Heima er bezt - 01.05.1977, Side 33
á ferðum þínum, nema um beinan hernað hafi verið að
ræða. Svo veit ég ekki, hvort líf mitt hefði verið betur
tryggt heima í höllinni. Mér hefur virzt einhver spenna
í loftinu seinustu mánuðina.“
„Hvað er það sem þú veizt, Matthildur drottning?11
mælti konungur. „Líklega ekkert með vissu fremur en
ég sjálfur. Annars hefðir þú sagt mér það.“
„Vissulega; herra,“ svaraði drottning. „Grímar hertogi
hefur mér alltaf fundizt viðsjáll og falskur. Ég hef oft
spurt sjálfa mig að því, hversvegna þú hafir lyft honum
svo hátt til vegs og virðingar."
„Það er í tvennum tilgangi gert,“ mælti konungur.
„Annars vegar met ég vit hans og stjórnarhæfileika, því
þeir eru miklir. Hins vegar finnst mér maðurinn háll og
ekki allur þar sem hann er séður. En komi það berlega
fram, að svik búi undir gagnvart mér eða ríkinu, má
alltaf taka í taumana.“
Samtalið hætti, er konungur gaf merki um, að hér
vildi hann æja og hvíla hestana.
Eftir stutta áningu var haldið af stað aftur. Það var
liðið á daginn er leið þeirra lá inn dal nokkurn, girtan
háum fjöllum. Lengra inni í dalnum var skarð, þar sem
leiðin lá yfir fjallið upp úr dal þessum.
Konungur lét nokkra menn ríða á undan, en kom á
eftir með meginflokkinn. Allt í einu kom einn maðurinn
til baka á harða spretti.
„Er nokkuð að?“ kallaði konungur. „Já, herra,“ svaraði
Reinald. „Það situr herflokkur upp í skarðinu og ver
leiðina."
„Ég sé ekki betur en þarna sé annar flokkur hermanna
að baki okkar," mælti konungur og hreykti sér í söðl-
inum.
Konungur greip horn mikið, sem hékk við hlið hans
og blés í það. Menn hópuðust saman. „Við erum komnir
í gildru,“ hrópaði konungur. „Hleypum hestunum og
reynum að ná hjallanum þarna. Þar er ágætt til varnar.“
Þessu herbragði þeirra var svarað með hornablæstri á
tvo vegu. Óvinirnir komu þeysandi úr tveim áttum. Nú
varð að ná hamrahjallanum, því fjöldi óvinanna var það
mikill, að vörnin var vonlaus nema betri aðstaða næðist.
Það vár brátt sýnilegt að þetta myndi heppnast. Fjand-
mennirnir voru lengra í burtu en svo, að þeir gætu
komið í veg fyrir að konungur og menn hans næðu hjall-
anum.
Konungur og menn hans skildu hestana eftir og klöngr-
uðust upp brattann. Drottning stóð sig furðu vel fyrst,
en mæddist skjótt, þar eð hún var komin af léttasta skeiði.
Menn konungs hlífðu drottningu við bogaskotum óvin-
anna; sem nálguðust óðfluga.
Einn konungsmanna, risi að vexti, greip drottninguna
á handlegg sér og hljóp samt í fararbroddi upp brattann.
Konungur og menn hans komust bak við klettarana og
klöngruðust upp þrönga gjótu í skjóli hans. Uppi á hjall-
anum var gott vígi. Þar gátu þau varizt ofureflinu langa
hríð.
Þegar upp á hamarinn kom, gekk konungur fram á
hamarinn og spurði hver stæði fyrir þessari herför.
„Það skiptir þig engu, konungur,“ var kallað að neðan.
„Hér ertu veiddur eins og mús í gildru og kemst ekkert.
Þér er bezt að gefast upp strax.“
„Ég fer nærri um hverjir þið eruð, svikarar,11 kallaði
konungur á móti. „Ef þið eigið erindi við mig, þá skuluð
þið bara sækja okkur með vopnum. En vita skuluð þið,
að þið munuð fá varmar viðtökur“.
