Heima er bezt - 01.05.1977, Síða 34
og trúfasti kappi Hrólfur lífvarðarforingi verða vakandi
á verðinum. Svo er Bjarnharður greifi, gesturinn okkar.
Mér kæmi það ekki á óvart, þó hann yrði hæsta trompið
í spilinu okkar megin í þessum hildarleik.“
„Hver veit?“ svaraði drottning. — Þau konungur og
drottning hættu samtalinu og lögðust til hvíldar. Varð-
menn konungs ruddu niður grjóti og létu óvinina vita,
að dyggilega væri á verðinum staðið. Allt um kring
grúfði myrkrið. Gneistaflug frá veltandi grjótinu lýsti í
myrkrinu. Drunur og dynkir voru undirspil næturvök-
unnar.
Framhald í næsta blaði.
Framhald af bls. 173.
í lándnáms herförum hæst hann ber,
og hrjóstranna svefn hann rýfur.
Ef sterkur bylur um storðu fer,
hann strauminn á herðum klýfur.
Þá stórviðrajötuninn ólmur er,
hann enn er hinn hái og sterki,
um siglur og turna er sveipurinn fer,
þó sé hann þar nár að verki.
Hann sameinar styrk þann og fegurð sem
finnst
í fylling í gróandans ríki,
og geymir við hjarta sér eldinn innst,
þó orðinn hann sé að líki.
Hann yfirbragð mikið og búnað ber,
sem blikar af skrauti og fágun.
— í anda, „hjálmgöfgur hilmir“, þér
ég hneigi í ást og dáun.
Nýlega birtu fjölmiðlar fréttir um skóglendiseyðing-
una í landinu, byggða á rannsóknum og mælingum
hinna fróðustu manna. Lesendum Heima er bezt ættu
þó ekki slíkar fréttir að koma á óvart, því að ritstjóri
þessa rits gerði rannsókn þessa að umræðuefni í for-
ustugrein fyrir rúmlega þremur árum. Þar benti hann
á að þótti birkikjarrið á bersvæði þyki ef til vill ljótt
ásýndum, bæti það lofslag, auki á frjósemi jarðvegs og
geri ýmislegt annað gagn í lífsvistarkeðjunni, og síðast
og ekki síst hlífi það landinu við eyðingu og uppblæstri.
„Um leið og einn hektari skóglendis eyðist, verða
hundruð hektara sem skógurinn hefur verndað í hættu
og eyðast fyrr en varir. En þó að landið haldist gróið,
rýrna gæði þess ef skógur eða kjarr hverfur,“ segir
Steindór ennfremur. Hvorki meira né minna en 26,4%
af skóg- og kjarrlendi á bersvæði er á hraðri afturför
eða hefur hreinlega verið eytt, segja fróðustu menn
okkar um þessi efni. Er hægt að vefengja þessa um-
sögn? Og hvernig verður það land þar sem slíkt gerist?
í HALLORMSSTAÐASKÓGI
1899
Höf.:; Þorsteinn Erlingsson.
Ég elska þig björk, því þinn bróðir ég er;
sem brosandi sjúklingi heilsa ég þér
á reið yfir ríkið þitt snauða.
Þú þiggur minn koss, hann er kveðja frá þjóð,
sem kurlar það lifandi og tínir á glóð,
en elskar það dauðvona og dauða.
Já, indæli skógur, þú ert okkur kær,
en elskaðri samt, ef þín stund væri nær,
og þrefalt, ef þú værir dáinn.
Þá ættirðu að vita, hve sorg vor er sár,
og sjá eða finna, þau brennandi tár,
sem yltu o’ná elskaða náinn.
Fleiri Ijóð birtast þá ekki að sinni. — Kær kveðja.
E. E.
Við gullnámur í villtu vestri
Framhald af bls. 163 -------------------------
En ég minnist þessa ævintýris með hlýju, því að
allir voru svo samtaka um að ljúka verkinu. Svo
þiðnaði leirinn um vorið og færið varð mjög illt. Þá
var allur mannskapurinn settur í að höggva tré og
leggja þau þversum yfir forarvegina, svo að farar-
tækin gætu slampast yfir. Þá voru þyrlur einu sam-
göngutækin í nokkrar vikur og svo litlar flugvélar,
sem settust á smávatn. Það voru smíðaðir stórir sleðar
úr heiltrjám til að flytja menn á milli. Ofan á sleð-
ana voru festir bekkir til að sitja á. En svo urðu
forartroðningarnir svo djúpir, að það rann yfir sæt-
in. Þá stóðu menn á sætunum. Það var að vísu búið
að finna möl til að bera ofan í vegina, en það tók
tíma að koma henni á staðinn, því að fyrst varð að
byggja bráðabirgðabrú yfir fljótið Burntwood. En
ég var kunnugur því fljóti, þegar ég var á dýraveið-
unum forðum.
Þegar frost fór úr jörðu um vorið, kom fyrir, að
hinar stóru jarðýtur fóru á bólakaf, og tók oft lang-
an tíma að ná þeim upp. Þá var búið að byggja gríð-
arstórt eldhús, og við lögðum staura þversum fyrir
gangpalla til að komast á milli húsa. Það kom fyrír,
að menn duttu niður í forina, meira en hnédjúpa,
og urðu fastir á höndum og fótum í hinum límkennda
leir.
Framhald í næsta blaði.
178 Heima er bezt