Heima er bezt - 01.04.1978, Page 16

Heima er bezt - 01.04.1978, Page 16
Höfðingboiin niðurseta Árið 1859 var vont ár á íslandi. Það hóf innreið sína með stríðum harð- indum sem linuðu ekki takið á manni eða mold fyrr en komið var fram undir páska sem ekki bar uppá fyrr en eftir sumarmál. Eldri menn töldu þetta versta ár sem komið hafði síðan 1802. Það sem bjargaði og slæfði áhyggj- umar lengi vel framan af var að bændur áttu sæmilegan heyjaforða frá hinu ágæta sumri árinu áður. Þó fór svo að hann tæmdist og þá gerði almennan skepnufelli um allt miðbik Norðurlands, Vesturland og víða um land. Sumarið byrjaði einnig með frosti og ofaná bættist aftaka ísalög fyrir allri norður-, austur- og vesturströnd- inni sem bægðu skipum frá landi. Tam. komst ekki skip inná Eyjafjörð fyrr en 6. júní og um sama leyti á aðrar hafnir norðanlands. Embættismenn sáu að almenn neyð vofði yfir og skoruðu á stjómvöld að fjölga siglingum með kom á verslun- arstaði, eftir að sæmilega siglingafært var orðið. Stjómvöld brugðust óvanalega rösklega við og létu dreifa komi til útlána meðal bágstaddra og bjargaði það áreiðanlega frá miklum mannfelli. Þó var komvara af skomum skammti víða í Eyjafirði og fiskur með minnsta móti, svo að til algers bjarg- arleysis horfði. [37]. Það var því mikil eftirvænting og vongleði í lofti þegar menn sáu að farmskip hafði varpað akkerum á Akureyrarpolli síðsumars árið 1859. Fátt þótti jafnmikill viðburður í litlum verslunarstað og koma slíks skips. Danski fáninn var dreginn að húni á verslunarhúsunum og karlar, konur og börn lögðu leið sína niður í fjöru til að mæna á þá sem af hafi komu og jafnvel bjóða þá velkomna ef svo bar undir. í þetta sinn var eftirvæntingin meiri en endranær og bar tvennt til. Menn voru þess fullvissir að skip þetta myndi færa þeim langþráða björg. Og svo hafði það kvisast út að meðal farþega væri fyrrverandi fakt- orssonur, Jóhann Jacob Mohr, sem orðinn væri slíkur bágindamaður að hann þyrfti að þiggja af sveit og sendur hreppaflutningi alla leið frá kóngsins Kaupmannahöfn. Hreppsómagar voru þessu fólki hvorki nýnæmi né augnayndi. Þeir voru allsstaðar og fjölgaði óðum. Og margur vildi allt til vinna að þurfa ekki að standa í þeirra sporum, því það vissu bæði guð og menn að land þetta var hörð fóstra slíku fólki, eink- um ef það var orðið gamalt og las- burða. En það gerðist ekki á hverjum degi að höfðingjasynir bættust í þennan hóp svo vissulega var nokkur tilbreyting í því að sjá hvemig svo- leiðis hreppsómagi liti út. Auk þess var það kært umræðuefni í fásinninu og bágindunum. En hafi einhver viðstaddra búist við að sjá hér dæmigerðan bágindamann, vesælan og auðmjúkan, þá skjátlaðist honum hrapallega. Þetta var hinn vörpulegasti maður sem bar utan á sér svipmót heldrimannauppeldis og for- frömunar á erlendri grundu, þótt auðsæilega væri hann markaður rún- um óreglusams lífernis. Eldri menn sem þekktu til drengs og könnuðust við fólk hans töldu að vísu fas hans ekki alveg eins ábúðar- mikið og þegar hann fyrir mörgum árum sprangaði hér um í þessu bæj- 124 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.