Heima er bezt - 01.04.1978, Qupperneq 8
Eltn Sigurðardóttir. Jóhannes Torfason.
Torfalœk 2. Torfalœk 2.
Ýmsum öðrum trúnaðarstörfum hefur Torfi gegnt
fyrir sveit sína og skulu þau ekki upptalin hér. Hann
er og framkvæmdastjóri fyrir byggingu Húnavalla-
skóla sem sex og hálft sveitarfélög sýslunnar standa
að. Auðheyrt er á Torfa að honum er þetta starf mjög
hugleikið, þótt erilsamt og ábyrgðarmikið sé, þar
sem hann sér um allar fjárreiður byggingafram-
kvæmdanna sem staðið hafa svo að segja látlaust yfir
frá árinu 1964, en mestar núna, og lokið verður við
innan skamms ef allt fer að vonum.
Árið 1944 (27. mai) kvæntist Torfi Ástríði Jó-
hannesdóttur sem fæddist 23. maí árið 1921 að
Gauksstöðum, Garði. Foreldrar hennar eru Jó-
hannes Jónsson, útvegsbóndi að Melbæ í Leiru, sem
þar var fæddur og uppalinn, og kona hans, Helga
Þorsteinsdóttir, sem fæddist að Melbæ í Leiru en var
alin upp á Meiðarstöðum í Garði. Þau eignuðust 14
böm og komust 12 þeirra upp. Ástríður er því sunn-
lendingur og af ætt Snorra prests á Húsafelli sem
margir rekja ætt sína til.
Ástríður er hin myndarlegasta og glaðværasta
kona. Hún er ein þeirra mörgu aðkomukvenna sem
fór á Kvennaskólann á Blönduósi á sínum tíma og
ílentist í Húnavatnssýslu. Hún segir mér að tvær
aðrar systur hennar, sem einnig fóru á Kvennaskól-
ann, hafi gifst húnvetningum. Ég skýt því að þeim
hjónum að það gegni furðu að þeir húnvetningar
skuli ekki geta fundið þessum ágæta skóla samastað í
tilverunni, jafn þarfur og hann hafi reynst þeim á
allan hátt. Torfi brosir bara að þessu og auðfundið er
að Húnavallaskólinn á allan hug hans.
Torfi og Ástríður eiga tvo syni, svo sem fram hefur
komið.
Hinn eldri er Jóhannes, háskólagenginn búfræð-
ingur sem fann hvöt hjá sér að erja feðrajörð. Hann
er fæddur 11. apríl 1945 og er kvæntur Elínu Sig-
urðardóttur frá Isafirði. Þau eiga fjögur börn: Sig-
urð, Torfa, Ástríði og Gunnar Þór. Ástríður fræðir
mig á því að stúlka hafi ekki fæðst á Torfalæk í 80 ár
fyrr en nafna hennar fæddist.
Yngri sonurinn er Jón, hann er háskólagenginn
eins og bróðir hans en býr nú með foreldrum sínum,
eins og áður var sagt. Hann er fæddur 27. mars 1949.
Engum ætti að blandast hugur um að húnvetnskri
bændastétt er mikill styrkur að hafa háskólamennt-
aða menn í sínum röðum.
Torfi Jónsson er hinn vörpulegasti maður og hinn
skörulegasti. Mér kom hann fyrir sjónir sem dæmi-
gerður fulltrúi hins bjargálna, sjálfstæða bónda.
Hann hefur ákveðnar skoðanir á mannlífsmálum og
lætur þær óhikað í ljós. Að sjálfsögðu ræddum við
landbúnaðarmálin og stöðu bóndans í nútíma þjóð-
Jón Torfason,
Torfalæk 1.
Börn Jóhannesar
og Elínar.
F.v. Torfi, Sigurður,
Gunnar Þór
og Á striður.
116 Heima er bezl