Heima er bezt - 01.12.1972, Qupperneq 10
SNÆBJORN JONSSON:
Enn eitt ska
Ef litið er yfir sögu íslenzks skáldskapar frá önd-
verðu, og framlag hvers héraðs til hennar, getur
þá nokkur vafi leikið á því, að það sé Skagaf jörð-
ur, sem öndvegið skipar? Mér virðist sem sú
ályktun verði ekki umflúin. Allt frá fyrstu tíð hafa
skagfirzk skáld ort með ágætum. Þau gerðu það á sögu-
öld, þau gerðu það á Sturlungaöld, þau gerðu það á
miðöld, og þau gera það enn í dag.
Við skulum ekki byrja á hæstu nótunni. Við skulum
nefna Sneglu-Halla fyrstan, á elleftu öld. En hann bend-
ir svo ótvíræðilega til eftirmanns síns, á nítjándu og
tuttugustu öld, Símonar Dalaskálds, að nærri má segja,
að ekki skilji þá nema aldirnar, sem á milli eru. Hvor-
Árni G. Eylands.
firzka skáldié
ugan mundum við vilja missa. „Hagmælskan er dæma-
laus,“ var sagt um Símon og með engu minna sanni
mátti segja svo um Halla. Það, sem við hörmum um
hann er það, hve lítið hefur geymzt okkar tíð af kveð-
skap hans. í lofsöngnum um Símon hefur Matthías
Jochumsson kveðið fastast að orði og skipað honum til
sætis við hlið Sighvats Þórðarsonar, og skal hann sjálf-
ur bera ábyrgð á orðum sínum, en ekki ég. Ætla ég, að
Matthías vissi þó hvað hann söng, en læt mér nægja að
leggja það eitt til málsins, að Símon var síðasta farand-
skáld Islendinga og líka hið afkastamesta. Og þegar
um skáldskap er rætt, ber að sjálfsögðu að taka tvennt
til greina: Hve góðvirkur höfundurinn er og líka hve
stórvirkur. Svo virðist mér sem Njáll mundi gert hafa.
Vitanlega nær það engri átt að gera hér tilraun til
þess að þylja nöfn skagfirzkra skálda gegnum aldirnar.
En minna má á nokkur nöfn og nokkur atriði, og þá
kannske fyrst það, að í Skagafjörð er sótt elzta frum-
kveðna kvæðið í þeirri sálmabók, sem íslenzk ríkiskirkja
notar nú í bili. Það er að vísu ekki sálmur, en það er
fögur bæn og góður skáldskapur, og góður skáldskapur
er allt það litla, sem við eigum eftir Kolbein Tumason.
Einu skagfirzka skáldinu má vænta, að íslendingar
gleymi seint með öllu. Guðmundur Finnbogason hall-
aðist að því, að þegar allt væri athugað, mætti ætla, að
Hallgrímur Pétursson hefði líklega verið mestur allra
íslenzkra skálda. Og mundum við ekki setja Skagfirð-
inginn Stephan G. Stephansson við hlið honum? Hjálmar
orti í Skagafirði, en hann verður þó ekki af Eyfirðing-
um tekinn. Og enginn tekur Rósu af þeim heldur. Svo
er annað, að sum stórskáldin, sem ekki voru í Skaga-
firði fædd, voru þaðan kynjuð, og má augljóst telja,
að þaðan væri þeim skáldgáfan komin. Svo var það um
Steingrím Thorsteinsson og svo var það um Einar
Benediktsson, sem átti skáldmælta, skagfirzka móður og
sagði sjálfur um hana:
Þitt var mitt Ijóð og hvert gígjugrip.
Þú gafst mér þinn streng og þinn boga.
Ekki veit ég hvort það er rétt, sem mér var eitt sinn
sagt, að rekja mætti ætt Jónasar Hallgrímssonar til
Skagafjarðar, en vel mætti svo vera. Ekki þarf þó Skaga-
fjörður á hans nafni að halda. Nógar eru skrautfjaðr-
irnar samt.
410 Heima er bezt