Heima er bezt - 01.08.1977, Page 8

Heima er bezt - 01.08.1977, Page 8
kemur maður á stað, sem á að veita ákveðna þjónustu og mætir þá þessu fullkomna afskiptaleysi. Það er eins og viðskiptavinurinn sé einhver gagnsær hlutur, sem augað staðnæmist ekki við. Það grípur hann sú tilfinn- ing, að honum sé algerlega ofaukið á þessum stað, og hann óskar þess, að hann gæti farið eitthvað annað. Allt endar þetta að vísu með afgreiðslu á erindinu, en maður er samt ekki laus við að kvíða fyrir því, að þurfa að koma aftur í þetta tómarúm tilverunnar. En svo kemur þetta skemmtilega tilvik fyrir þig, þegar þú kemur næst, að þér mætir maður með vak- andi vitund. — Hann er reyndar önnum kafinn við að afgreiða hópinn, sem fyrir er. En það er eitthvað í fasi hans — augnatillit eða vottur af brosi sem gefur til kynna að hann viti af þér. Það má vera, að þetta bros sé ætlað öllum hópnum, en ekki þér sérstaklega. En allt í einu finnurðu að þú ert manneskja, og annað og meira en gegnsær gripur. í loftinu liggur fyrirheit um afgreiðslu og biðtíminn er fljótur að líða. Hér var á ferðinni vituð eða eðlislæg iðkun þeirrar listar að fegra lífið — sem orkaði bæði á viðmótið og starfið, sem unnið var. En þá komum við að öðru mikilvægu atriði, og það er þetta. — Því viðmóti, sem vekur ánægju og gleði, fylgir venjulega önnur dyggð — alúð við það starf, sem verið er að leysa af hendi, en hún er einn mikils- verður þáttur í mótun fegurra mannlífs. Við gleymum því oft, að ekkert heiðarlegt starf er í sjálfu sér lítil- mótlegt. Það ræðst af hugarfari og viðhorfi þess, sem verkið vinnur, hve virðulegt það er; rétt eins og franski ábótinn setti aðalsmark á þá einföldu þjónustu að opna hliðin fyrir rútubílnum. — í hlutverki gegningamanns- ins iðkaði hann afi minn list hinna hversdagslegu starfa. Snyrtimennskan réði ríkjum í hlöðunni. Og þegar hey var leyst til gjafar, varð heystálið að vera þráðbeint og slétt, eins og þverhníptur hamar. Heykrókurinn hafði sama gildi fyrir verklist hans og meitillinn fyrir myndhöggvarann. — Þannig er listiðkun starfsins öll- um opin, í hvaða stétt eða stöðu, sem þeir standa. Skylda eins er að vísu ekki skylda annars. En sá sem kann skil á þessum leyndardómum, metur til jafns, hvort verk hans er fólgið í mjöltun eða milliríkjasamn- ingum. í listinni að lifa er efniviðurinn hvorki leir né léreft, steinn eða strengur — heldur maðurinn sjálfur. Það get- ur kostað langa leit fyrir hvern og einn að finna þá stefnu eða braut, sem er við hans hæfi — og sagt er að sú leit taki ekki enda fyrr en við höfum fundið þann guðdóm, sem í öllu og allsstaðar býr. — En margir eru þeir, sem þreytast á þessri göngu. — Það er til einskis að vinna — eg get ekki breytt mér — eg verð að vera eins og eg er gerður, segja menn, eða eitthvað í þá veru. „En þeim, sem eina lífið er bjarta brúðarmyndin, þeir brjótast upp á fjallið og upp á hæsta tindinn.“ SIGURÐUR GÍSLASON frá Kvíslaseli: Sölvi ]~felg œ rœoir vib sjálfan sig Labba ég sama leiða veginn, lúinn, sár og niðurdreginn. Yrði náttstað fjarska feginn — fyllast myndi nýjum þrótt. Enginn ræflum bíður beina, ból þeir eiga milli steina. Eins og þeir ég kaldur kveina — kveinin gleypir muggunótt. Enginn svarar. Aftur hljótt. Eignir skapa orðstír manna. — Örbyrgð götu læginganna. Lög og venjur bjargir banna bara þeim sem snauður er. Ætti ég bújörð, ær og hesta yrði ég vinur merkispresta. Fengi heimsókn góðra gesta, glaður eins og vera ber. — Síhrifinn af sjálfum mér. Lftilsnýtt að látast dreyma lán og eiga hvergi heima. Það er best að ganga og gleyma glaðri von um hvíld og brauð. Þeim sem engir þekkja vilja þótta sinn er best að dylja. — Látast ekki skortinn skilja, skynja fátt og krjúpa í nauð þeim sem hlutu arf og auð. Farandmaður ferðalúinn, fátæklegri æru rúinn. Oftast talinn öfugsnúinn — ekki á margra kosta völ. List mín þykir lítilsvirði. — Lítið um slíkt álit hirði. Alla hæddi ef eg þyrði yfirmenn og ræki á Kjöl. — Þeir eru flestir þjóðarböl. Ætíð mun í okkar landi örðug vist í hjónabandi. Auður og kirkja í ektastandi ekki veita snauðum grið. Ætíð mun í öllum stéttum oftast hallað málstað réttum. Fagurt mannlíf fleygað prettum. Fatt um skjól og nýjan sið. Engir hylla ást og frið. 248 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.