Heima er bezt - 01.08.1977, Page 27

Heima er bezt - 01.08.1977, Page 27
í sama bili er sálmurinn búinn, situr Keli móður og lúinn; öllum finnst sem eitthvað sig dreymi, aldrei meiri þögn varð í heimi. Djákni fyrstur raknar úr roti, rann sem mús úr nauðungarskoti, fær sér bók og hættir að hrína, herðir sig með bænina sína. En á meðan út er að klykkja, á er komin söguna lykkja. — Þorkell æpir: „Hættu að hringja! hef ég ekki lof til að syngja?“ Að svo mæltu aftur hann byrjar, upp og niður gengur og kyrjar; flýr þá eins og fæturnir toga, fólk, sem stæði kirkjan í loga. Seinna var hann sóttur í kórinn (svartur var þá á honum bjórinn) örendur og oltinn á hnakkann; — á útgönguversinu sprakk hann. Ekki hef ég getað grafið það upp, hvort Jónas hefur hér til hliðsjónar nafn mikils raddmanns, sem eitt sinn var uppi í Hólastifti, séra Þorkels Ólafssonar, en um hann á þetta að hafa verið kveðið: Þar söng hann út öll jól á ermabættum kjól. Heyrðist hans grenj og gól gegnum hann Tindastól. Hann söng introitum af öllum lífskröftunum, og endaði á exitum með útþöndum kjaftinum. Introitum mun merkja hér inngöngusálm en exitum útgöngusálm. Sagt er að þegar Þorkell þessi messaði hafi hann ávallt byrjað á þessum sálmum sjálfur, en ekki látið það forsöngvaranum eftir, og þá sungið svo hátt að varla nokkur maður gat fylgt honum eftir. Þó skeði það haust eitt við messu hjá séra Þorkeli að ný- sveinn í Hólaskóla gat fylgt honum út allt útgöngu- versið og það í barnshljóðum. Eftir messu á séra Þor- kell að hafa gengið til drengsins, klappað honum á koll- inn og sagt: „Þú getur einhverntíma sungið, drengur minn.“ Þetta revndist víst sannmæli, því skólapiltur þessi, Friðrik Thorarensen, varð seinna prestur og orð- lagður raddmaður. Páll amtmaður Melsteð lætur hafa það cftir sér að aldrci hafi hann heyrt þvílík hljóð úr mannsbarka sem hjá Friðriki þessum. Sem dæmi þar um segist hann haía fundið kirkjubekkinn titra undir sér við messu í Breiðabólstaðarkirkju í Fljótshlíð eitt sinn þegar séra Friðrik söng þar og fór sem dýpst nið- ur, en hann var sóknarprestur í þeirri kirkju. Friðrik var föðurbróðir Bjarna Thorarensens skálds og amt- manns, en ætt þeirra hafði orð á sér fyrir framúrskar- andi sönghæfileika. En svo vikið sé aftur að kvæði Jónasar, þá hefur það ekki farið dult, að í því er hann að skopast að merkum samferðamanni, Pétri Guðjohns- en organista, sem gerði sitt til að bæta sönglag í kirkj- um og er oft nefndur faðir nútíma sönglistar á íslandi. En báðir þessir hæfileikamenn höfðu víst lítið álit hvor á öðrum og létu það óspart í ljósi. En seinni tíminn hefur hafið þá báða til vegs, hvorn á sínu sviði, og það að verðleikum. Af kvæði Jónasar er því lítið annað eftir en hagleikurinn í gerð þess. Þættinum hefur borist ágætt bréf frá Kristínu Jóns- dóttur, Hvammstanga. Mun ég gera ljóðum hennar skil síðar, en minnast á það atriði hvað henni gekk illa að koma lagi að þriðju vísu dægurlagsins Þegar hansta teknr ferðu burtu frá mér. Þetta er alveg rétt hjá Krist- ínu, þetta gat ég ekki sjálfur þegar ég var að reyna að raula það með sjálfum mér. Eigi að síður lét ég hana flakka, m. a. vegna þess að fyrstu tvær vísurnar falla heldur ekki alveg að laginu Ó Sole Mio eins og það er rétt. Fróðir menn og lagvísir eiga eflaust auðvelt með að benda á margar svona ásetningssyndir í þessum þætti sem og þær sem af vanþekkingu stafa. Þó er ég ekkert sérlega þungt haldinn út af þessu, því mörg þeirra ljóða sem passa ekki við tiltekið lag eru falleg og engin skömm að þeim sem slíkum. í fórum þessa þáttar hafa lengi legið beiðnir um ljóð eftir Indriða Einarsson leikritahöfund og var tilgreind síðasta vísan, við lag Inga T. Lárussonar. Ég minnist þess að ég saltaði þessár beiðnir, sennilega af því að ég komst ekki auðveldlega í 'felustaðinn og sneri mér ekki strax til lesenda. En viti menn. Um daginn var ég að vinna að efni fyrir þetta rit sem mun birtast á sín- um tíma, en ég mun samt ekki viðra að svo komnu máli, og þurfti þá m. a. að leita í gömlu HEB-blaði; kemur þá ekki þetta ljóð upp í hendurnar á mér. Nú væri auðvitað auðveldast fyrir mig að benda lesendum á apríl-blað 1964, Dægurlagaþátt, en af því ég veit að margir fyrirspyrjenda eiga ekki svo gamalt blað í fór- um sínum og þurfa að hafa mikið fyrir því að fá það, ætla ég að endurprenta Ijóðið. Fyrirrennari minn, Stefán Jónsson, getur þess ekki af hvaða tilefni Indriði orti þetta ljóð og ég get ekki heldur leyst úr þeirri for- vitni. En ímynda mætti sér að fyrir skáldinu hefði vakað að færa mönnum heim sanninn um það, að þrátt fyrir ýmiss konar óáran í náttúru og mannlífi sé þetta land besta land í heimi sem menn sakna þegar þeir hafa samanburð. Eins og áður segir er til gullfallegt lag við þetta Ijóð eftir Inga T. Lárusson, en aldrei hef ég heyrt sungna nema síðustu vísuna, hvernig svo sem á því stendur. Heima er bezt 267

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.