Heima er bezt - 01.08.1977, Side 35

Heima er bezt - 01.08.1977, Side 35
KRISTIN M. J. BJORNSON: Cyjólfur /. Cyfells, listmálari „Fantasía“ í forsal meistarans á Kjarvalssýningu 13. júlí 1975 Motto: Þökk skal þér tjáð, hvorki tildur nc hroki þig tafði á framabraut hér, eg vona að alþjóð ei augunum loki fyrir öllu, er skuldum við þér. Eg um kvöldsvalans stund gekk í kyrran lund, eg kem allt of sjaldan á snillingsins fund er flýja þarf glepjandi glaum, allt sem auga mitt leit í þeim inndæla reit var svo íslenzkt sem verið gat, haf bæði’ og sveit, það líktist svo ljúfasta draum. Hér býr sannleikans ást sem mun óvíða sjást og ýmsir mér segja hún hætt sé að fást þó eg voni það verði’ ei svo slæmt, fjöll og öræfin ein, undur svipdjörf og hrein bak við ógn þeirra’ og tign glóði’ í saklausan stein, sem íslenzk eg um það get dæmt. Hve hin sagnríku vé er eg samtímis sé eru sjón minni heilög, ég dreg mig í hlé svo fyllist eg fögnuði’ og þökk, eg sé fornaldar frægð og finnst eg ánægð, nú fjarlægist mannkynsins ranglæti’ og slægð, eg er hrifin og hálfpartinn klökk. Til er útigangsvist sem menn uppnefna list eins og Allífið væri’ aðeins „Paradís misst“ svo við lendum í ljótleikans dal, þín er læknislind, hún er lifandi mynd sem laðar oss menn uppá hugsjónatind og oss hýsa í helgidóm skal. Þú átt ungmennis fjör, á þinn auð ertu ör, það er andagift heilbrigðis með þér í för, — hér vil eg hafa smábið, þú átt blíðhimins kvöld með sín víðbláins völd undir vaxandi mána býr stjörnudýrð köld, en fegurðin skapar mér frið. Hér er vordagsins skraut, ungra elskanda braut, hrein og ósnotin hjörtu við náttúru skaut, hér vaka hin brosandi blóm, hér er háfjalla tign, tæra lindin svo lygn, hér í ljósgeislans veröld er mannssálin skyggn næmt eyrað á almættis róm. Hér er brosandi bær, er svo heillandi hlær að við hclst gætum trúað í dag væri’ í gær, já, hvort tveggja, staður og stund, hér er vorsólin kær og svo voldug og skær að víst er í för hennar ilmgrasa blær um túnfótsins gróandi grund. Ö, þú haustkvöldsins dýrð, er þú frá okkur flýrð strax við förum að þrá þig er aftur þú snýrð og vonin hún viðheldur trú, hér er sólsetrið frægt, sem að niðjum fær nægt, kom, nóttin hin milda og svæfðu oss hægt, við kvöldroðans brjóst um oss bú. Hjá þér verða hlý, köld og skjálfandi ský, hún er skiljanleg öllum þín „fantasí“ því ekkert snýr öfugt þér hjá, sonur íslands þú ert, það er augljóst og bert, þitt ættland fékk svipinn þinn mótað og gert og norræna blikandi brá.

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.