Heima er bezt - 01.04.1978, Blaðsíða 21

Heima er bezt - 01.04.1978, Blaðsíða 21
GÍSLI HÖGNASON, LÆK, HRAUNGERÐISHREPPI: Bodö — Tromsey FRAMHALD Þar sem starfsdegi er lokið sýnir Solvang gestum búið og getur um starfsemi þess. Búið tók á móti 23.630.073.74 kíló mjólkur, þar af geitamjólk 7.6 milljón kg. (tölur frá 1976). 130 bændur með 1565 kýr skipta við búið en hefur fækkað um 5 á árinu. 26 eru geitabændur með 1319 geitur, fjölgaði um 10 á árinu. Svona til gamans skal þess getið hér, af því að á íslandi er talað um norskan smábúskap, að af þessum 156 bændum leggja 46 þeirra inn meir en 52 þús. kg mjólkur. Stærsti kúabóndinn er með 316.241 kg en stærsti geitabóndinn, Sólveig Westerbotn, 57.285 kíló; frúin sú þarf ekkert að fyrirverða sig. Er Helge Solvang hafði lokið fræðslu sinni og gengið var út gaf hann hverj- um gesti Vikg. af geitarosti. Sagan er þó ekki búin öll, því mjólkurbúið er einnig sölufélag. Hér geta bændur fengið, og fá allar rekstrarvörur sínar, áburð mél eða fóðurvörur, stórvirkar vélar allt til handverkfæra t.d. eru þeir búnir að selja 800 dráttarvélar á fáum árum, allar sömu tegundar Joh. Dyer, hann er vinsæll hér. Fyrst var byrjað smátt, reistur stór söluskáli, en brátt varð hann alltof lítill og öðrum bætt við ennþá stærri, en það er bara ekki nóg því nú skal hefja stórframkvæmdir. Enn einn geymsluskála skal byggja og stóran mélsíló fyrir laust fóður. Svo koma stór skip sunnan úr landi með laust fóður og dæla því í turninn, og því svo ekið til bænda á tankbílum. Það er reisn yfir bændunum hér. Þeir eru ekki haldnir neinni minnimáttarkennd gagnvart framtíðinni. Nú er boðið upp á kaffisopa (Kaffepause) í fundarsa! mjólkurbúsins, sem rúmar vel um 120 manns við mat- borð. Kvenfélagskonur sveitarinnar sjá um veitingar, 5 að tölu og ein íslensk bóndakona í sveitinni sem ætlar svo að fylgja hópnum til Bodo. Þessar konur voru hver annarri glæsilegri og það var var ljúffengur matur, sem þær báru á borð, enda var honum vel tekið. Síðan kom kaffi með ljúffengu heimabökuðu brauði með alls konar áleggi.Fjórar tertusortir voru bornar fram og gestir beðnir að reyna að nota nú þetta, það var svikalaust gert, enda lostæti. En það var bara ekki þar með búið. Er átið fór að tregast eru bornar fram hlemmistórar og þykkar rjóma- tertur, og hafi ekki verið gengið yfir Flóa karl áður, þá varð það nú, því slíkt og þvílíkt hafði hann varla lifað. Karl leitaði líka fram í eldhús í veislulok, þakkaði og kvaddi með handabandi, og bauð þeim að líta við hjá sér er þær kæmu til íslands. Agnar þakkaði með ræðu, og að henni lokinni lagði hann á herðar formanni kvenfélagsins fallega gæru. Slíkar gjafir virtust vel þegnar hér. Kvatt var og ekið til Moen í Málsevsveit en þar eru 8.100 íbúar á 3.219 km2 lands- svæði. Hér víkka dalir milli gnæfandi snjóþaktra tinda, vötn og skógar skiptast á, landið hækkar. íshroði er enn á sumum vatnanna, andstæða grænna skógarhlíða. Þetta er land forfeðra gamla bóndans, úr Flóa, blóð hans streymir líka örar er honum verður ljós sú vissa að hann eigi tvö föðurlönd. Klukkan átta um kvöldið er ekið í hlað á gististað, landlitlum bóndabæ, sem breytt hefur verið í sumargisti- stað með sumarhúsum, skammt frá aðalvegi, fast við Málsevfossinn, sem er aðeins 12 m hár, aðeins há flúð, en áin er vatnsmikil og veiðiá. Eftir sameiginlegan kvöld- verð, sem í rauninni var óþarfur, eftir veitingamar í Bals- fjord, var skemmtikvöld í danssal hússins, 17. júni hátíð íslendinga, þó í seinna lagi væri. Glatt var kvöld og gott, með söng, gamanþáttum og að lokum dansi til klukkan eitt eftir miðnætti, við undirleik norsks píanóleikara, sem kannski lék á japanskt orgel. Frændur tveggja þjóða nutu stundarinnar með tilfinn- ingu og vitund um að í æðum þeirra rann sama blóð. Mildir geislar miðnætursólar norðurhjarans laða fram i hugann þá samkennd. Að .lokum er það Málsevfossinn einn er slær hörpu sína. Þungur, sterkur niður hans berst um víðáttu skóganna með síbreytilegri tóntegund. Það er vorið sem kallar, þig og mig til nýrra dáða, vor tveggja frændþjóða í norðri. Gamli íslenski bóndinn nýtur aðeins lágnættisblundar, líkt og þröstur á grein. Hann sér sólina hækka á himni, sól sem aldrei hefur sigið til viðar, allt er hljótt og undur- samlega kyrrt. í brjósti gamals manns titrar strengur, sem vekur ljúfa kennd, er þrestirnir hefja morgunsöng með síbreytilegri tónhæð, það er er óður til hans, sem leitar að slóð horfinna feðra. Nú eru fornar götur grónar og kjalsog bátanna horfið í lygn sundin, aðeins draumsýn leitandi ferðalangs. Allt er þögult og kyrrt og fuglar skóganna hafa lokið morgunsöng. En svo heyrast sérstæð hljóð úr krón- um trjánna, hér er líka krafist morgunverðar. í flæðarmáli Málsevarinnar liggja bátar bundnir við grein, veiði- mennirnir sofa og dreymir fyrir daglátum, eftir veiðisögur og hreystiverk. En er það ekki í andstöðu við lífið sjálft og tilveru á þessari fögru jörð, að menn skuli finna til unaðarkenndar við að svipta aðra fjöri, frelsi og lífi. Gengið er með ánni. Þar stendur íslenskur áttræður Heima er bezt 129

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.