Heima er bezt - 01.08.1977, Síða 32
Gríðarstór beljaki stóð upp. Þung og dimm rödd hans
barst eins og brimniður um salinn.
„Þetta var allt snilldarvel undirbúið. Verðimir á múm-
um voru valdir með þeim ásetningi að látast ekkert sjá
né heyra. Við þá er ekkert um að sakast. Þjónninn opnaði
dymar, eins og um var beðið. Hann vísaði mér á leyni-
dyrnar báðum megin að leynigöngunum. Ég braut þær
upp, en í göngunum rákumst við á fallhurðir, björg", sem
enginn mannlegur máttur gat hrært og ómögulegt var
að komast framhjá. Prinsessan hefur á einhvem hátt
komizt að fyrirætlunum okkar um það að taka hana
höndum, verið viðbúin öllu, annars hefðum við náð
henni.“
„Er þetta allt?“ spurði foringinn.
„Engan veginn,“ sagði trölhð með dimmu röddina.
„Menn okkar fundu þriðju leynigöngin. En þar var líka
fallhurð fyrir, eins og ég gat um áðan. Sjö menn vom
sendir inn í göngin til þess að narra prinsessuna til þess
að opna. Þetta mistókst einnig. Bjarnharður prins og
annar kappi, Hrólfur að nafni, komu að þeim, drápu
fjóra en þrír komust undan og sögðu tíðindin.“
„Þetta er að verða erfitt viðureignar," mælti foringinn.
„Við verðum að skipta um bardagaðferð. Hér eftir verð-
um við að vega að þeim úr launsátri, hvar sem því verður
viðkomið.
1. Ná verður prinsessunni lifandi á vort vald.
2. Móðir Bjarnharðar verður að nást og komast á mitt
vald.
3. Ráða verður þá báða af dögum Bjamharð og Hrólf
lífvarðarforingja.
Hefur nokkur upplýsingar sem að gagni mega koma?“
Maður stóð upp aftarlega í salnum og mælti: „Ég hef
komist að því, að Bjarnharður er sagður prins og á að
giftast prinsessunni. En Hrólfur er orðinn hershöfðingi
að tign.“
„Þetta eru miklar fréttir,“ mælti foringinn. „Þá verðum
við að hafa auga á hverjum fingri, fyrst þessi maður er
orðinn hershöfðingi að tign. Nú fyrst verðum við að gá
að okkur. — Farið gætilega. Látið leyndarráðið vita jafn-
óðum og eitthvað gerist.“
Að svo mæltu sleit foringinn fundi og hvarf út um
leynidymar.
11. KAFLI
BJARNHARÐUR BJARGAR
Allt var með friði og spekt í höll Manfreðs konungs.
Hafizt var handa með að byggja pýja álmu, áfasta við
gömlu hölhna. Ungu hjónaefnin, prinsinn og prinsessan,
urðu að fá rýmri húsakynni en þau, sem prinsessan bjó
nú í. Ný álma var byggð við höllina, sem átti að verða
bústaður þeirra.
Móður Bjamharðar, ekkjudrottningunni, var fengið
þjónustulið og íbúð til eigin nota. Hún var búin að ná
sér að mestu eftir árásina um nóttina, þegar fallhurð-
irnar björgu því, að hún og prinsessan lentu í höndum
uppreisnarmannanna. Prinsessan vitjaði hennar á hverj-
um degi. Vinátta þessara tveggja tignu kvenna var slík
sem bezt gat orðið á milli dóttur og móður. Báðar voru
hugrakkar, heilsteyptar konur, bám umhyggju fyrir öðr-
um og fundu sárt til með þeim, sem í raunir rötuðu, eins
og sagan mun brátt leiða í ljós. Ekkjudrottningin var
orðin lífsreynd af andstreymi hðinna ára. Kvíðinn um
yfirvofandi hættu á hverri stundu, hvíldi á henni eins og
mara á meðan Grímar hertogi, sá lævísi en forherti
fantur, gekk laus og bruggaði launráð til illra verka.
Þetta hugarástand Ástu Karlottu skildi Júlía prinsessa
vel og hughreysti ekkjudrottninguna eftir því sem bezt
hún gat. Lífsgleði prinsessunnar, ástúð og mildi, svo og
umhyggja og kærleikur sonarins var sem svaladrykkur
fyrir hina blíðlyndu ekkjudrottningu, sem í blóma lífsins
hafði verið svipt ástvinum sínum, þeim sem hún unni
mest, eiginmanni og föður. Móður sína hafði hún misst
ung. Vináttan var gagnkvæm milli konungshjónanna og
ekkjudrottningarinnar. Þau Manfreð konungur og Matt-
hildur drottning sýndu hinni tignu konu umhyggju og
skilning í raunum hennar.
Það ríkti því friður og gleði á milli tigna fólksins í höll
Manfreðs konungs. Þó lá þeim öllum uggur í brjósti, enda
höfðu liðin atvik sýnt það áþreifanlega, að sá uggur var
ekki ástæðulaus.
Lífvörðurinn var skipulagður að nýju. Leynidymar á
hallarmúrnum gerðar óvirkar. Allt var gert, sem hugsast
gat til varnar, en samt hvíldi óvissan yfir, ógnandi og
lamandi. Var ekki einhver svikari enn innan hallardyr-
anna, sem gerzt hafði mútuþegi óvinanna? Hver vissi
hvaðan árásin kæmi næst né á hvern hátt. Hitt vissu
allir, að nú var setið í launsátri og öllum ráðum beitt,
sem illskan gat uppfundið. Grímar hertogi var ófundinn
enn. Orðrómur hafði komizt á kreik um það, að Úlfhéð-
inn illi, sem allir óttuðust, hefði verið einn af árásarmönn-
um þeim, er reyndu að ræna prinsessunni. Ólíkar sagnir
flugu manna á milli um ókunnan jötun, sem einnig hefði
verið þar í för. Svo var svikaþjónninn, hann var enn
ófundinn og efalaust í hópi illræðismannanna, en hann
gjörþekkti hvern krók og kima í höllinni.
Nótt var komin. Allir höfðu gengið til náða. Varðmenn
alvopnaðir stóðu vörð við inngöngudyr allar. Sjálfur
Björn sterki stóð vörð við þær dyr, er lágu að herbergjum
prinsessunnar. Allt virtist tryggt sem bezt mátti verða.
Bjarnharður prins fór sína vanalegu eftirlitsför um nótt-
ina, eins og hann hafði jafnan gert, eftir að trúlofun
hans og prinsessunnar var öllum kunn orðin.
Þegar hann gekk fram hjá dyrunum á íbúð prinsess-
unnar, gekk Björn sterki í veg fyrir hann og mælti:
„Yðar tign, mig dreymdi draum í nótt, sem ég ræð á
þann hátt, að gerð verði tilraun til að ræna prinsessunni.
Ég þóttist standa á verði hérna við dymar, þá réðst að
mér ófreskja mikil og illileg. Hún kom úr hliðarganginum
þarna. Á milh okkar tókust sviptingar miklar. Mér fannst
ég hopa á hæli fyrir ófreskju þessari. Og svo fór að lokum
að ég féll. Við það vaknaði ég. Þér takið kannske ekki
mark á draumnum?“
„Ég fullyrði ekkert um það, vinur minn, mælti prins-
inn. En hitt veit ég, að engan veit ég þann liðsmann hér
í höllinni, sem ég treysti betur en þér að gæta lífs og
heiðurs prinsessunnar. Þessvegna valdi ég þig til þess,
272 Heima er bezt