Sem svar við þessum orðum konungs, skullu á honum
örvar frá óvinunum^ en konung sakaði ekki. Herklæðin
hlífðu.
Konungur bjóst til varnar og menn hans. Á tveim
stöðum var hægt að komast upp á hjallann. Annars vegar
upp gil, og var þar hægra upp að komast, Hinum megin
var illfær gjóta, sem konungur og menn hans höfðu
faríð um upp á hjallann.
Konungur lét fáa menn gæta gjótunnar. Þar var nóg
grjót til varnar. Sjálfur bjóst hann til varnar við gilið,
því þar hlaut aðalsóknin að verða.
Konungur mælti til sinna manna: „Hraustir drengir!
Hér er um líf mitt að tefla fyrst og fremst. Ég skipa eng-
um ykkar að stofna lífi ykkar í hættu mín vegna.“
„Hættið, konungur, segið ekki meira. Við stöndum eða
föllum með konungi vorum,“ kölluðu margir. „Lengi lifi
konungur vor!“
Sem svar við herópi þessu komu óvinirnir æðandi upp
gilið stríðum straumi. Þeir ætluðu sér sýnilega að yfir-
buga konung og hans menn á svipstundu.. En þeir kom-
ust brátt að raun um, að þarna var aðstaðan verri en
þeir hugðu, og svo hafði konungur úrvals liðsmenn til
varnar. Þó var einn sá í liði konungs, sem bar af öðrum
í vörninni. Hann hét Björn og hafði viðurnefnið hinn
sterki.
Björn sterki gekk berserksgang. Hann ruddi óvinunum,
sem að honum sóttu, jafnskjótt niður aftur. Sumir þeirra
stóðu ekki upp framar.
Bráðlega dimmdi af nóttu. Óvinirnir urðu frá að hverfa
í bili vegna myrkurs.
Menn konungs voru á verði, eftir því sem þurfa þótti.
Meginliðið hvíldi sig.
Bráðabirgðaskýli var hrófað upp úr grjóti. Þar hvíldist
drottningin. Höfðu hermennirnir hlúð að henni á allan
hátt, sem þeir gátu bezt.
„Kaldsamt er náttból hennar tignar, drottningarinnar,"
mælti konungur.
„Ekki svo mjög konungur. En hvernig líður hetjunum,
sem voru að hylla þig, áður en sóknin hófst?“
„Þeim bregður hvorki við sár né bana. Annars höfum
við engan mann misst. Nokkrir særðust en enginn lífs-
hættulega.“
„En þú, konungur? Ert þú ekki særður?"
„Ekki svo orð sé á gerandi. Ég varð fyrir axarhöggi
eins óvinanna. Að vísu dró skjöldurinn úr högginu. En
eitthvað mun ég hafa marizt, þótt herklæðin hlífðu, svo
þetta varð ekki banahögg, eins og tilræðismaðurinn ætl-
aðist til. En þetta högg varð hans síðasta. Björn sterki
þreif manninn og kastaði honum af heljarafli fram af
brúninni. Hann stóð ekki upp aftur. Nú skulum við
reyna til að hvílast, drottning. Þó um svefn verði vart
að ræða við þessar aðstæður."
„Já, konungur," mælti drottning. „Þegar birtir mun
ég reyna til að hlynna að særðum mönnum eftir megni.
En nú leitar hugur minn heim til hallarinnar, því búast
má við, að nú láti óvinirnir einskis ófreistað til þess að na
Júlíu prinsessu á sitt vald, dauðri eða lifandi.“
„Þetta munu þeir eflaust reyna. Einmitt nú, í fjarveru
minni. En auðnan ræður hvernig fer. Ég hugsa samt, að
prinsessan láti ekki gabba sig. Einnig mun okkar tryggi
Heima er bezt 177