Heima er bezt - 01.05.1977, Qupperneq 23
Reinhard Froehner (Kulturgeschichte II, bls. 50—51)
getur þess, að sá siður að kljúfa nasirnar á hestum sé
nefndur af Marx Fugger í riti hans Wie und tva man
ein Gestút... aufrichten soll, (Worms) 1578 Fol., bls.
149. Eftir skoðun Fuggers heyrði þessi aðgerð þeim
prettum til, sem hrossakaupmenn neyttu til að fjar-
lægja eða dylja galla varnings síns. Meðal annarra slíkra
pretta nefnir hann: að klippa hangandi evru, að sverfa
tennur hesta og hringa á hófum þeirra, að stinga gler-
flísum í kvikuna til þess að gera þá viðkvæma fvrir
sporunum, og að koma á þá tilbúnum blesum. Froehner
segir enn fremur, að nokkurn veginn hinum sömu prett-
um sé lýst af G. P. Hoenn í Betrugs Lexicon frá 18. öld.
Aðgerð þessi vakti athvgli von Eisenbergs baróns, er
hann varð var við hana hjá Törturum á 18. öld. Þegar
hann spurði um ástæðu til þess, var honum sagt, að það
væri siðvenja í landinu. Hann grunaði þó, að tilgangur-
inn væri að gera hestunum léttara um andardrátt og
auka flýti þeirra í kappreið, en bætti við, að í raun og
veru þyrfti ekki neinn uppskurð í þeim tilgangi, af því
að hestar Tartara væru óþreytandi og afar fjörugir.
Þar að auki, sagði hann, „kljúfa þeir eyrun á hestum
sínum. Ég get ekki hugsað mér ástæðuna til þess, en ég
held að það sé skyldara sérvizku en nauðsyn.“
í grein „Modeoperationer paa Hovedet af husdyr,"
skýrði danskur dýralæknir, C. Grove Vejlstrup, frá því,
að það hefðu einkanlega verið Ungverjar og Spánverj-
ar, er klufu nasirnar á hestum sínum til þess að láta þá
líta fjörugri út og um leið til að koma í veg fyrir, að
þeir hneggjuðu.
Froehner telur það hafi verið Tatara, er fluttu með
sér siðvenju þessa til Vestur-Evrópu, en Gerhard Eis
stakk upp á öðru, sem eftir minni skoðun verðskuldar
nákvæma yfirvegun.
Eis vísaði til handrits Meisters Albrants, sem var senni-
lega ritað á öndverðri 15. öld og felur í sér alls konar
ráð til fegrunaraðgerða á hestum ásamt tilvísun til 90.
Davíðssálms. í ýmsum löndum hefur almcnningur haft
það fyrir sið að kvcða hinn 90. Davíðssálm sem varnar-
ráð handa húsdýrum sínum, og hefur þessi siðvenja yf-
irleitt verið talin sprottin fyrir áhrif frá klaustrunum.
En Gerhard Eis heldur því fram, að siður þessi kunni
að vera runnin frá rabbínaskólunum engu síður en frá
klausturbókasöfnum. Enn fremur, segir hann, að að-
gerðirnar á hestum, sem um er getið í handritinu, svo
sem tilraunir til að láta hesta líta út fyrir að vera fjör-
ugir, til að gera þá fallegri og til að gera þá fljóta í
kappreiðum, séu slíkar, að þær myndu hafa tíðkazt hjá
hestatamningamönnum við paðreima miðausturlanda.
Vegna þess telur hann, að handrit Meisters Albrants
kunni að fela í sér arfsagnir frá paðreimum fornaldar,
sem hestatamningamenn og hrossakaupmenn af gyð-
ingaættum hcfðu geymt í árþúsundir.
Að sjálfsögðu hafa Gyðingar og Tatarar ekki flutt
siði sína til íslands. Þar að auki hafa fegrunaruppskurðir
á eyrum og sterti hcsta, t. d. anglisering eða coupering
ekki tíðkazt hérlendis.
