Heima er bezt - 01.08.1977, Side 20
tvo faðma. Þetta var sívalt tré og allgilt í annan end-
ann og um 6 metra langt.
Eitt sinn vorum við með hest og kerru að hirða
eldivið. Kom þá svo harður bylur og snöggur, að hesti
og kerru sló um, og urðum við að hætta vinnu.
Það eru vorin, sem lífga og deyða. Oft koma snjóar
og byljir á vorin. En aldrei man ég eftir öðrum eins
snjó að vetrarlagi eins og vorið 1944, á miðjum sauð-
burði 5 vikur af sumri. Þá var maður oft þreyttur, en
bót var í máli, að til var nóg hey. Það snjóaði stöðugt
í þrjá sólarhringa, og var þó nokkuð hvasst. Helming-
ur ánna var borinn. Þá fór síðasta fönnin af túninu 17.
júní.
Samt gleymir maður furðu fljótt þessum vondu veðr-
um, þegar blíðviðrin koma, og blessuð sólin skín. Og
maður harðnar og stælist við áreynsluna og fangbrögð-
in við ýmsa örðugleika.
í þessu veðri voru ferðamenn veðurtepptir hjá okk-
ur. Þeir þurftu að fara yfir Lónsheiði, en hún er fjög-
urra stunda lestaferð milli bæja, frá Svínhólum að
Starmvri í Álftafirði. En þessir menn voru 12 tíma
yfir heiðina, svo mikil var ófærðin í sumarsnjónum.
VI.
Heyskapur og búskapur.
Það var ekki mikið um samgöngur bæja milli í mínu
ungdæmi um heyskapartímann. Þá var haldið sig að
heyskapnum með öllum áhuga. Þó fóru menn oft til
kirkju. Þá varð líka að treysta á fólkið, því ekki voru
vélarnar. Skozku ljáirnir reyndust bitgóðir, þegar þeir
voru vel dengdir, en það var vandaverk, og mjög mis-
jafnt hve handlagnir menn voru, enda þurftu tækin að
vera góð.
Síðan komu Eylands-ljáirnir, og voru þeir miklu
betri, en það þurfti að draga þá vel, og það var líka
vandi. En svo komu hesta-sláttuvélarnar, og það var
mikill munur að hafa sláttuvél og rakstrarvél. En þá
þurftu túnin að vera vel slétt. Nú eru menn hættir að
nota hestasláttuvél. Nú er Farmal og snúningsvélar á
hverju heimili. Vélamar eru dýrar, og þarf að fara vel
með þær og hirða þær vel.
Til eru nú heimili, sem engan eiga hestinn, og er
það heldur snautlegt, því alltaf er gaman að blessuð-
um hestunum. Nú sést varla maður á hesti. Nú eru það
aðeins bílarnir, sem þjóta framhjá bæjunum, og farið
er á dansleiki og samkomur um hásláttinn. Skrítið hefði
það nú þótt í mínu ungdæmi. En ótal margt hefir
breytzt svo mjög á tveim síðustu áratugum, að eldri
menn fylgjast varla með tímanum.
Nú er allur heyskapur tekinn á ræktuðu landi, og
mikill er sá munur eða áður, þegar heyjað var á léleg-
um engjum. Sumstaðar voru þó góðar engjar. Nú fer
mikið af innlegginu í áburðarkaup, því eins og allir
vita, þá er hann dýr. Og eitt er verst, að nú eru skepn-
ur orðnar svo kvillasamar. Og svo er eitt enn: Menn
kaupa fóðurbæti með þessari dýru töðu. Það var ekki
farið að nota fóðurbæti fyrr en eftir 1920. Fyrst var
það síldarmjöl, og reyndist það vel með beitinni. Þá
sparaðist heyið. Var stundum ekki gefið hey fyrr en
um nýjár, væru hagar góðir. Féð hélt sig vel að beit
og leit prýðilega út.
Á flestum bæjum var staðið yfir fé seinni part dags,
því þá vildi féð fara að sækja heim til húsanna, sér-
staklega eftir að farið var að gefa því. Ég hafði gaman
af að standa yfir. Það var líka um að gera að halda fénu
þar sem bezt var beitin.
Það þóttu beztu fjármennirnir, sem eyddu litlu heyi,
en höfðu þó féð vænt. Það var líka lofsvert og bar vott
um góða fjármennsku. Nú er hætt að standa yfir fé,
og er því gefið inni nema þegar gott er veður. Þó held
ég að hollt sé að hafa fé ekki inni, nema þegar vond
eru veður.
Sumir vinnumenn áttu hest sér til gamans og ánægju,
og vinnukonur sumar áttu einnig hest. Þá þurfti að
koma sér vel við nábúana og fá þá til að slá með sér
annaðhvort á laugardagskvöldi eða sunnudegi. Þetta
voru kallaðar sláttuveizlur. Mikið hlakkaði ég til að
fara í þessar veizlur. Þetta var svo mikið nýnæmi, alls-
konar brauð með kaffinu, en það var lítið um það í þá
daga.
Oft voru margir þarna samankomnir, og voru þá
fjörugar samræður. Var þá spjallað um allt milli himins
og jarðar. Þótti mér þetta afar gaman, og allir voru
kátir.
Ég minnist þess þegar ég var ungur, hve kýrnar
mjólkuðu vel. Þá var lítil taða og varð að gefa þeim
helming útheys, og engan fóðurbæti. En nú fá kýr
tóma töðu og fóðurbæti, meira að segja yfir sumar-
tímann sumstaðar, enda býst ég við, að þær mjólki bet-
, ur nú en áður.
VII.
/ vegavinnu o. fl.
Ég fór nú að fara að heiman í vegavinnu dálítinn
tíma á vorin, og líkaði mér það vel. Þar var oft mikill
gleðiskapur, og hollt að sofa í tjöldum, þegar tíð var
góð. Það var svo gott að sofna við lækjarnið. Skemmti-
legast þótti mér að vera uppi á heiðum, fjallaloftið er
svo gott. Það er eins og ilmur sé í lofti. Og sólskríkj-
an söng svo fagurt á morgnana. Marga nóttina hefi ég
sofnað á Lónsheiði.
Jarðræktarvinna var unnin á öllum heimilum í
hreppnum haust og vor. Ekki hefi ég lært neina bú-
fræði, en samt vann ég við búnaðarstörf á tímabili, og
vann ég á öllum heimilum í hreppnum og kynntist þá
fólkinu og heimilisháttum. Ég hafði mikla ánægju af
að kynnast hreppsbúum, enda var ágætis fólk í Lóni.
Og þar var allmikið félagslíf, m. a. búnaðarfélag, lestr-
arfélag, glímufélag o. fl. Það var í sambandi við mál-
fundafélagið. Síðan var stofnað kvenfélag, og þar
ræddu konurnar sín áhugamál.
Þá var ekkert samkomuhús í hreppnum, og voru
fundir þá haldnir á heimilunum. Var oft kátt og fjör-
260 Heima er bezt