Heima er bezt - 01.12.1972, Qupperneq 17
okkur. Þetta var eitthvað svo torkennilegt, en það
hreyfðist í áttina til okkar. Ég held, að hjartað í mér hafi
stanzað smá stund, og svo mikið er víst, að merin stanz-
aði og efaðist hún greinilega um það, hvað gera skyldi.
En hún var undir minni stjórn. Og ég krafðist þess, að
hún héldi áfram og það gerði hún. Rétt á meðan dró
fyrir tunglið, en svo birti aftur þegar við höfðum þok-
azt smáspotta, og þá sást þetta fyrirbæri ofurlítið betur.
En hvað var þetta? Og hjartað í mér hamaðist án
afláts.
Eitthvað var þetta í líkingu við mann. En gat þetta
verið maður? Ég held varla, svona seint á kvöldi, komið
miðnætti og í svona rysjóttu og draugalegu veðri.
Liturinn var eitthvað svo undarlegur í tunglsljósinu,
hvorki grænn eða blár né f jólublár, — svo dökkur á milli.
Kannske var þetta eitthvert álfatetur, sem við í mann-
heimum þekkjum ekki? Var þetta kannske álfur. Þeir
gátu átt heima í Fagurhól. Álfar gátu víst verið til alls
vísir. Þeir gátu verið glettnir, og ef þeim var gert eitt-
hvað til miska, þá var ekki að vita upp á hverju þeir
tækju; þá gátu þeir breytt mönnum í allra kvikinda líki.
En ég vissi ekki til, að ég hefði gert þeim neitt, og við
það huggaði ég mig. En bezt var að fara að öllu með
gát, því að þeir gátu numið menn á brott og haft þá
með sér inn í hóla og kletta.
En væri þetta ekki álfur, þá hlaut þetta að vera draug-
ur. Voru þeir þá til eftir allt saman? Ég reyndi að efast,
en samt rifjaðist upp fyrir mér alls konar sögur, sem ég
hafði heyrt um þessar ójarðnesku verur, en til undir-
heimalýðs þeirra tíma töldust draugar, afturgöngur,
uppvakningar og ennþá fleiri afbrigði, auk Höfðingjans
sjálfs, sem lítið hafði látið á sér bera, síðan á dögum
Sæmundar fróða.
Var ekki bezt að snúa við?
„Það er eitt af því, sem maður á aldrei að gera,“ sagði
Brynjólfur einhvern tíma, „alltaf að mæta því ókomna.“
Það var kannske ekki til neins að snúa við. Maður væri
ef til vill umkringdur?
Og ég lét hælana ganga í síðurnar á merinni, eins og
austurlenzkur riddari, þó ég hefði enga sporana, eins og
þeir. Og hún lét undan síga, en tók til að frísa, og eyrun
gengu ótt og títt, — en áfram þokaðist.
Ovætturin var skammt undan, ég sá hana ógreinilega í
myrkrinu og mér sýndist hún helzt vera hauslaus.
Sumir draugar voru víst með höfuðið undir hendinni,
og ég fann hvernig óvætturin var að ná tökum á mér,
karlmennskan var horfin út í veður og vind. Þá birti
skyndilega og mér rann kalt vatn milli skinns og hör-
unds, og merin sparn við fótum eins og sauðþrá rolla,
sem dregin er í réttum.
Veran stóð rétt hjá mér, — og ég dró andann léttara.
Fyrir framan mig stóð nágranni minn, Gísli í Þjórs-
árholti. Hann var að koma frá Geldingaholti og var í
bláum nankinsgalla, í svartri stuttkápu með uppbrettan
kraga. Því sýndist mér hann hauslaus, og auðvitað var
hann gangandi.
Þvílíkur léttir fyrir okkur Skjónu. Hjartað, sem ég
hafði næstum misst niður í buxnaskálmina, hófst nú
aftur upp.
Við Gísli tókum tal saman og gerðum grein fyrir
ferðum okkar. Auðvitað sagði ég honum ekki, að hann
hefði næstum hrætt úr mér líftóruna, og hann veit það
ekki enn.
Skjóna var sú eina, sem var vitni að þessu, en hún er
löngu horfin til feðra sinna.
Ferðin gekk fljótt fyrir sig þennan spöl, sem eftir var.
Skýin þutu áfram um himinhvolfið í áttina upp í Hruna-
mannahrepp, og máninn glotti enn að okkur.
En ekki hef ég frétt, að fleiri draugar hafi sézt við
Fagurhól.
BJARKEY GUNNLAUGSDÓTTIR
Lofsöngur
Hve dýrðarsól þín dásan'dega ljómar
um dali, fjöllin, sjó og lága ströpd,
og fyrir eyrum englasöngur hljómar.
í anda birtast gróin blómalönd.
Vér miklum þína dásamlegu dýrð,
þú, Drottinn, sem á himnum býrð.
Af tilbeiðslu vor titrar andi’ og mál.
O, tak þú bæði líf og sál.
Þín vizka’ er mikil, vald þitt, náð og kraftur.
I veröld allri skína undur þín.
Við komum til þín stöðugt, a’ftur, aftur,
því aldrei hjá þér miskunnsemi dvín.
I tign og veldi lítur þú svo lágt
að líkna þeirn, sem eiga bágt.
Já, hver fær skilið slíka undra ást,
sem aldrei neinum föllnum brást.
Gef mér rólegt geð og hjarta
Gef mér rólegt geð og hjarta,
gæzkuríki faðir minn.
Veit mér styrk að vaka’ og biðja.
Vertu hjá mér hvert eitt sinn.
Þó að mótgangs miklar öldur
mig oft vilji færa’ í kaf,
heldur þú mér ávallt upp úr,
úfið þó sig gretti haf.
Ætíð vil ég veg þinn ganga,
vantar mig þó kraft til þess.
En ég bið þín náð mér nægi.
Nú er ég í anda hress.
Veit ég ekkert vera betra
Veröld í en biðja þig.
Ollu get ég af mér varpað
upp á þig, sem leiðir mig.
«HKHKBKHKH>tWBKHKHMH>i>í*i>*KHKH»*ttHS<HttH^
Heima er bezt 417