Heima er bezt - 01.08.1977, Side 33

Heima er bezt - 01.08.1977, Side 33
kempan. Nú held ég áfram göngu minni.“ Að svo mæltu hélt Bjarnharður leiðar sinnar. Þegar hann kom að íbúð móður sinnar, tók hann eftir því, að varðmaðurinn var ekki í sínum stað. Hann opnaði dyrnar. Samstundis stóðu á honum tvö sverð, en hann sakaði ekki, því að hann var í hringabrynju innan klæða. Leiftursnöggt brá Bjarnharður hinu mikla orustusverði sínu og árásarmennimir hnigu dauðir niður. Veik stuna heyrðist frá næsta herbergi. Bjarnharður svipti dyrunum opnum. Þar inni voru fjórir bófar að fjötra þernuna og kefla. Tveir þeirra réðust þegar á móti Ðjarnharði, sem drap þá báða, sinn í hvoru höggi. Hinir tveir köstuðu vopnunum og báðust griða. Bjarnharður virti þá ekki svars heldur rotaði þá með flötu sverðinu. Að því búnu leysti hann þemuna og varðmanninn, tók rotuðu bófana og fleygði þeim fram á ganginn framan við dyrnar. „Stattu hér á verði með brugðnu sverði og dreptu hvern þann sem ætlar inn í íbúð móður minnar án míns leyfis." Að svo mæltu þaut Bjarnharður til íbúðar prinsessunnar. Bjarnharður kom að í því er Björn sterki féll með mikl- um dynk. Árásarmaðurinn heyrði einhvem koma og sneri sér við með leifturhraða, sem var óvenjulegt af jafntröllvöxnum manni og þessi var. En þetta sýndi að hér fór saman hamremmi og mýkt í hreyfingum. Risi þessi réðst að Bjarnharði og lét sér hvergi bregða, þó hann hefði ekki tíma til þess að bregða sverði sínu. Bjam- harður gat vel klofið árásarmanninn í herðar niður með sverði sínu, sem hann var með nakið í hendinni. En það að vega að vopnlausum manni, kom honum ekki til hugar. Hann treysti afli sínu. Fleygði sverðinu og tók á móti manntrölli því, sem steypti sér yfir hann. Bjamharður fann þegar, að hann hafði afl á við mann þennan. Annað hvort var, að hann var dasaður eftir viðureignina við Bjöm sterka eða þá að tröll þetta var eigi svo hamrammt, sem það leit út fyrir Eftir stutta viðureign varpaði Bjamharður manntrölli þessu niður fall mikið. En risinn var ekki á því að gefast upp. Eins og elding þaut hann á fætur aftur og réðst á Bjarnharð með tryllingi vitfirrings. Bjarnharður fann þegar, að nú varð hann að taka á öllu sínu mikla afli og hlífast ekki við. Hér var um líf og dauða að tefla bæði fyrir hann og prinsessuna. Allt í einu opnuðust dyrn- ar að íbúð prinsessunnar. Júlía prinsessa stóð í dyrunum og Vilma trúnaðarþema hennar að baki hennar. „Þetta er ófreskjan, sem ætlaði að ræna okkur um nóttina,“ hrópaði Vilma. „Júlía,“ kallaði Bjarnharður. „Taktu sverð mitt og verðu þig með því, ef á þig verður ráðist.“ Júlía hljóp til og náði sverðinu og tók sér stöðu í dyrunum. Hún lét sér hvergi bregða. Þama áttust við tvö afarmenni. Annarsvegar ófreskjan tröllsleg eins og stigin niður á jörðina frá heimi ógna og skelfinga, hinsvegar Bjarnharður prins, unnusti hennar, sem ennþá einu sinni barðist fyrir lífi hennar. Hvor þeirra myndi sigra? Björn sterki lá ennþá á gólfinu meðvit- undarlaus og bærði ekki á sér. Áfram hélt viðureignin á milli Bjamharðar og risans. Þar var ekkert lát á. En þó mátti sjá, að risinn varð að láta undan síga í þessari þrautaglímu. Snögglega var sem risinn missti máttinn. Æðiskastið var sýnilega mnnið af honum. Bjarnharður prins varp- aði risanum óþyrmilega á gólfið. „Gefstu upp?