Heima er bezt - 01.03.1969, Page 38
„Ekki í gær, Sverrir minn, heldur í fyrradag,“
svaraði hann drengnum, sem horfði spyrjandi á
hann.
Hann hló, um leið og hann lyfti Sverri upp á axlir
sér.
„Nú skal ég bera þig á háhesti heim. Þú ert bú-
inn að vinna fyrir því.“
Helena beið hans þaðan spölkorn frá.
„Ég skil ekki annað en þú liggir í rúminu á morg-
un,“ sagði hún, þegar hann kom til hennar.
Ivari tókst, þrátt fyrir slæmar aðstæður, að kyssa
hana á kinnina.
„Það er allt í lagi, ef þú verður hjá mér, elskan,“
sagði hann stríðinn.
En hann var ekki jafn kampakátur, þegar hann
vaknaði morgunin eftir, allur í verkjum og stingj-
um. Um stund grúfði hann andlitið í koddanum og
gretti sig. En svo skynjaði hann að Helena var ekki
hjá honum og hann leit á klukkuna. Hún var hvorki
meira né minna en ellefu. Hann gleymdi verkjun-
um, sem hrjáðu hann, fyrir reiði, snaraðist fram úr
og flýtti sér í fötin. Að því búnu gekk hann fram í
eldhúsið. Honum létti, þegar Helena var þar fyrir,
en ekki út á túni, eins og hann bjóst þó við.
Hann kyssti hana létt og sagði: „Þú ert ekki að
vekja mig.“
Helena hló.
„Góði bezti, ég reyndi, en þú svaraðir ekki öðru
til en að þú stæðir ekki í Palla!“
Þennan dag var verið að aka inn göltum, en að-
stoð þeirra ívars og Helenu var afþökkuð, svo þau
tóku sér göngu um nágrennið.
Þriðja daginn stóð ívar aftur við að hlaða upp
göltum og hann og heykvíslin sættust heilum sátt-
um, þrátt fyrir dreifblöðrurnar, sem hún eftirlét
honum.
Hann hafði líka í fullu tré við Palla, sér til mikils
léttis, þótt ekki gæti hann blístrað honum til sam-
lætis.
Eftir hálfan mánuð óku þau úr hlaði á Bugðulæk.
Allt heimilisfólkið stóð í þyrpingu á hlaðinu,
nema Sverrir, sem stóð einn sér uppi á olíutunnu,
svo að hann sæist sem bezt. Ella hafði tekið brúðuna
Önnu-Lísu með sér, svo að hún gæti kvatt líka. —
Júlli og Palli veifuðu íbyggnir á svip. Þeir voru að
hugsa um Júdó-brögðin og ýmiskonar leikfimis-
æfingar, sem ívar hafði kennt þeim. Þeir ætluðu að
æfa Júdóið vel, svo að þeir gætu tekið vel á móti
honum, þegar hann kæmi næst.
Gunnar og Ásta stóðu hlið við hlið og réttu upp
annan handlegginn, afi lyfti tóbakspontunni sinni
hátt á loft og amma gleraugunum sínum.
Þau, sem í bílnum voru, veifuðu einnig og Ivar
þeytti bílhornið. Síðan rann bifreiðin út úr túnhlið-
inu. Þau höfðu kvatt Bugðulæk að sinni.
Sjöundi kafli.
SÁRT ER AÐ KVEÐJA ÞAÐ
SEM KÆRAST ER
Ivar stóð fyrir utan hús eitt, sem var í smíðum.
Hann var að bíða eftir Eiríki.
Eftir holóttri götunni kom ung stúlka sem stefndi
til hans. Það var Silvía. Þau heilsuðust glaðlega og
Silvía sagði stríðnislega: „Er það svona sem þú
vinnur?“
„Sem stendur bíð ég eftir félaga mínum, sem kem-
ur með verkfærin, þar fyrir utan er kaffitíminn ekki
alveg liðinn. — Við vinnum betur en þið þarna á
skrifstofunni, skaltu vita.“
„Vertu ekkert að skopast að okkar vinnubrögð-
um.“
„Hver byrjaði?“
Þau hlóu bæði en síðan sagði Silvía: „Ég fékk mið-
ann frá þér.“
„Já, þú varst að spyrja um heimilisfang pabba og
mömmu. Ég hef það núna.“
Hann tók upp lítið blað og rétti henni.
„Ef þú ætlar að skrifa þeim og biðja þau að kaupa
eitthvað fyrir þig, ráðlegg ég þér að gera það sem
fyrst, því að þau koma heim eftir rúman hálfan
mánuð.“
„Nú, þá verð ég sannarlega að hafa hraðann á.“
„Þau kvarta sáran yfir hvað ég sé pennalatur,
hvort ég sé eitthvað lasinn eða hvað? Þú manst að
segja þeim, að mér líði vel.“
Silvía stakk miðanum, sem hann hafði fengið
henni, í veskið sitt.
„Ég skal minnast þess.“
Hún þvingaði fram bros og bætti við: „En þau
vita nú sjálfsagt, að þú hefur haft annað að gera en
að sitja yfir bréfaskriftum í sumar. — Þau hljóta að
vera farin að hlakka til að sjá tengdadótturina.“
Framhald.
106 Heima er bezt