Heima er bezt - 01.08.1977, Side 5

Heima er bezt - 01.08.1977, Side 5
Pála og Þorsteinn og börn þeirra árið 1963. f. 3ja janúar 1879 að Hreiðarsstöðum í Svarfaðardal, en var á yngri árum kenndur við Atlastaði, en Atlastaða- bræður voru merkir menn í Svarfaðardal og löngum kenndir við jörðina. Páll ólst upp hjá foreldrum sínum til 1900 er hann fór í Möðruvallaskóla og varð gagnfræðingur þaðan 1902. Lífsstarf hans var að miklu leyti bundið kennslu barna og unglinga samhliða búsýslu, sem hann stund- aði í Ártúnum í 30 ár, eða til 1946 er þau hjónin fluttu til dóttur sinnar Pálu í Hofsósi. Hann var meðalmaður á hæð all þrekinn, myndarlegur að vallarsýn, prúður en seintekinn, gat þó verið spaugsamur og skemmtinn, í vinahópi. Hann gegndi mörgum trúnaðarstörfum í Hofshreppi, þar á meðal í hreppsnefnd og oddviti í 6 ár. Páll giftist 1904 Þóreyju Halldóru f. 1875 Jóhanns- dóttur Jónatanssonar frá Hóli á Skaga. Öll sú fjöl- menna ætt er nefnd Krossaætt, úr Eyjafirði. Halldóru frænku mína í Ártúnum man ég sem hugljúfa afreks- konu sem gekk til sláttar eins og karlmaður og fór jafn- vel á sjó ef með þurfti, og var satt best að segja oft bóndinn og húsfreyjan á heimilinu, jafnhliða ljósmóð- urstarfi er hún stundaði í nærfellt 50 ár, en til ljósmóð- ur lærði hún í Reykjavík 1902. Á því sviði er henni best lýst með orðum sængurkvenna er sögðu að þrautir hyrfu er þær heyrðu að Halldóra var komin. Dætur Páls og Halldóru voru þrjár. Unnur, gift frú í Vestmannaeyjum, Anna ógift, ljósmóðir í Vestmanna- eyjum, og Pála, gift Þorsteini Hjálmarssyni símstjóra og póstafgreiðslumanni á Hofsósi. Pála tel ég að líkist móður sinni mikið og má hún þar vel við una. Hún ólst upp í Ártúnum ásamt systr- um sínum og fleiri ungmennum sem alin voru þar upp. Það var ekki malað undir krakkana eins og sagt er, þau voru látin vinna að öllum búverkum — slá með orfi og ljá og jafnvel segist Pála hafa farið í göngur, flestar sendiferðir lentu á henni, og á sjó fór hún með Sveini frænda sínum sem var á svipuðum aldri og alinn þar upp. Pálu þótti gaman að íþróttum, en þá var ekki um mikið að velja í þeim efnum það var þá helst að hún fór í fótbolta með strákunum Magnúsar læknis eða reyndi spretthlaup við þá. Þó var ein skemmtun sem freistaði hennar einna mest, hún var nefnilega mikill reiðglanni og sleppti ekki tækifærum að fara á bak, jafnvel lítið tömdum hrossum, og oft beislislausum og það þótti henni ekki ónýtt er hún fékk þau til að stökkva yfir vallargarðinn í Ártúnum. Mikill gesta- gangur var í Ártúnum sérstaklega á haustin og kom ekki ósjaldan fyrir að krakkarnir fengu ekki að sofa í rúmum sínum 4 til 5 vikur. Hún vakti yfir túninu þar Heima er bezt 245

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.