Heima er bezt - 01.08.1977, Síða 17

Heima er bezt - 01.08.1977, Síða 17
SIGURJÓN SNJÓLFSSON FRÁ SVÍNHÓLUM: jreyttir tímar I. Uppruni og bernska. /r Eg er fæddur á Rannveigarstöðum í Álftafirði í Suður-Múlasýslu 24. október 1891. Álfta- fjörður er fögur sveit. Þar eru grösugir dalir og kjarngott land, sauðfé vænt, og afkoma góð hjá bændum. Bærinn Rannveigarstaðir stendur undir fjalli gegnt suðri. Þar er útsýn falleg, og graslendi mikið. Vestan við bæinn rennur Hofsá, stundum vatnsmikil og straum- hörð. Ég lenti í Hofsá, áður en ég fæddist. Móðir mín féll í ána af hestbaki, en bjargaðist, og því er ég til. Síðan hefi ég verið hræddur í vötnum. Ekki varð vist mín löng á Rannveigarstöðum. Miss- erisgamall var ég fluttur suður í Lón, og fóru foreldrar mínir með mig. Ég átti að fara á hreppinn. Foreldrar mínir voru alltaf vinnuhjú á ýmsum stöðum, mestalla ævina í Lónssveit, og þar áttu þau hrepp. Þau eignuð- ust 13 börn, og náðu 9 þeirra fullorðinsaldri. Oll alin upp í Lónssveit. Lón er austasta sveit í Austur-Skaftafellssýslu og dregur nafn sitt af lóni, sem er innan við fjörurnar. Lónið er stórt og víðáttumikið, og mikil silungsveiði í því. Mikil prýði er að Lóninu, þegar logn er, og fjöll- in speglast í því. Svínhólar í Lóni er næsti bær við Lónsheiði. Þangað komu foreldrar mínir með mig og vissu eiginlega ekki, hvert þau ættu að fara með mig. En þá lágu boð fyrir þeim frá oddvita, að ég ætti að fara að Hvalnesi. Það er austasti bær í sveitinni. Foreldrar mínir urðu glöð við þessa frétt. Þau vissu þá, að ég átti að fara á gott heimili. Þá var tvíbýli á Hvalnesi, og hétu bændurnir Eiríkur Halldórsson og Bjarni Bjarnason, og konur þeirra Guðrúnar báðar. Ég fór til Bjarna og Guðrúnar, og þau áttu mörg börn. Þetta voru ekki neinir efnabændur, 20 manns á báð- um bæjunum, svo að mikið þurfti að leggja til heimilis- ins. Ég minnist þess, hve bændurnir voru prúðir menn og góðir og búhagir vel. Fór þeim allt vel úr hendi, sem að búskap laut, og konurnar voru búkonur miklar og duglegar. Nú átti ég góðan pabba og mömmu. Af for- eldrum mínum hafði ég lítið að segja. Þegar ég hafði vit á, var mér sagt hvað foreldrar mínir hétu. Ekki þóttu mér nöfnin falleg: Snjólfur og Steinlaug, en þau komu sér alstaðar vel, voru trú í sín- um verkahring og húsbóndaholl, og var öllum hlýtt til þeirra. Lítið man ég af æskubrekum mínum. Sigurður son- ur Eiríks var jafnaldri minn, og lékum við okkur mikið saman og vorum góðir hvor við annan. II. Snentma beygist krókur — Þegar við urðum 5—6 ára, vorum við hafðir til smá- snúninga, m. a. til að gæta þess, að skepnur stæðu ekki í túninu. Þá voru tún ekki girt, en skepnur sóttu mjög í túnin í gróandanum. Við vorum nú dálítið latir, en það var eins og fullorðna fólkið hefði auga á hverjum fingri. Nú ætla ég að minnast á svolítið atvik frá þessum ár- um. Það var sérstaklega ein ærin, sem var svo túnsæk- in, að við höfðum engan frið fyrir henni. Og okkur hefir víst gramist illa við hana. Eg man vel eftir þessu atviki. Það var glaða sólskin og hlýtt í veðri. Þetta var á sunnudegi, og við höfðum líklega viljað hafa frí eins og aðrir, því þá var siður að halda hvíldardaginn heil- agann. Nú kom okkur saman um að fara með ána reglulega langt frá bænum til að vita, hvort við gætum ekki yfir- bugað hana. Svo leggjum við af stað, án þess að nokkur vissi um ferð okkar. Við gengum langa-lengi, og loks opnaðist okkur nýr heimur. Dalur með grasivöxnum hlíðum og tignarlegum tindum. Við höfðum aldrei farið svona langt og þekktum ekkert þarna, hvorki landslag né nein örnefni. Og nú vorum við orðnir þreyttir og snerum því heim á leið. En ekki vorum við komnir langt, þegar við mættum mönnum, sem voru að leita okkar. „Hvað eruð þið að fara?“ spurðu þeir og voru dálítið hvassyrtir. Við sögðum eins og var, að við hefðum verið að reka túna-rolluna, sem við hefðum aldrei frið fyrir. Þegar heim kom, fögnuðu okkur allir og sögðu, að Heima er bezt 257

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.