Heima er bezt - 01.05.1977, Side 30
ÞÓRARINN E. JÓNSSON
PRin5E55fl
í útlegð
Saga í
miðaldastíl
„Þetta hefur verið afreksmaður með afbrigðum,“ mælti
Hrólfur, er Bjarnharður hafði lokið frásögninni. „Mér
kæmi það heldur ekki á óvart, þó að einnig þú gætir af-
rekað þessu líkt, ef tilefni gæfist til.“
Að svo mæltu yfirgaf lífvarðarforinginn Bjamharð
greifa og fór sína leið.
Bjarnharður hafði ekkert sérstakt fyrir stafni. Hann
gekk áfram í góða veðrinu og leiddi hugann að breyttum
lífsviðhorfum.
Allt í einu kom hann að stað, sem honum fannst hann
kannast við. Hann fór að athuga þetta nánar og mundi þá
eftir leynidyrunum, sem lífvarðarforinginn hafði hleypt
honum út um.
Bjarnharður heyrði einhvern koma hröðum skrefum.
Hann smeygði sér í skyndi inn á milli trjánna, sem þarna
stóðu þétt saman. Hann var svo vel falinn, að hann gat
ekki fundizt, nema þreifað væri á honum.
Komumaður horfði vandlega í kring um sig, en sá
engan. Hann gekk að varnarmúrnum, snerti leynifjöðr-
ina með þjálfuðum handtökum. Hurðin opnaðist og mað-
ur mikill vexti snaraðist inn.
„Er allt tilbúið?“ spurði hallarbúinn. Bjamharður
þekkti þegar að sá sem spurði var annar trúnaðarþjónn
prinsessunnar.
Mennirnir töluðu í lágum hljóðum, en Bjarnharður gat
þó heyrt orðaskil:
„Næstu nótt á að ráða prinsessuna af dögum. Foringinn
leggur mikla áherzlu á, að sú tilraun misheppnist ekki
eins og sú fyrri. Ég kem með minn flokk næstu nótt, hérna
að hallargarðsveggnum.
Varðmenn úr okkar hópi standa á verði á næstu stöð-
um. Þú verður að vera til taks að opna dyrnar undir
eins og varðmaðurinn gefur merki. Þegar hann verður
okkar var, þá lætur hann hlut detta hérna niður, rétt við
leynidyrnar. Þetta er rauður fáni með mynd af fljúgandi
dreka. Þú vefur fánann utan af hlutnum. Verði fáninn
heill, þá verður atlagan gerð, og þú opnar dyrnar. Sé
fáninn aftur á móti rifinn sundur til hálfs, merkir það,
að hætt sé við árásina í bili.“
Að svo mæltu fór komumaður sína leið, út um leyni-
dyrnar, sem þjóninn lokaði á eftir honum.
Bjarnharður stóð þarna þrumulostinn. Þetta var þá
samsæri, vel undirbúið og þrauthugsað, til þess að ráða
prinsessuna af dögum.
Prinsessuna. Hversvegna prinsessuna? Þessa hugrökku
og fögru konu. Hver var þarna að verki?
Ósjálfrátt datt Bjarnharði Grímar hertogi í hug, en fékk
ekkert samhengi þar á milli.
Nú lá það næst fyrir að finna Hrólf lífvarðarforingja
og skýra honum frá samsærinu.
Bjarnharður vissi nú, að óvinir prinsessunnar voru
jafnt innan hallarmúranna sem utan þeirra. Hann varð
því að láta það líta svo út sem hann hitti Hrólf af til-
viljun. Engan mátti gruna hið sanna.
Bjarnharður gekk í rólegheitum áfram í góða veðrinu
og gáði þó vel að öllu. Hrólf lífvarðarforingja fann Bjarn-
harður loks uppi á hallarmúrnum, þar sem hann spjallaði
við einn varðmanninn.
„Fallegt er útsýnið héðan að sjá, Hrólfur lífvarðarfor-
ingi. Þessi fögru fjöll eru dásamleg til að sjá. Þér hafið
aldrei sagt mér neitt um þau.“
„Ég sé að þér eruð á skemmtigöngu, herra greifi,“ mælti
Hrólfur. „Ég minnist þess, að hans hátign konungurinn,
gaf mér fyrirmæli um að leiðbeina yður og aðstoða. Þar
sem ég hef lokið þessari eftirlitsferð minni, þá get ég
leyst úr spurningum yðar. Við skulum fyrst byrja að at-
huga fjöllin, sem sjást þarna í fjarska. Komið!“
Að svo mæltu yfirgaf Hrólfur varðmanninn og gekk
burtu með Bjarnharði.
„Hvað ber til þess, að þú hittir mig hér uppi á hallar-
múrnum?“ mælti Hrólfur. „Slíkt hefur aldrei borið við
fyrr. Er eitthvað að?“
„Já. Mjög mikilsvert mál,“ hálfhvíslaði Bjarnharður.
„En hér getum við ekki rætt það.“
„Við skulum bráðum fara niður í hallargarðinn og
spjalla þar, en fyrst skulum við skoða fjöllin þama. Ég
sé ekki betur en varðmaðurinn gefi okkur auga.“
Þeir gengu um á múrnum masandi, og virtust ekki
hugsa um neitt annað eri dásemdir náttúrunnar.
„Nú skulum við koma niður í hallargarðinn og spjalla
saman fyrjr allra augum,“ mælti Hrólfur.
„Þetta mun bezta ráðið,“ svaraði Bjarnharður.
Þegar út á flatirnar kom, mælti Hrólfur:
„Jæja. Hvað er það þá, sem þér liggur svo þungt á
hjarta?“
„Þú ert viss um, að enginn heyri til okkar. Þú skalt
búast við miklum tíðindum. Gáðu að því að koma ekki
upp um okkur, að við séum að ræða saman mikilsvert
leyndarmál. Við skulum gera ráð fyrir, að fylgzt sé með
okkur ofan af hallarmúrnum. Út um glugga hallarinnar.
Jafnvel undan hverjum runni.“
„Sei, sei,“ svaraði Hrólfur. „Það er engu líkara en að
þú hafir komist að yfirlögðu samsæri.“
„Það er einmitt það, sem ég hef komizt að,“ mælti
Bjarnharður og sagði Hrólfi frá öllu því, sem hann hafði
heyrt og séð.
„Hér er mál, sem konungurinn gæti bezt til lykta leitt.
En hann fékk leynileg boð um, að nauðsyn bæri til þess,
að hann kæmi hið bráðasta til kastalans, Hamraborgar.“
„Hamraborgar," hraut út úr Bjarnharði. „Er það ekki
rammgert vígi.“
„Jú, það er rammgert mjög og nær óvinnandi. En nú
174 He'tma er bezt