Heima er bezt - 01.12.1972, Side 36
9. Læknirinn var ekki heima, hafði farið til herramanns að nafni
Trelawny, og þar barði ég að dyrum. — Hæ! Hæ! Jim Hawkins,
hvað kemur til, að þú leitar mig uppi núna, sagði hann þegar
ég gekk inn. — Ég skýrði frá atburðum kvöldsins og þeir hlust-
uðu á mig með vaxandi ákefð. Þegar ég svo að endingu rétti
þeim pakkann góða, er ég hafði fundið, opnuðu þeir hann og
voru ákafir mjög. Innihald pakkans var bók með einhvers konar
reikningsfærslu yfir stórar fjárhæðir, ásamt með korti Flints
kapteins yfir Gulleyjuna. Áberandi hlutar kortsins voru „Sjón-
aukahæð" og „Beinagrindaeyjan", og einnig nokkrir krossar og
punktar. Kortið var nákvæm fyrirsögn um það, hvar ætti að sigla
skipi til strandarinnar. Livsey læknir og herra Trelawny voru
brátt niðursokknir við að athuga kortið og við að leggja áætl-
anir um að ferðbúa skip, sigla því til Gulleyjunnar og leita uppi
fjársjóð Flints kapteins. Undirbúningsráðstafanir voru ákveðnar,
og að lokum lyfti læknirinn hendinni í aðvörunarskyni: En
munið að fleiri vita um þetta kort en við, og það eru fífldjarfir
karlar, sem ekki munu láta smámuni aftra sér frá því að klófesta
fjársjóðinn. Þessvegna: algjör þagmælska.
10. Herra Trelawny fór strax til Bristol, þar sem hann á nokkrum
vikum keypti og útbjó skonnortuna „Hispaniola" og réði sjó-
menn á skipið. Hann hafði kynnzt sjóara, er kallaður var „Langi
Silfur-Jói“, en Silfur-Jói þessi hafði útvegað alvana þjarka, sem
ágætir mundu verða í slíka ferð. Þegar ég kom til Bristol, leitaði
ég uppi herra Trelawny. Hann lét mig hafa bréf til þessa Silfur-
Jóa, lýsti útliti hans og sagði mér í hvaða veitingahúsi hann
byggi. Mér gekk auðveldlega að finna staðinn. Silfur-Jói var hár,
þrekvaxinn og einfættur maður, er með mikilli fimi notaði langa
hækju. Hann opnaði bréfið, og varð bilt við, en sagði svo: „Jæja,
svo þú ert þá nýi léttadrengurinn okkar! í sama bili stökk einn
gestanna á fætur og hljóp út um dyrnar. Ég þekkti strax, að
þetta var sami maðurinn, er hafði heimsótt kapteininn á krá
föður míns og kallaði: „Stöðvið hann! Þetta er illvirkinn Svarti
seppi.“ — Silfur-Jói lézt verða forviða, og skipaði þegar einum
sjóaranna að elta hann.