Heima er bezt - 01.12.1972, Side 29
margt og mikið að það verður ekki skýrt í fáum orð-
um. Þegar ég þeytti upp hurðinni heyrðust hróp og
vein og einhver stundi: Hamingjan hjálpi mér, æ,
það líður yfir mig, síðan kvað við ógurlegur gaura-
gangur í ótal hlutum, sem duttu með brauki og
bramli niður stigann um leið og fílelfdur karlmaður
með stærðar skrúfjárn í hendinni, forðaði Rósu sam-
býliskonu minni frá því að detta á gólfið, en opin
verkfærataska sýndist hafa í hygju að flýja niður
stigann á eftir fyrrverandi innihaldi sínu, hömrum,
hnífum, töngum og nokkrum tugum af nöglum og
skrúfum af ýmsum lengdum og gerðum.
Snöggvast var ég orðlaus af undrun, en sagði svo:
— Hvað í ósköpunum á þetta allt saman að þýða?
Ökunni maðurinn virtist ekki síður undrandi en
ég, hann stamaði, án þess að hafa augun af mér:
— Eh — eru-----eru þér — þá lifandi, ég meina
sko, þér eruð----alls ekkert veik og alls ekki dáin?
Ekki bætti þessi ræða úr skák, því að nú var ég
ekki lengur í neinum vafa um að skollinn sjálfur
léki lausum hala, en áður en ég kom upp nokkru orði
sagði maðurinn:
— Ja, hún Rósa, — og hann benti með skrúfjárn-
inu á konuna sem lá eins og slytti upp að honum,
-----hún sagði að þér,----æ, náið í vatn, við skul-
um dreypa á hana svo að hún rakni við.
£g hlýddi og á meðan hann stumraði yfir Rósu,
snyrti ég mig ögn til í andlitinu og var því nokkurn-
vegin eins og ég átti að mér þegar hún opnaði aug-
un, en þá var nú líka helmingur af íbúum hússins
kominn á vettvang. Um leið og Rósa sá mig, stundi
hún:
— Guði sé lof, Hilda, að allt er í lagi með þig,
farðu fljótt inn til mín, hann Lalli er þar, hann á svo
bágt, auminginn litli.
Það var Lalli sem sagði mér alla söguna, þegar
hann hafði jafnað sig, og við vorum aftur komin inn
til okkar, hún var í stórum dráttum eitthvað á þessa
leið:
— Jú sko sjáðu mamma, við fengum frí í síðasta
tímanum, kennarinn er veikur, svaka fínt maður,
líka frí á morgun, ég hljóp í sprettinum alla leiðina
heim, það er orðið svo kalt úti og ég var svo ferlega
svangur. Þú varst ekki í eldhúsinu, ekki í stofunni,
ekki inn á baði, svo mér datt allt í einu í hug, að þú
hefðir heyrt mig koma og falið þig, eins og þú gerðir
stundum þegar ég var lítill, og þá byrjaði ég að læð-
ast um, ég ætlaði nefnilega að grípa þig glóðvolga,
skilurðu, en þegar ég sá þig liggja þarna inni í Sallýar
herbergi, fannst mér þú svo skrítin í framan, andlitið
á þér var allt gult og teygt og togað. Ég þorði ekki
að koma við þig, ég hélt að þú værir dáin. Ég var
næstum farinn að öskra þá strax, en sko, sjáðu, ég
bara gerði það ekki, aftur á móti læddist ég út úr
herberginu og lokaði varlega á eftir mér, af hverju
ég gerði það veit ég ekki, en ég var svakalega hrædd-
ur, þú skilur að það væri sko alls ekkert gaman ef
þú dæir, nei alls ekki. Ég vissi ekkert hvað ég gerði,
ég hljóp í logandi hvelli beint til Rósu, ég mundi
ekkert eftir því þá, að hún er alltaf að jagast og
nudda í manni, nú og þá skelltist hurðin í lás og lyk-
illinn var inn á borði, Rósa varð líka ægilega hrædd,
og hringdi í frænda sinn, sem hún vissi að var að
vinna í húsinu hérna á móti, bað hann að koma og
brjóta upp hurðina. — Mamma hún var agalega góð
við mig þegar ég fór að gráta.
Drengurinn minn var ósköp niðurlútur þegar hann
sagðist hafa grátið, en aðeins smástund, fljótlega
söðlaði hann yfir, varð stóri strákurinn, sem ekki var
búinn að missa mömmu sína og sagði hressilega:
— Heyrðu, eigum við nokkuð að segja þeim hin-
um frá þessu, þú skilur, ég vil ekki að Haukur haldi
að ég sé einhver asni og Sallý------já mamma, þú
veizt nú hvernig þessar stelpur eru, láta alltaf eins og
bjánar, og stríða manni seint og snemma.
Þessi tillaga Lalla fannst mér ágæt, enda áleit ég
að hentugast myndi vera að hafa sem fæst orð um
atburðinn hér heima fyrir.
Við stallsysturnar skemmtum okkur ágætlega á
Naustinu um kvöldið, vorum allar í bezta skapi, fín-
ar og uppdubbaðar — ég í gula kjólnum margumtal-
aða. Andrea var kát og glettin að vanda, hélt yfir
okkur hrókaræður, okkur þessum giftu, hún álítur
það sem sé, að sitt mesta glansnúmer í lífinu sé það,
að vera ógift og þar með frí og frjáls. Brandararnir
fuku og það var mikið spjallað og hlegið.
Mitt skemmtiatriði var auðvitað sagan af fegurð-
argrímunni og afleiðingum hennar, það er hóflega
að orði komist, að segja að hún hafi vakið mikla kát-
ínu, það væri sönnu nær að segja, að það hafi verið
öskrað, en slíkt hefur maður ekki í hámæli, þegar
hlut eiga að máli, virðulegar miðaldra frúr.
En hvað um það, rétt sem við vorum allar skelli-
hlæjandi kom maður að borðinu til okkar, sneri sér
beint að mér og sagði glaðlega:
— Þið skemmtið ykkur vel.
Heima er bezt 429