Heima er bezt - 01.08.1977, Síða 24
KVEÐ ÉG
mér ttl hugarhœgðar
ÞÓRARINN E. JÓNSSON er fæddur á
Sjávarborg í Fáskrúðsfirði 22. júli 1901.
Lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla ís-
larids 1930. Var kennari á ýmsum stöðum
1930—65. Hefir mikið fengist við ritstörf.
Á mikið efni í handriti. Frá barnæsku
verið gæddur dulargáfum og stundað
dularlækningar frá 1968. Um dulræna
reynslu sína skrifaði hann bókina Valdið
dulda, Rvík 1972.
ISLAND. (Við fótskör Fjallkonunnar).
1 kyrrð og ró, í faðmi hárra fjalla
ég finn þá tign, er innra með þér býr.
Þá finnst mér sjálfur kærleikurinn kalla,
kominn heimur fagur, tær og nýr.
Hið efra skauta fjöllin faldi háum.
Fannahvít þar tindrar mjallar brá.
Speglast djúpt, í breiðum vötnum bláum
brúðarskart, er tæpast lýsa má.
í sumardýrð, við ilm og fjalla-friðinn
og fossaklið, í bröttum hamra-sal.
Við fuglasöng og ljúfan lækjar-niðinn
er ljúft að hlýða á náttúrunnar tal.
Þú leitar innri friðar, hlustar hljóður,
hljómar mildir berast þér, í sál.
Alls staðar er sungið: .. Guð er góður.
Gleðisöngur birtir huliðsmál.
Þú titrar við, er tignin um þig vefur
töfra-blæ,.. þér verður ekki rótt.
Að þér hvíslar samvizkan,.. „þú sefur,
sjaldan hlustar þú, um kyrra nótt.“
Hlustaðu, á þýðan kvæða-kliðinn,..
kveður náttúran við foldar barm.
Vakna nú, við ilm og fjalla-friðinn
til fegra lífs,.. er stillir dulinn harm.
Vaknaðu af sjálfselskunnar svefni,
settu merkið hátt, á lífs þín’s braut.
Gæt þess vel ei háskinn á þér hefni
er hættan vex, í stríði, neyð og þraut.
Þá skilst bezt,.. vor hjartans innri ylur
öllum nauðsyn, komin guði frá.
Þennan guðdóms-neista hrokinn hylur,
svo hamingjan ei nærri koma má.
Við hugar-ró vex kyrrðarinnar kraftur.
Kærleikurinn birtist oss, á ný...
í hrifningunni finnum andann aftur.
Ástin brýzt úr sjálfs-elskunnar kví.
Nú birtir til, vor sálar arin-eldur.
Orkan, sem að kemur ljósi frá ...
Sá kraftur er ei keyptur, eða seldur,
sig kynnir bezt, sem fórn og hjálparþrá.
HIN ÞÖGULA FÓRN. (Ort 1961).
Hún gekk um þögul, í þjónustu sinni,
þjónaði, spann og vann
verkin sín, bæði úti og inni,
elskaði sannleikann.
Hárið var grátt,.. en göfug augun
og góðlegur svipurinn,..
geislaði frá mannúð og mildi,
sem minnti á himinninn.
Er brast hana þrek, sín verk að vinna
vitnaði um það bert,
að vantaði líknandi hönd, að hlynna.
Um hjálpfýsi er mikilsvert.
Góðvildin, markvissa, yljaði öllum.
Alúðin, björt og hrein
átti þá mildi, sem bar inn í bæinn
blessun,.. er græddi flest mein.
Nú er hún farin,.. til grafar gengin,
göfug minningin ber
hugræna gleði, sem gleymir enginn,
en geymir í hjarta sér.
Mörgum finnst, sem hún enn þá eigi
aftur-kvæmt, frá þeim heim
hvar andinn starfar, sem ljósberi lifir
og lýsir,.. frá dulrænum geim.
Hugræna gleðin, hún frelsi oss færir
og frið, sem að græðir vor sár.
Mildi, sem anda vorn endur-nærir.
Elsku, sem þerrar vor tár.
Látum því trúna og vonina vaxa,
vöndum öll lífsins störf.
Hugræna gleðin, hún vísar oss veginn
viðmóts-þýð, holl og þörf.
STAKA.
Liljur bjartar, lífið skarta
lífga margt um æfisvið.
Ljóssins hjarta, birtan bjarta
brúar svarta torleiðið.
264 Heima er bezt