Heima er bezt - 01.04.1978, Page 17
arkríli sem sonur einhvers valdamesta
mannsins og menn hugðu að á honum
myndu rætast þær framtíðarspár sem
fylgdu hverju fulli í skírnarveislu hans
fyrir 53 árum þegar guðfeðurnir,
voldugu kaupmennirnir Hemmert og
Thyesen, skáluðu fyrir framtíð hans í
glitrandi veigum.
Hreppsnefnd Hrafnagilshrepps,
fulltrúar bjargálna bænda og kaup-
manna verslunarstaðarins, var yfir-
leitt sammála um að aðgát skyldi höfð
á allri ómagaframfærslu og reyndi að
stilla þeim útgjöldum sem mest í hóf,
en á þessum árum var fátækrafram-
færslan aðalviðfangsefni sveitarfélag-
anna. Þessvegna var aldrei hikað við
að efna til þrætumála út af sveitfesti
eða ómagaflutningum og voru deilur
um þessi efni tíðar milli sveitafélaga
og vafaómagar aldrei „forsorgaðir"
nema að undangengnum miklum
þrætum og langri refskák sem margir
sveitarstjórnarmenn voru meistarar í.
Jóhann Jacob Mohr virðist hafa
verið í sérflokki þurfalinga, svo notað
sé nútíma orðalag yfir stöðu hans.
Engar heimildir finnast um það að
hreppsnefndin hafi hið minnsta
maldað í móinn yfir því að þurfa að
veita honum viðtöku eða gert nokkra
tilraun til þess að koma honum af sér
án kostnaðar. Sannaðist hér áþreif-
anlega að annað er Hólastóll en
hundaþúfan.
Jóhann Jacob Mohr var ekki boð-
inn upp til sparnaðar á útgjöldum eins
og mjög tíðkaðist með bágindafólk í
sveitamannasamfélaginu íslenska,
heldur var hann vistaður á einhverju
mesta höfðingsheimili hreppsins,
stórbýlinu Grund, þar sem konfer-
ensráðsinna maddama Valgerður
Briem, nóðir Eggerts sýslumanns,
eyddi ellidögum. Hún hefur áreiðan-
lega minnst fornrar vináttu við for-
eldra þessa bágindamanns og látið
hann njóta þess í einhverju.
Þá má af ýmsu ráða að vinnuþreki
þessarar höfðingbornu niðursetu hafi
ekki verið ofboðið á stórbýlinu, því
hann er á eilífu flandri fram og til
baka milli Grundar og verslunarstað-
arins. Séð hefur verið um að hann
fengi sæmilega dróg undir sig til
þessara ferðalaga svo að danskir skór
hans slitnuðu ekki um of á mikilli
göngu.
Á því leikur ekki vafi að Jóhann
Jacob Mohr hefur notið foreldra
sinna og eins hins að hann var í
venslum og kunningsskap við sumt af
fyrirfólki verslunarstaðarins sem tví-
mælalaust hefur alið þá von í brjósti
að takast mætti að koma honum á
réttan kjöl í lífinu, þótt allar þær vonir
brigðust og það gæfist alveg uppá
honum um síðir.
í sumum manntalsskrám er hann
sagður fæddur í Reykjavík. Gefur það
til kynna að menn hafa ekki verið á
eitt sáttir um sveitfesti hans. Þó verður
ekki dregið í efa að séra Magnús Er-
lendsson á Hrafnagili skýri rétt frá því
í prestþjónustubók að hann væri
fæddur á Akureyri 1. apríl árið 1806
og að hann hafi skírt hann það sama
ár við pomp og pragt. Hreppsnefnd
Hrafnagilshrepps hefur og talið þetta
rétt vera, því að annars hefðu a.m.k.
bændafulltrúarnir reynt að koma af
sér þessari kostnaðarsömu niðursetu,
hvað svo sem fulltrúar verslunarstað-
arins hefðu sagt.
