Heima er bezt - 01.03.1969, Side 34

Heima er bezt - 01.03.1969, Side 34
Ókunni maðurinn í rúminu hans Eiríks opnaði augun og leit syfjulega í kringum sig. Hvar var hann eiginlega niðurkominn? Ekki í herberginu sínu, svo mikið var víst. Gat hent sig að hann væri staddur í fangageymslum lögreglunnar? Ef svo var, þá var það hreint og beint dýrðlegur staður. Trú hans styrktist í þessa átt, þegar hann kom auga á unga, rauðhærða manninn á gólfinu. — „Við höfum víst verið nokkuð margir, sem þeir hafa orðið að stinga inn,“ hugsaði hann. Upp frá þeim hugrenningum sofnaði hann á ný. Þegar hann vaknaði aftur, var hugsun hans skýrri, og hann sá, að hann var staddur í einkaherbergi einhvers. Sjálfsagt unga piltsins, sem svaf á gólfinu. 1 sömu andrá opnaði Eiríkur Arason augun, eins og hann fynndi að horft væri á hann. I nokkur and- artök horfði hann ringlaður á manninn í rúminu en síðan rifjaðist atburður næturinnar upp fyrir hon- um. — Hann reis á fætur og upplýsti í óspurðum fréttum: „Þú ert staddur í herberginu mínu, sem er í sömu blokk og þú leigir í. Ég fann þig í nótt, sof- andi á tröppunum á númer fimm og gat ómögulega vakið þig. Við, ég og bróðir minn, bárum þig því hingað, þar sem við vissum ekki, hvar þitt herbergi er.“ Ókunni maðurinn varð undirleitur. „Ég gat ómögulega funndið númerið á húsinu sem ég á heima í,“ muldraði hann. — „Ég man að ég settist niður en síðan ekki meir.“ „Gerir ekkert til,“ sagði Eiríkur glaðlega til að hjálpa honum yfir vandræðin. — „Ekki fyrst ég fann þig,“ bætti hann við. Maðurinn strauk sér þreytulega yfir þrútin augun. „Ég þakka þér fyrir, drengur minn, hvað sem þú heitir.“ „Eiríkur Arason. En þú?“ „Sæmundur Samúelsson." Eiríkur rétti honum hönd sína. „Komdu sæll, Sæmundur. Ég er hræddur um að þú verðir að sætta þig við, að ég líti eftir þér í fram- tíðinni,“ sagði hann og horfði fast í augu Sæmundar. Sæmundur gat ekkert sagt fyrir kekkinum, sem sat fastur í hálsi hans. — I mörg ár hafði hann verið fjarri ættlandinu og þegar hann kom loks heim voru þeir, sem hann hafði áður þekkt horfnir af sjónar- sviðinu. Hann var því meiri einstæðingur heldur en nokkru sinni fyrr og fannst hann hvergi eiga heima. En heiðblá augu Eiríks Arasonar og traustvekjandi handtak urðu þess valdandi, að honum fannst hann loksins vera staddur heima á gamla Fróni. Hann hélt áfram að horfa í þessi mildu, heiðbláu augu og honum fannst þau senda birtu inn í sál sína. „Þakka þér fyrir, drengur, þakka þér fyrir,“ sagði hann skjálfraddaður. Eiríkur skildi, að hann var að þakka honum fvrir eitthvað annað og meira heldur en þótt hann hefði lánað honum rúm eina nótt og dröslað honum í það. „Við kyngjum því með kaffinu sem ég ætla að sækja,“ sagði hann hressilega, losaði hönd sína og gekk út. En Sæmundur sagði við sjálfan sig: „Sæmundur Samúelsson, þú hefur kynnzt góðum dreng.“ Sjötti kafli AFI OG AMiMA ÍVARS SÓTT HEIM Þau Ívar og Helena renndu í hlað á Bugðulæk, en þar bjuggu sveitabúi föðurforeldrar hans, einnig föðurbróðir, og ívar gusaði út úr sér: „Þarna sérðu alla dýrðina og þetta er afi, sem stendur þarna, að punta upp á umhverfið.“ 102 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.