Heima er bezt - 01.04.1978, Page 18

Heima er bezt - 01.04.1978, Page 18
Myndaf Akureyri, tekin fyrir aldamól. Svipað þessu hefur staðurinn litið út er Jóhann Jacob Mohr kom frá Kaup- mannahöfn síðsumars árið 1859. Myndin er merkt H. Schiöth, en þau hjón Anna og Hendrik Schiöth lœrðu Ijósmyndagerð og tóku margar prýði- legar myndir á Akureyri, einkum þó Anna sem merkti margar myndir sínar manni sínum. Eign Minjasafnsins á Akureyri. í reikningum Hrafnagilshrepps 1859—1860, undir 15. lið,standa þessi orð: „Jóhann Jacob Mohr kom seint á sumri, var hér á hrepp frá Kaup- mannahöfn, kostaði ferð hans hingað 30 rbd. og fyrir forsorgun hans síðan 20 rbd., samtals 50 rbd.“ Hreppsnefnd Hrafnagilshrepps hefur áreiðanlega gert sér fulla grein fyrir því að kostnaður fylgdi þessari sendingu og eins hinu að meiri mundi á eftir fylgja. Kaupmannahöfn gerir von bráðar kröfu á hreppinn fyrir greiðslu á næstum því 143 rbd. sem talinn var ómagakostnaður hans þar ytra. Stefáni Thorarensen sýslumanni var falið að innheimta þessa skuld sem hann gerir með bréfi til hrepps- nefndarinnar dagsettu 15. apríl 1860. Eitthvað hefur það samt staðið í hreppsnefndinni að greiða þessa miklu skuld því sýslumaður krefst enn greiðslu með nýju bréfi dags. 4. sept. 1861. Og skuldin er enn ógreidd þegar skiptin fara fram milli hins verðandi Akureyrarkaupstaðar og Hrafnagils- hrepps árið 1863, en þá var ákveðið að skipti á eignum og ómögum færu fram eftir hlutfallinu 4:5. Gekk þetta allt fyrir sig í sátt og samlyndi. 1 hlut hins væntanlega kaupstaðar kom að framfæra 8 ómaga og þeirra á meðal var auðvitað Jóhann Jacob Mohr. Þessu til viðbótar varð svo bæjarfé- lagið að líta til með fimm fjölskyldum vegna báginda þeirra. Skuldinni til Kaupmannahafnar var skipt á milli hrepps og kaupstaðar eftir umsömdu skiptahlutfalli og skyldi kaupstaður- inn greiða 63 rbd. og 53 sk. en hrepp- urinn fast að 79 ríkisbankadölum. Árið 1864 krefst sýslumaður, sem þá var orðinn bæjarfógeti hins nýja kaupstaðar, að skuldin verði tekin til greina þegar útsvör voru lögð á bæj- arbúa í fyrsta skipti eftir að hreppur og verslunarstaður höfðu slitið sam- vistum. Var svo gert. Og auðvitað fékk Kaupmannahafnarborg sína peninga. Mestu dýrðardagar þessa rótlausa faktorssonar voru þegar hann valsaði um í híbýlum Eyrarlandsmaddöm- unnar og notfærði sér ótæpilega gjaf- mildi hennar og höfðingsskap. Það mun vandfundin sú tóbaks- nautn sem Jóhann Jacob Mohr stundaði ekki. Hann tyggur skro, tek- ur í nefið, svælir pípu og púar vindla, og allt á kostnað vinkonu sinnar, að ógleymdum þeim kynstrum af 126 Heima er bezl

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.