“ mælti Bjarnharður. „Héðan af sleppurðu ekki úr mínum hönd- U um. „Ég gefst upp,“ mælti tröllið og var hamremmið þrotið eða svo virtist vera. „Þú ert sá fyrsti, sem yfirvinnur mig í fangbrögðum. Þér vildi ég gjarnan þjóna, en nú er það um seinan.“ Bjarnharður lét tröllið standa upp. Björn sterki var og risinn á fætur aftur. Hann var enn ringlaður og var ekki búinn að átta sig á hlutunum. En þegar Björn sterki sá risann standa þarna, minntist hann árásarinnar og dró sverðið úr slíðrum. „Stilltu þig, vinur minn,“ mælti Bjarnharður í sefandi tón. „Árásarmaður þessi hefur gefizt upp fyrir mér. Þá sæmir ekki að þú rekir hann í gegn með sverði þínu. Farðu nú og sæktu undirlífvarðarforingjann. Segðu hon- um að koma með varðflokk með sér og taka fangann í sína vörzlu. Vertu nú fljótur." „Ert þú Úlfhéðinn illi, sem svo mikið illt orð fer af,“ mælti Bjarnharður ennfremur. „Nei,“ sagði fanginn með fyrirlitningu. „Ég er ekki líkur honum, því blauða illmenni, sem hvetur til illra verka, en er þó of ragur til þess að koma nálægt nokkru, sem áræðis þarf til. Ég er heldur ekki eins ægilegur og ég lít út fyrir að vera.“ Um leið og fanginn mælti þessi orð, strauk hann hendinni um andlit sér og tók af sér grímuna, sem gert hafði hann svo ægilegan. Við þetta breyttist útlit hans gersamlega. Á gólfinu stóð risinn náfölur. Andlitið var mikilúðlegt. Úr augunum skein myrk sorg, eins og bæri hann raunir heillar ættkvíslar á herðum sér. f þessu kom Björn sterki aftur, og með honum varð- flokkur undir stjórn undirforingjans. „Fjötrið hendur mínar,“ sagði fanginn. „Fái ég æðis- kast aftur, verð ég ykkur þungur í vöfum. Sjálfráður mun ég ekki freista undankomu. Nú kýs ég það eitt að fá minn dóm sem fvrst.“ Varðflokkurinn fór burt með fangann fjötraðan, en Bjarnharður prins horfði á eftir honum þungt hugsandi. „Þvílík umskipti," mælti prinsessan með tár í augunum. „Hver er hann þessi sem virðist bera sorg heillar ættar á herðnm sér?“ „Þetta verður allt rannsakað seinna,“ sagði prinsinn. „Nú er þér óhætt að ganga til náða, Júlía prinsessa. í þetta sinn er hættan liðin hjá. En meðan Grímar hertogi er laus og getur bruggað launráð sín, verður enginn frið- ur í þessu ríki.“ „Ó hrausti og dásamlegi prinsinn minn,“ mælti Júlía prinsessa. „Ennþá einu sinni hefur þú bjargað lífi mínu. Hérna er sverðið þitt. Það er of þungt fyrir mig að bera. Þó ætla ég að bera með þér alla ævina þær byrðar, sem lífiS leggur okkur á herðar.“ „Þú ert og verður ævinlega aðdáunarverð, Júlía prins- essa. Bráðum verð ég eiginmaður þinn. Þá mun ég hafa aðstöðu til aÖ vernda þig enn betur en ég fæ gert nú. Góða nótt.“ „Góða nótt,“ mælti prinsessan og sendi unnusta sínum ástúðlegt augnatillit, um leið og hún hvarf aftur til íbúðar sinnar og lokaði á eftir sér. „Herra prins,“ mælti Björn sterki, er hann tók sér aftur varðstöðu við dyrnar á íbúð prinsessunnar. „Ég Heima er bezt 273

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.