Heima er bezt - 01.05.1977, Page 9

Heima er bezt - 01.05.1977, Page 9
SIGURÐUR H. ÞORSTEINSSON: SENDIBRÉFIÐ Berlín 2. 10. 197.. LSKU VINUR. Nú eru liðnar nokkrar vikur síðan ég kvaddi ísland, sá skilnaður var mér ekki Ijúfur. Hug- “■ urinn leitar oft til baka til þessa lands, landsins, sem var svo allt öðruvísi en mitt eigið, svo fagurt og ósnortið. Þú veist ekki, að ég var sex ár í Alexandríu í Egypta- landi, við jaðar sandauðnarinnar. Skóglausar sandauðnir eru því kannske ekki nýjung fyrir mig. ísland var samt í fjölbreytileika sínum svo stórkostlegt og aðdáunar- vert, að ég get ekki gleymt því um langan aldur. Þú verður að fyrirgefa mér að skrifa ekki fyrr og að hafa notað tímann eftir að ég kom heim til að falla aftur eins vel og ég gat í minn gamla farveg starfs og félaga. Við skulum vera fullkomlega einlæg hvort við annað. Ég er ekki ung lengur og vil því líta hlutina í raunhæfu ljósi. Ég lít því svo á, að ég hafi aðeins verið þér sumargleði s.l. sumars í lífi þínu. Þú ert giftur, átt þína fjölskyldu, atvinnu þína, áhuga- mál þín. Það kann vel að, vera, að þú sért ekki alltaf sammála konu þinni, en þið eigið langt samlíf að baki, börn, og svoleiðis lagað hlýtur alltaf að ganga fyrir. Ég hefi á mínum herðum afar ábyrgðarmikið starf, sem stjórnandi stórs skóla og æfingaskóla í sambandi við hann. Svo þér má vera ljóst, að við höfum bæði á herðum þunga ábyrgð í lífinu, sem við verðum að sinna. Stundum, þegar ég sit og les morgunblöðin, verður mér litið upp og hugsað til íslands og þín. Ég fæ enn ekki skilið, hvernig ég lét svo gersamlega fallast fyrir kossum þínum og ástaratlotum og gekk eins langt og ég gerði, með fyrsta og eina karlmanninum í lífi mínu. En á þessum dögum varðst þú mér svo innilega kær og svo mikill hluti af mér. Öll framkoma þín jafnt við mig og aðra heillaði mig. Þú varst svo einstakur. Hefðir þú beðið mig þess, hefði ég komið aftur til þín og sofið hjá þér, ég hefði ekki staðist þig. En ég er þér svo óendanlega þakklát, að þú baðst mig ekki að gera það aftur, en varst samt jafn einlægur og kurteis við mig, eins og ekkert hefði skeð. Allan septembermánuð hefi ég beðið með spenn- ingi og ótta og hugsað um það sem skeði, af góðum og gildum ástæðum. Þessi eina nótt okkar hefði vissulega getað haft sínar afleiðingar. Getnaður barns okkar hefði getað átt sér stað. Er ég spurði þig, hvað við ættum að gera ef úr þessu yrði barn, svaraðir þú, að þá skyldi ég koma til þín. En bæði gerðum við okkur ljóst, hvílíkum breytingum slíkt mundi valda á lífsháttum okkar. Fyrir mig að fara til íslands, var ekki nein breyting til batnaðar, og ekki virtist þér heldur bregða, er ég sagði þér, að þetta gæti gjörbreytt öllum lífshögum mínum. Þú ert giftur, og ég hefði ekki getað hugsað mér að valda þar neinum breytingum. En þér brá, þegar ég sagði, að barn mundi eyðileggja lífsstarf mitt. Eg er frá upphafi vön sjálfstæði og að ráða mér full- komlega sjálf að öllu leyti og hefi ekki látið eldra fólk fjölskyldunnar ráða yfir mér. í þessari neyðaraðstöðu hefði þó ekki orðið um annað fyrir mig að ræða en leita til foreldra minna um hjálp. Vissulega hefði slík hjálp verið fúslega veitt, en stolt mitt hefði goldið þungt af- hroð. Ég var því örlögunum sérdeilis þakklát, er í ljós kom að ég var ekki barnshafandi, hversu mikið og oft, sem ég hefi óskað mér að ég ætti barn. En undir þessum kringumstæðum hefði það síður en svo verið ákjósan- legt-................... Nú lifi ég áfram lífi mínu, eins og ekkert hafi í skor- ist, og þó. Ég vinn mín störf, en auk stjórnunarinnar þarf ég að kenna sex stundir á dag. Sú kennsla er aðal- lega í frönsku, þótt ekki sé það mitt uppáhalds mál, né Erakkar neinir vinir mínir, og svo nokkrar stundir í Latínu. Elsku vinur. Þegar við nú lítum til baka á þetta ævin- týri okkar, sem ég satt að segja minnist enn daglega, þá kemst ég ekki hjá að minnast hinna ástúðlegu arlota þinna. Ég finn enn skeggbrodda þína við mjúkt hörund brjósta minna. En hversu mikil sem þrá mín er, verður kynnum okkar að vera lokið. Staða mín þolir ekki, að ég leyfi mér svona lagað. Jóíin eru framundan. Þá mun ég sitja heima og minn- ast þín. Leyfðu mér að gefa þér eitthvað í jólacrjöf. Segðu mér, hvað það á að vera. Eitthvað, sem þér getur fundist verulega vænt um. Eitthvað, sem minnir þig alltaf á mig og okkar örstuttu kynni. Elztu dóttur þinni, sem var með í ferðinni, sendi ég jólagjöf sér. Hún var svo sæt og lík þér. Elsku vinur. Láttu mig nú heyra frá þér í síðasta skipti. Ekki reyna að hafa samband við mig eða koma til mín. Afleiðingar þess get ég ekki ábyrgst. Þín elskandi Anna. Heima er bezt 153

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.