Heima er bezt - 01.05.1977, Page 29

Heima er bezt - 01.05.1977, Page 29
mætasta eign okkar. Við getum hugsað okkur hversu umhverfið yrði óhrjálegt og lífvana ef þar væri ekkert nema blásnir melar, urðir og grjót. Gróðurinn er fall- egur í Akureyrarkaupstað, en samt sem áður er hægt að benda á ýmislegt skuggalegt í nágrenni hans. Fróðir menn telja það vera tímaspurning hvenær Glerárdalur og Vaðlaheiðin verði að örfokasvæðum, svo hafi gróðri þar hrakað á allra síðustu árum. Ætti þó ekki að vera ýkja mikill veðurfarsmunur á þessum svæðum og í sjálfum kaupstaðnum, þótt einhver sé hann vafalaust þar sem hæðarmunar gætir. Dæmin um Vaðlaheiðina og Glerárdalinn má finna út um allt ísland. Það er stað- reynd að árlega bera vindar þúsundir tonna af fóstur- jörðinni á haf út, en samt látum við eins og ekkert sé að gerast. Hið sögufræga orðtak: Syndafallið kemur eftir minn dag, virðist vera einkunnarorð tímans. FLJ ÓTSHLÍÐIN Höf.: Jakob Jóh. Smári. I. Úthlíðin ljómar öll af dýrð og gliti allskonar blóma, kafa-grasi vafin. Undraverð frjómögn eru’ í moldu grafin. Ilmurinn berst með vindsins hæga þyti. Sumarið varma gefur líf og liti líðandi brekkum, hólum, ám og fjöllum. Hérna, langt burtu frá glaums og glamurs köllum, gott er að hvílast rótt af dægra-striti. Mér finnst þú eiga allt, sem hugur kjósi, Úthlíð! — Þín frjósemd mein og sorgir græðir. En Þríhyrningur yfir lágar hæðir augunum beinir móti himna-ljósi. Hann, þegar sálu mannsins bitrast blæðir, bendir að jarðar-þránna hinsta ósi. II. Innhlíð! Ó, þú ert álfaheimur fagur íslenskra lækja, fossa’ og brattra hlíða. Við þínum tindum brosir morguns blíða, þar bíður fram á kvöldi hinn rjóði dagur. Já, þú átt íslands indælustu nætur, er allar vættir sali landsins prýða. Og sem í Eden áður, sveitin fríða, ormurinn, fljótið, nagar þínar rætur. Eytt er nú þinna skóga skrúða-band, — skaðinn er langur, hverful gróða-stundin, — en fjarri, bak við aura’ og eyðisand, þú eygir sólskin glampa’ um Merkur-lundinn. Þú mænir alltaf inn á Goðaland, en ert, sem ég, í harða fjötra bundin. Varla verður svo opnað blað eða tímarit að ekki megi finna þar ástarjátningar til framtíðarinnar. Og þeir eru ekki svo fáir milljarðarnir sem við verjum í hennar þágu, til skóla-, fræðslu- og uppeldismála, ýmis konar skipulagsmála o. fl. o. fl. Þó vitum við fullvel að hverf- andi kynslóð veit sjaldnast hvernig hin komandi hag- ar sínum málum, og fær oftast reyndar engu um það ráðið af augljósum ástæðum. Reynslan sýnir að fram- tíðinni finnst fortíðin hafa verið skelfing vitgrönn og þekkingarsnauð og hverfur að eigin duttlungum, hag- kvæmni eða smekk. Þess vegna er það raunar eina skylda kynslóða að skila landinu a. m. k. jafngóðu, ef ekki betra, í hendur afkomendanna. Allt annað ráðslag hefur lítið uppá sig. En núlifandi kynslóðir munu ekki fá fögur eftirmæli framtíðarbarna ef það verður hlut- skipti þeirra að skila vindblásnum melum, urðum og grjóti ásamt eyddum fiskimiðum í hendur þeirra sem eiga að erfa þetta land. SKÓGURINN Höf.: Sigurður Jónsson frá Arnarvatni. Af gróðri jarðar er hann sem hæst til himins krónuna teygir. Um hauður, og jarðar hjarta næst, hann haldfastar rætur sveigir. Að dýpt og hæð ber hann drottinvald yfir dásemdum gróandi vallar. Og undir hans skartbúna skikkjufald er skýlt, þegar sumri hallar. Og vorboðans fyrsta frelsisteikn um fagurlim roðnandi leikur. Þó enn sé vetur og frostafeikn, hans fjörshöfgi dvínar sem reykur, er dagurinn hækkar sitt skínandi skeið, sem skógurinn Ijósti þá spori. Og fögnuður blikar af brumandi meið, sem býst móti lífþrungnu vori. Hann dregur að föng frá djúpi og hæð, og drýgir svo frjómoldargrunninn. En fjölgresið, háð sinni hæðar smæð, svo hagnýtir nægtabrunninn. Hann ver það og ber af því byljakast. Þó blöð hans í harðviðrum fölni, hans skjólstæðing herjar ei hretið hvasst, svo hætt sé hann óvörum sölni. Hinn veikbyggði gróður vörn og traust hér veit sér, og snýst til fylgdar, sem hópist hann saman við hirðisraust í hlé við eikurnar gildar. Öll er sú gróandans fylking fríð og frjósemin ofar vonum; en skógurinn áþekkur aðalslýð, og yfirbragð mest hjá honum. Framhald á bls. 178. Heima er bezt 173

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.