Heima er bezt - 01.04.1978, Side 24
ÞORSTEINN BJÖRNSSON FRÁ MIKLABÆ
„Mér eru fomu minnin kær,
meir en sumt hið nýrra“
Eitt sinn þegar Magnús Gíslason fyrrverandi
hreppstjóri á Frostastöðum kom í heimsókn til
mín fyrir mörgum árum, rifjuðust upp fyrir mér
gamlar minningar um fyrstu komu mina að
Frostastöðum.
Þetta er nú orðin 77 ára gömul endurminning eða u.þ.b.
Um haustið 1899 í októbermánuði síðla, vorum við,
Guðbrandur bróðir minn og ég látnir reka prestslömbin
svokölluðu út í Flugumýrarsókn. Ég var 10 ára en hann 15
ára.
Eg hugði víst gott til glóðarinnar að fá að reka
fóðralömbin út í Flugumýrarsókn. Við lögðum á stað með
lömbin úr málaverkum eða þegar við vorum búnir að
borða morgunmatinn. Vorum vel útbúnir með nýja skó,
nesti þurftum við ekki. En það man ég að síðast voru mér
bundnar nýjar fótólar sem faðir minn átti. Ekki man ég
alveg með vissu hvað lömbin voru mörg. Eitthvað á milli
10 og 20. Nær 20 höfðum við farið með lömbin í
Akratorfubæina, sem mig minnir, en það var svo
alvanalegt að koma í Torfuna að það er ekki eins fast í
hugann bundið eins og hitt ferðalagið.
Allt voru þetta fjallalömb, hvítar gimbrar homóttar.
Allar sumargengnar af Krókárdal í Silfrastaðaafrétt.
Þangað voru lömbin ætíð rekin eftir fráfærumar, því þar
eru hagar miklir og kjamgóðir. Þótti þeim þar vel borgið
sumarlangt.
Sú ferðaáætlun var okkur gefin að við skyldum stansa í
Réttarholti og hvergi á öðrum bæjum en gista á
Frostastöðum.
Ekki man ég annað en að okkur gengi sæmilega að reka
lömbin yfir Dalsána, sem er þó nokkurt vatnsfall en það
var ekki neitt farið að frjósa að henni því tíð var góð. Mig
minnir að þennan dag væri sunnanátt hæg, aðeins
andvari.
Þegar við komum út á Dalsáreyrarnar kom maður á
móti okkur. Þekktum við hann gjörla, var það Óli frá
Djúpadal, bróðir Jóns á Þorleifsstöðum, einsýnum með
svarta bót fyrir öðru auganu. Fór til Ameríku vorið næst a
á eftir. Kom hingað upp snögga ferð 1930, og þekktum við
þá aftur hvom annan eftir þrjátíu ár. Fór hann að athuga
lömbin og ráðleggja okkur að láta ekki velja úr hjá okkur
heldur vera ákveðnir á hvaða bæ hvert lamb skyldi fara,
annars yrðu lélegustu lömbin eftir síðast.
Fyrsta lambið sem við afhentum í fóður var á
Syðstu-Grund. Annað varð eftir á Mið-Grund hjá
Gunnlaugi bónda er þar bjó.
Frá Mið-Grund héldum við út að Réttarholti. Varð ég
mjög feginn að komast þangað af því að okkur var leyft að
stansa þar. Hef líklega verið farinn að þreytast eftir
gönguna. Þar afhentum við eitt lambið, en hin lömbin
voru rekin á beit á bakkana fyrir ofan lækinn, og litið eftir
þeim á meðan við stoppuðum. Þá bjó í Réttarholti,
Rögnvaldur Björnsson sýslunefndarmaður. Hann leiddi
okkur í baðstofu til Freyju konu sinnar. Fengum við þar
hinar hlýlegustu og beztu viðtökur sem frekast orðið gat,
því þetta var eitthvert almesta rausnarheimili sveitarinnar
og áreiðanlega hvergi betra að koma. Var mér boðið sæti
þar í svo mjúkum stól með fjaðrasetu, að í slíkt sæti hafði
ég aldrei sezt fyrr. Atti víst hálf bágt með að sitja kyrr í
honum. Þurfti að smá hreyfa mig til að finna sem bezt
mýktina í fjöðrunum. Húsfreyja sýndi mér tvær dætur
sínar, sem voru svo að segja á sama aldri og ég, Filipíu og
Margréti. önnur, Filipía hálfu ári eldri, en Margrét hálfu
ári yngri. Filipía dó vorið eftir. Atti augun svo engilhrein
og skýr, hefir systir hennar sagt mér, að með fádæmum
var. Hin dóttirin varð konan mín eftir tólf ár. Höfum við
nú búið saman í ástúðlegu hjónabandi í 65 ár. Þama sá ég
hana í fyrsta sinni.
Eftir þessa ágætu hvíld og hlýlegu viðtökur í Réttarholti
héldum við áfram ferð okkar með lömbin. Hafði Jón
sonur þeirra hjóna í Réttarholti gætt þeirra á meðan við
stönsuðum. Hann varð síðar bóndi í Réttarholti, dó
ungur. Fórum við upp Hvammsáreyrar upp að
Flugumýrarhvammi. Þar bjó Albert Jónsson. Skildum við
þar eftir þrjú lömb, eitt að Hvammi, annað að Torfmýri,
það þriðja sem átti að fara fram í Djúpadal.
Frá Flugumýrarhvammi héldum við að Bjamastöðum,
þar var tvíbýli. Á öðru búinu bjó Stefán Sigurgeirssson,
fór til Ameríku þar skömmu á eftir. Vildi hann vera alveg
Framhald á bls. 136
132 Heima er bezt