Heima er bezt - 02.10.1976, Blaðsíða 23

Heima er bezt - 02.10.1976, Blaðsíða 23
Þessi skáldsaga hins kunna, norska rithöfundar, er per- sónulegust og ristir dýpst af bókum hans. Höfuðpersón- unni er teflt fram í höfundar stað í enn ríkari mæli en í öðrum bókum hans. Ef til vill er það þessi þáttur, sem gerir bókina jafn spennandi og raun ber vitni. Frásagnar- stíllinn er léttur og leikandi, og fléttaður ríkum húmor. Sagan gerist á tveimur stuttum sumarvikum, á þeim tíma, er sumarið fer að skynja að haustið svífur að. Dr. Knut Holmen, háls-, nef- og eyrnalæknir, hefur sent fjölskyldu sína út í sumarbústaðinn og ætlar einsamall að halda upp á fertugsafmælið í Oslo. Þá hittir hann fólk, sem kemur af stað hugsunum, sem hann hefur fram að þeim tíma reynt að forðast. — Fjöru- tíu ár — er þá ekki tímabært að horfa um öxl, getum við þá ekki spurt okkur: Hvernig hefur þú varið lifi þínu, stenzt það gildismat, sem þú hefur tamið þér? örid Tvær magnþrungnar vikur líða fyrir sjónum okkar í upp- gjöri, alvöru og áhyggjuleysi, alltaf með angurværa snert- ingu haustsins að baki. . Uppgjöiw fjallar um hluti, sem við öll þekkjum og skilj- um. Við verðum öll, fyrr eða seinna, að gera upp reikning- ana við lífið. Sigurd Hoel grípur efnið þannig tökum, að við viljum gjarnan hafa bókina í bókaskápnum, bók til þess að grípa til aftur og aftur. Bók 367 í lausasölu kr. 2.640,00. HEB-verð aðeins kr. 2.200,00. V. J

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.