Heima er bezt - 02.10.1976, Blaðsíða 35
□LAFUR JÓIMSSOIM
■■MMH
Flestir þekkja hin gagnmerku ritverk Ólafs Jónssonar
Ódáðahraun og Skriðuföll og snjóflóð, þar sem á lifandi
hátt er fléttað saman jarðfræði og sögu. Enn kemur hér
stórverk um íslenska náttúru eftir Ólaf, árangur af ára-
tuga grúski, að vísu, eins og löngum áður hjá Ólafi, auka-
starf með erli hins daglega brauðstrits. Enn sem fyrr er
þessi vinna öll áhugaverk, sem ekki er reiknað með dag-
launum fyrir að kveldi, knúið áfram af þeirri áráttu sem
Ólafur hefur sjálfur svo orðað: ,,Sá sem einu sinni hefur
ánetjast þeirri freistingu að sökkva sér niður í fræða-
grúsk, á örðugt með að láta af þeim vana.“
Með þessari nýju bók Ólafs Jónssonar um berghlaup á
íslandi er bætt við ei litlum þætti í þekkingu okkar á jarð-
fræði landsins. í ritinu eru lýsingar á 226 berghlaupum
dreift um land allt auk texta á u. þ. b. 100 síðum sem fjall-
ar almennt um berghlaup. í bókinni eru 324 myndir, Ijós-
myndir af hlaupum og uppdrættir. Þá eru nokkrar lit-
myndir í bókinni. Bókin er 624 bls. í stóru broti.
Bók 964
I lausasölu kr. 8.400,00
HEB-verð aðeins kr. 7.000,00