Heima er bezt - 01.12.1972, Page 26
FRAMHALDSSAGA EFTIR GUÐNÝJU SIGURÐARDÓTTUR
6. HLUTI
— Ja, ég sá engan sem ég þekkti og var því alveg
„ligeglad,“ sleppti fram af mér beizlinu og skemmti
mér, þangað til ég kom auga á Lárus Einars, honum
skaut þarna upp allt í einu og fyrirvaralaust því mið-
ur. Við Bjössi sátum í einum sófanum og vorum að
skála og rifja upp gamla daga, þegar ég sá hann
koma í áttina til okkar. Veiztu hver Lárus Einars er,
hef ég ekki sagt þér frá honum?
— Nei.
— Hann er gamall vinur Friðriks að norðan, er
búinn að vera mörg ár erlendis, en er nýfluttur heim,
hann kom til okkar fyrir nokkrum vikum og borðaði
hjá okkur og þess vegna hlaut hann að þekkja mig,
mér brá svo þegar ég sá hann, að það rann af mér á
stundinni.
Ég vissi að nú voru góð ráð dýr, ég varð að vera
snör í snúningum og bjarga mér út úr vandræðun-
um, ef ekki átti allt að fara á hvolf hjá okkur Friðrik,
það hlýtur þú að skilja.
— Já já, mikil ósköp, ég er einn skilningur frá
hvirfli til ilja, vertu viss.
— Lárus kom, sem sagt, þarna til okkar með út-
rétta hendina og ætlaði að fara að heilsa mér, þegar
ég fékk hugmyndina. Hilda, reyndu að setja þig í
mín spor, ég átti ekki um neitt að velja, þú þekkir
Friðrik, hann hefði aldrei fyrirgefið mér.
— Og hver var svo hugmyndin, ef ég mætti gerast
'svo djörf að spyrja, sagði ég og var nú farin að gruna
:margt.
— Jú sjáðu til, ég gaf Bjössa olnbogaskot og hvísl-
^ði að honum, að láta mig um þetta. Þegar svo Lár-
u rétti mér hendina brosti ég ókunnuglega, eins og
maður gerir þegar maður hittir fólk í fyrsta sinn og
kynnti mig, — Hilda elsku, vertu ekki vond, sjáðu
-----ég sagði sko ekki Randí Árnadóttir heldur Hilda
Árnadóttir.
— Randí, þú ættir skilið að vera lamin, og það
duglega.
— Æ já, ég veit svo sem að ég haga mér alltaf
andstyggilega, en ef þú hefðir minsta snefil af kýmni-
gáfu, sæirðu hvað þetta er í rauninni fyndið, en því
miður Hilda, þú hefur alltaf verið svo alvarleg, og
tekið hlutina svo hátíðlega, samt held ég næstum að
þú hefðir skellt upp úr ef þú hefðir séð svipinn á
Lárusi vini mínum, þegar ég sagðist heita Hilda
Árnadóttir, alla vega hló ég og Bjössi rak upp eina
af sínum frægu hlátursrokum, og þegar hann mátti
mæla, sagði hann:
— Ekki sá fyrsti sem tekur feil á ykkur systrunum.
— Lárus auminginn leit aftur á mig og sagði svo
hálf skömmustulega:
— Ég verð að biðja yður afsökunnar, en ég hélt
að þér væruð Randí Árnadóttir, kona Friðriks Eyj-
ólfssonar vinar míns. Þá horfði Bjössi á hann með
umburðarlyndu brösi og agði:
— Hamingjan góða, það er ekkert að afsaka, þær
systurnar eru jafn líkar og tveir vatnsdropar, svo
yður er sannarlega vorkunn. Hilda elskan, þú mátt
ekki vera reið við mig, þú verður að trúa mér þegar
ég segi, að ég varð að gera þetta, það var engin
önnur leið, elskan, ég skal tala við Axel, ég var reynd-
ar komin á fremsta hlunn með að gera það í gær-
kvöldi, en sá svo að betra væri að tala við þig fyrst.
— Sei sei, þér er ekki alls varnað, hreytti ég út úr
mér.
— Hilda, ég bið þig, reyndu að skilja.
— Skilja, svei en sú tilgerð, á ég kanski líka að
þakka þér fyrir greiðann, nei Randí, ég þakka gott
-426 Heima er bezt