygginguna). Þar eru nöfn- in: Garðshorn, Liljulundur, Áðalból, Ketilsstaðir, Vina- ból, Sólvangur, Miðgarður, Búrfell. — Rishæðin er um 140 fermetra grunnflötur,“ segir Lilja. „Ég sá í anda þarna rísa ýmislega verklega starfsemi til gagns og gam- ans.“ „Hún var svo mikil hugsjónakona, hún Lilja,“ skrifar vinkona hennar í Skagafirði, „og svo margt, sem hún vildi gera til aukinnar menningar og þjóðþrifa. Hér heima í sinni sveit hefur hún alltaf verið áhrifamikil og látið margt og mikið til sín taka, þó ekki hafi hún komið (Framhald á blaðsíðu 93). Heima er bezt 87

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.