Heima er bezt - 01.04.1978, Side 25
Kveð ég mér
til hugarhœgðar
Gunnar Sigmar Sigurjónsson er fæddur 27.
febrúar 1912 að Hólakoti á Reykjaströnd.
Ólst upp hjá foreldrum sínum, þar og á
Skefilsstöðum fram um tvítugsaldur. Stund-
aði næstu árin byggingavinnu á ýmsum stöð-
um. Flutti 1940 til Akureyrar og lauk námi 1
húsasmíði, og hefir starfað við þá iðn að
mestu leyti síðan.
í ORÐASTAÐ HALLANDS-MÖNGU.
Motlo:
Lét mig hanga Hallands-Manga
herðadrangann viður sinn,
fold réð banga flegðan langa
fram á stranga húsganginn.
Hjálmar Jónsson.
Neinn ei ræður náttstað sínum
nokkurs ganga beggja, er verð.
Sinnt hafa fáir málstað mínum
menn er ræða okkar ferð.
Síðar þú mér sendir kveðju,
sveið mér oft þitt húsgangsspjall
við þinni hljóms og háttasveðju
hlífðir engum, kvæðasnjall.
Þröngur bænda þá var hagur
þrotlaust strit hjá vinnulýð.
Það var enginn búgarðsbragur
á bænum Hallands í þann tíð.
Úti á hjami ýmsir deyja.
—Áþján dönsk og veður svöl.—
Reyndi hver að þrauka og þreyja
það var fárra kosta völ.
Ég var hjú á bóndans búi
bauðst mér fátt sem gladdi hug.
Þótt nú enginn þessu trúi
þá var helst að sýna dug.
Bóndans orð á bænum gilda
brást þér húsfreyjunnar stoð.
Það var hefð og hjúaskylda
húsbóndans að virða boð.
Mér var skipað burt að bera
af bænum hvítavoðunginn.
Og hvað átti ég að gera
annað: Kæri Hjálmar minn.
Úr engu hafði eg voð að vefa
að vefja um litla kroppinn þinn,
og ekkert átti eg að gefa
utan bara skrokkinn minn.
Við hans hlýju und herðadranga
hlaustu blund í friði og ró,
meðan að eg mátti spranga
millum bæja í hríð og snjó.
Að Dálksstöðum leið nam leggja,
ljúft var fagnað okkur tveim;
það var happ og blessun beggja
að barði ég að ranni þeim.
Langa hefi eg götu gengið,
glöp og sigra við ei tef.
Og skeytið kalda frá þér fengið,
fyrirgefið líka hef.
STADDUR í BRATTAHLÍÐ Á GRÆNLANDI.
Gleðja gests auga
gull og perlur,
dregnar á band
blárrar ránar.
Stiklar góðfiski
grunn og elfur.
Sindra í sólskini
sögustaðir.
Skrýðast skrautgrýtt fjöll
skrúða grænum
þars víðir og björk
blíðmál hjala,
en eyrarrós hylur
holt og aura
og bláklukka blessuð
í bolla hverjum.
Skyrpir upplandsís
jökuljöxlum
um kalda kverk
Korok fjarðar.
En Eiríksáll
ylríkur
bræðir breðafley
í bláum faðmi.
Heima er bezt 133