Það kann þó að vera, að íslendingar sjálfir hafi flutt
þann sið að spretta upp í nös á hestum til landsins beina
leið frá Miklagarði. Ófáir voru þeir ungu íslendingar,
er gerðust Væringjar á miðöldum og fluttu mcð sér
til íslands orðið paðrcimur, sem var afbökun á griska
orðinu hippodrome. Má telja víst, að þeir hafi oft horft
á kappreiðar á paðreiminum. Ungum mönnum úr Skaga-
firði, er áttu stóra hrossahópa hcima, hefði ekki aðcins
þótt gaman að sjá fjöruga hesta með flæstar nasir í
kappreiðum, heldur einnig að geta riðið hestum nteð
slíkt útlit heima á íslandi og teyma þá til hestaats. Við
heimkomuna er ekki svo ólíklegt, að þeir hafi farið að
spretta upp í nös á reiðhestum sínum, og með tímanum
breiddist nýbreytni þessi út um Skagafjörð. Á íslandi
var þó ekki mikið um kappreiðar, og eftir árið 1623
var hestaat harðbannað af kirkjunni. En af því að al-
menningi í Skagafirði þótti mikið til koma um hcsta
með flæstar nasir, lcið ekki á löngu, fyrr en fundin var
viðbótarástæða til að afsaka áframhald siðvenjunnar:
að spretta upp í nös á hestum hefði þá verið við hey-
mæði.
Heimildarmenn mínir eru sammála um, að siðvenja
þessi hafi verið einskorðuð við Norðurland. Þó að séra
Jónas segi, að venjan hafi lagzt niður um árið 1870,
hcfur hún í raun og veru haldizt til okkar daga. Að
öllu meðtöldu hafa sex heimildarmenn mínir annað-
hvort séð cða átt hesta, sem sprctt hafði verið í nös á,
og voru allir þeir hestar úr Skagafirði.
Dauf endurminning um hina upphaflegu ástæðu til
uppskurðarins finnst í skýrslu konu úr Berufirði, f.
1906: „Gamalt mál var, að hestar yrðu þolnari cf sprett
væri upp í nösina. Það er í samræmi við, að miklir
hlauphestar væru með flæstar nasir.“ En eins og áður
var sagt, fundu menn mjög snemma nýja átyllu til að
spretta upp í nös á hcstum, þ. e. að uppskurður þcssi
verði þá hcymæði. Eftir að Búnaðarrit íslands var
stofnað árið 1887 og eftir heimkomu bændasona, er
höfðu stundað nám við búnaðarskóla hér á landi eða
jafnvel erlcndis, féll þó þessi ástæða einnig úr gildi til
að gera uppskurðinn. En í Skagafirði naut siðurinn svo
mikillar virðingar, að erfitt var að leggja hann alvcg
niður. Auðveldara var að finna upp nýja ástæðu til að
halda honum áfram. Því var farið að skera eigandamörk
í nös á hestum. Auk Skagfirðings, er heldur því fram,
að þetta gerist enn í dag á sumum bæjum þar um slóðir,
segjast Eyfirðingar, Borgfirðingar og Húnvetningar
hafa séð á þessum árum skagfirzka hesta með eiganda-
mörk skorin í nös.
Saga þessarar aðgerðar er greinilegt dæmi um þróun
þjóðtrúarhugmyndar, eins og Sæmundur Eyjolfsson
skýrði frá („Þjóðtrú og þjóðsagnir," Tímarit Hivs ís-
lenzka bókmenntafélags 1891, bls. 144): „Þcgar einhver
hugmynd eða einhver trú cr orðin mjög rík og rótgró-
in, þá þarf mjög langan tíma og mjög mikinn krapt til
þess að uppræta hana með öllu, og það er ef til vill eigi
unnt. — Með hversu miklum krapti sem barizt er gcgn
henni, þá er ef til vill eigi unnt að eyðileggja hana til
fullnustu; hún lætur að svo miklu leyti undan, að hún
tekur sjer aðra mynd.... Þjóðtrúarhugmyndirnar fara
Heima er bezt 167