Foreldrar Jóhanns Jacobs Mohr
voru Andreas Daniel Mohr sem var
kunnur verslunarstjóri á Akureyri í
rúma þrjá áratugi, og kona hans Val-
gerður Sigurðardóttir frá Grund í
Hrafnagilshreppi.
í Akureyrarsögu Klemensar Jóns-
sonar segir að þau hjón hafi eignast
tvo syni, umræddan Jóhann Jacob og
Carl Ludvig sem síðar varð prestur í
Danmörku. í manntalinu frá 1816 er
hinsvegar getið enn eins sonar þeirra,
Kristians Ferdinants, sem þá virðist
hafa dáið ungur úr því að Klemens
getur hans ekki. Auk þess ólu þau
hjón upp stúlku, Ane Marie Olsen,
sem var systurdóttir Mohrs.
Andreas Daniel Mohr kom ungur
til Akureyrar og gerðist verslunar-
þjónn (assistent) við Kyhnsverslun
árið 1804 og kynntist þá hinni ungu
stúlku frá Grund og þau giftust árið
1806, skömmu fyrir fæðingu Jóhanns.
A. D. Mohr fluttist svo síðar til
Reykjavíkur og gerðist þar verslunar-
stjóri danskrar verslunar mörg ár. Ár-
ið 1821 kemur hann aftur til Akur-
eyrar og gerist verslunarstjóri annarr-
ar Gudmannsverslunarinnar þar.
Þeirri stöðu hélt hann til ársins 1852
að hann og kona hans fluttust alfarin
til Danmerkur þar sem þau létust,
hann árið 1857, hún 1864.
Mohr faktor var þekktur meðal
heldra fólks sem snjall fiðluleikari
(víólín). Og var m.a. til þess tekið, og
getið um það á prenti í Klausturpósti
Magnúsar Stephensens (nr. 2, 1821)
hve vel hann spilaði á hljóðfæri sitt
við jarðarför hins sæla amtmanns,
Stephans Stephensens á Hvítárvöll-
um.
Má vera að sonurinn, Jóhann, hafi
erft músíkhæfileika föðurins og
kunnað eitthvað fyrir sér í þeim efn-
um og þessvegna verið aufúsugestur í
samkvæmum heldra fólksins á Akur-
eyri.
Andreas Daniel Mohr faktor var
yfirleitt vel látinn og þótti hjálpsamur
og frekar sanngjam ef svo bar undir,
þótt vitanlega yrðu þar á dagaskipti
eftir duttlungum og kringumstæðum.
Hann gætti þó vel hagsmuna hús-
bónda síns sem löngum sat útí Kaup-
mannahöfn. Þá leikur grunur á að
einhverja samúð hafi hann haft með
réttindabaráttu íslendinga, a.m.k.
fyrst í stað, því hann var kaupandi sjö
eintaka Nýrra félagsrita Jóns Sig-
urðssonar og lánaði þau út til lestrar.
Þó kann þetta að hafa stafað af bóka-
söfnunarnáttúru hans, en í verslunar-
húsum sínum geymdi hann vísinn að
því bókasafni sem seinna nefndist
Amtsbókasafn og varð þessi bóka-
varðveisla tilefni sögulegs þrass milli
hans og Gríms amtmanns Jónssonar í
Friðriksgáfu (Möðruvöllum). Sú deila
verður ekki hér til umræðu. A.D.
Mohr má því með miklum rétti kalla
fyrsta amtsbókavörðinn.
Sonurinn, Jóhann Jacob, mun hafa
lært beykisiðn í Danmörku, gifst og
átt þar heima í mörg ár. í flestum
manntalsskrám er hann sagður ekkill.
En eitthvað hefur brostið í lífi þessa
manns, annað hvort vegna konumiss-
isins, drykkjuhneigðar eða annarra
þverbresta, því hann verður að segja
sig til sveitar útí Kaupmannahöfn og
borgarstjórnin vill út af lífinu losna
við hann og þessvegna hafði hann
verið sendur hreppaflutningi til fæð-
ingarbæjar síns síðsumars árið 1859.
[38].
Heima er bezt 125