Heima er bezt - 01.12.1972, Side 31
sér ekki að umræðuefnið fór í taugarnar á honum,
en krakkarnir létu það ekki á sig fá. Sallý sagði:
— Mamma hefur alltaf verið sæt, það veit ég vel,
en hún er bara sætari en hún hefur verið, ég veit
ekki af hverju.
En það vissi, aftur á móti, Halldór bróðir Axels,
eða taldi sig vita það. Hann leit inn, eitt kvöldið,
rétt eftir matinn. Hann var í Ijómandi skapi, kom
beint inn í eldhús til mín, ég var einmitt að hella
uppá könnuna, tók utan um mig og virti mig fyrir
sér.
— Hilda, þú ert alltaf að fríkka, hvað hefur komið
fyrir þig? Þú ert ástfangin, það leynir sér ekki. Hver
er hann þessi, sem þú ert að kókettera við, þarna á
myndinni?
— Það er enginn karlmaður með okkur á mynd-
inni, ég hélt að hver maður gæti séð það, sagði ég og
hló.
— Veit ég vel, en hann hefur verið þarna, engin
kona brosir svona bara út í bláinn, láttu mig um það,
ég þekki konur.
— Yss hvað ætli þú þekkir konur, frekar en aðrir
karlmenn, sagði ég------þið hugsið bara um ykkur
sjálfa, láttu mig um það, ég þekki ykkur.
— Vitleysa Hilda, sagði Halldór dálítið ólundar-
lega. — Þú gerir okkur rangt til, við hugsum um
ykkur seint og snemma, erum alltaf á þönum í kring
um ykkur, uppfyllum allar óskir ykkar, áður en þið
vitið.
— Nei, hættu nú, mágur sæll.
— Spurðu bara Eyju, hún er hundrað prósent
ánægð með mig.
— Einmitt það já, þú hefur svei mér háar hug-
myndir um sjálfan þig, en hvar er Eyja, hvers vegna
kom hún ekki með þér?
— Hún var að straua heilt fjall af þvotti, og ég
spurði hana ekki hvort hún vildi koma með.
— Þarna sérðu, hvað þú þekkir konur lítið, flýtti
ég mér að segja.
— Nú, því segirðu það?
— Vegna þess, að það minnsta sem þú gazt gert
var að biðja hana að koma með þér.
— Hún hcfði ekki komið, fyrst hún var byrjuð á
þvottinum, ég þekki svo konuna mína, skaltu vita.
— Ég er nú ekki alveg viss um það, þú hefðir
nefnilega átt að spyrja hana og leyfa henni síðan að
leika ofurlítinn píslarvott, hún var byrjuð á þvott-
inum, ekki satt? Þar með fékkstu tækifæri til að
dekstra hana og síðan að bjóðast til að vera heima
hjá henni og jafnvel hjálpa henni. Hún hefði ekki
þegið þitt göfugmannlega boð, það veit ég fyrir
víst, það vill, sem sé, svo til að ég þekki Eyju, en,
taktu nú vel eftir, ef þú hefðir gert þetta, hefði hún
verið hundrað sinnum fljótari að ganga frá þvott-
inum og gert það með meiri gleði en ella.
Halldór horfði hissa á mig brot úr andartaki, svo
klóraði hann sér vandræðalega í höfðinu.
— Hilda, ég tek orð mín aftur, ég þekki víst ekki
konur, svo sneri hann sér að Axel, og það gætti
góðviljaðrar þrjósku í rödd hans, þegar hann sagði:
— Já, gamli minn, við erum víst mát, en trúðu
mér, varaðu þig á Hildu, eða öllu heldur, gættu
hennar, þegar konur á „hennar aldri“ fyrirgefðu
elsku mágkona, taka upp á því, að blómstra eins og
sóley á vordegi, er ekki allt með felldu, svo mikið
veit ég þó.
Axel sagði ekkert, brosti bara, en ég sá að honum
leið allt annað en vel undir þessum ræðuhöldum
bróður síns.
Og dagarnir liðu, rólegir og stórviðburðalitlir,
en svo kom Randí og bauð okkur Axel í kvöldkaffi.
Nú vil ég alls ekki halda því fram, að slíkt og þvílíkt
hafi verið einhver undur og býsn, þvert á móti, við
hittumst oft, bæði hér heima og hjá Randí, hún er
jú systir mín og Axel og Friðrik eru ágætir vinir, en
það var framkoma hennar, sem vakti furðu mína.
Auðmýkt er, sem sé, ekki ein af hennar sterkustu
hliðum, því síður er það vani hennar að vera vand-
ræðaleg og niðurlút. 1 stuttu máli, systur minni lá
eitthvað þungt á hjarta, það leyndi sér ekki, og fljót-
lega tóku málin að skýrast.
— Já, en heyrðu, Hilda, hvað ég vildi segja. Vaeri
þér sama, þó að þið kæmuð svona bara af tilviljun,
ég meina sko, létuð Friðrik ekki vita, að ég hefði
boðið ykkur, Þið gætuð sagt, að ykkur hefði bara
dottið í hug að líta inn til að sjá allt, sem Friðrik
kom með frá London.
Ég ætlaði að fara að koma með einhverjar spurn-
ingar, en Randí gaf mér ekkert tækifæri til þess, hún
hélt áfram og var nú enn niðurlútari en áður.
— Hilda, elskan viltu vera í gula kjólnum þínum,
þú veizt.
Snöggvast varð ég orðlaus, en svo hrópaði ég dol-
fallin.
— Gula kjólnum, hvað í ósköpunum er nú á seiði.
Heima er bezt 431