Heima er bezt - 01.05.1977, Síða 21

Heima er bezt - 01.05.1977, Síða 21
kom að því, þá flaug lóan af eggjunum. Og alltaf upp frá því var hún á hreiðrinu þegar ég kom að því. í fyrstu var hún mjög stygg, en svo fór hún að venjast komum mínum. Eg fór ávalt hægt og revndi að vekja sem minnstan hávaða. Og síðustu dagana gat ég staðið lengi rétt hjá hreiðrinu og horft á lóuna án þess að hún hreyfði sig. Ég er viss um að ég hefði getað tekið hana af hreiðrinu ef ég hefði viljað. En ég vildi ekki hrella hana með því. Ég veit að lóan hefur þekkt mig, því þegar einhver var með mér, þá fór hún strax af hreiðr- inu og barmaði sér mikið. Sumir fuglar eru mjög tryggir við hreiðrin sín. Þeir verpa í sama hreiðrið ár eftir ár. Ég vissi til að sami spóinn varp í sama runnanum ár eftir ár. Runni þessi var á melbarði, sem seinna var gert að túni. Það var herfað með ýtu að haustlagi. Fáeinar hríslur stóðu eftir af runnanum. Næsta vor kom spóinn og varp á milli hríslanna. Þetta vor var flagið fullunnið og gert að túni. Svolítill blettur í kringum spóahreiðrið var skilinn eftir óunninn. Spóinn yfirgaf ekki hreiðrið þótt oft væri verið að vinna daglangt í flaginu með dráttarvélum. Hann kom upp öllum ungum sínum og þeir flugu út í buskann. Næsta vor kom spóinn enn og bjó sér til nýtt hreiður í runna við nýræktina. Þegar byrjað var að slá var hreiðrið orðið tómt, allir ungarnir komnir burtu og síðan hef ég engar fréttir haft af þeim. Þegar ég var 5 eða 6 ára, varp lómur við litla tjörn nokkuð djúpa skammt hér frá. Ekki er annað æti í tjörninni en smákuðungar og ormar. Mest allt æti urðu lómshjónin því að sækja til sjávar. Það var gaman að sjá til þeirra, þegar þau komu fljúgandi utan frá sjó með lifandi síli í goggnum og fleygja þeim í tjörnina rétt hjá ungunum, sem ekki voru lengi að stinga sér á kaf til að ná í sílið. En þegar ungarnir voru tveir, þá veitti eitt síli ekki nema öðrum saðningu í bili. Hinn unginn varð því að bíða eftir næstu veiðiferð hjá mömmu eða pabba, til að fá sitt síli. Lómarnir fóru margar veiði- ferðir á dag og aldrei komu þeir tómhentir. Einhverja reglu hljóta þeir að hafa haft á því að sílin skiptust jafnt á milli unganna, því báðir höfðu þeir ávalt álíka vöxt og viðgang. Þannig gekk það langt fram á sumar, því lómarnir yfirgefa ekki tjörnina sína fyrr en ungarnir eru orðnir fullstórir fuglar. Frá því ég var 5 ára eru nú nær 35 ár og öll þau ár hafa lómarnir orpið við þessa sömu tjörn. Jæja þá er bezt að segja skilið við fuglana og nátt- úruna og halda heim til bæja. Heim í litla og lága torf- bæinn minn. Heim til pabba og mömmu. Þegar ég kem heim er enginn úti við, reykurinnn liðast um svarta rörið er liggur upp úr grænni þekjunni og á burstinni situr maríuerla, fugl heilagrar guðsmóður og svngur fagurlega. Þegar ég kem inn er pabbi að lesa húslestur- inn, enda er sunnudagur. Pabbi las alltaf húslestur á hverjum sunnudegi á sumrin. Og á hverju kvöldi frá veturnóttum til sumarmála. Þær bækur, sem hann notaði við lesturinn, voru Helgidagapredikanir eftir Helga Hálfdánarson og Hugvekjur eftir Dr. Pétur Pétursson. Á undan og eftir lestrinum, las hann sálm úr sálmabók- inni. Nema á föstudögum, þá las hann í Passíusálmun- um á eftir Hugvekjunum á kvöldin. Frekar þótti mér leiðinlegt að hlusta á predikanir Helga Hálfdánar á sunnudögum á sumrum einkum ef veður var gott. Ég átti bágt með að vera kyrr svo lengi inni ef gott var veður. Á veturna var allt öðru máli að gegna, þá var ekki eins gott til leikja úti við. Og á rúmhelgum dög- um var aldrei lesinn lesturinn fyrr en á kvöldin, er öll verk voru búin og við krakkarnir komnir í rúmið. Það er mér hugljúf bernskuminning þegar pabbi stóð upp við lampann í lágu baðstofunni og las upp úr Hugvekjum Péturs, skýringar og útleggingar á hinum helgu fræð- um kristinnar kirkju. Þegar lestrinum var lokið kom blessuð gamla konan, sem sinnti svo oft um mig á með- an ég var lítill. Hún Ias með mér bænirnar og signdi mig svo og fól mig guði á vald áður en ég sofnaði. Það voru friðsœlar stundir. Nú les enginn húslestra lengur. Pabbi mun lengst hafa haldið þeim sið hér í sveitinni, en hann hætti að lesa húslestra á árunum eftir síðari heimsstyrjöldina (um 1946). Þá var sjón hans og heilsa tekin að bila. Nú liðast ekki lengur reykur upp úr litla, lága torf- bænum mínum, honum er búið að jafna við jörðu og nýtt hús komið í staðinn. Og þar leikur enginn reykur um þekju. Hún á ekki lengur við vísan, sem hagyrð- ingurinn kvað, eitt sinn á fögrum vormorgni: Logn er yfir sveit og sæ, sólin gylíir velli. Rýkur í Borg og rýkur í Bæ, rýkur á Hafrafelli. BRÉFASKIPTI Guðný Sólveig Sigurðardóttir, Vötnum, Olfusi, Am., óskar eftir bréfaskiptum við stráka og stúlkur á aldrinum 24—30 ára. Æskilegt að mynd fylgi fyrsta bréfi. Hildur Pálsdóttir, Hreiðarsstöðum, Fellum, N-Múl., 701 Egils- stöðum, óskar eftir bréfaskriftum við stráka og stelpur á aldrin- um 17—18 ára. Jóhanna Guðfinnsdóttir, Amesi, Strandasýslu, 523 Finnboga- staðir, óskar eftir að komast í bréfaskipti við pilta og stúlkur á aldrinum 17—25 ára. Sólrún Pálsdóttir, Hreiðarsstöðum, Fellum, 701 Egilsstöðum, óskar eftir að komast í bréfasamband við stráka og stelpur á aldrinum 13—16 ára. Þorhjörg Bjamadóttir, XJtgarði 6, 700 Egilsstöðum, óskar eftir að komast í bréfasamband við stráka og stelpur á aldrinum 13— 16 ára. Guðbjörg Pálsdóttir, Hreiðarsstöðum, Fellum, 701 Egilsstöð- um, óskar eftir að komast í bréfasamband við stráka og stelpur á aldrinum 13—16 ára. Heima er bezt 165

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.