Heima er bezt - 01.04.1978, Síða 26

Heima er bezt - 01.04.1978, Síða 26
Hvert mannsbarn á íslandi kann vísur Jónasar Hall- grímssonar sem almennt ganga undir nafninu Nú er vetur úr bœ og er tvímælalaust eitt þekktasta sumarljóð okkar. En sennilega eru þeir ekki margir sem vita það að þessar tvær vísur, sem oftast eru sungnar, eru aðeins upphafið á lengra kvæði, heillaósk til vinar skáldsins, séra Þorgeirs Guðmundssonar. Hann var um tíma aðstoðarprestur við Hólmsins kirkju í Kaupmannhöfn en hafði fengið brauð á á Lálandi, í Glólundi (Glostrup) og Grashaga (Græs- hage). Jónasi og örðum vinum hans þarytra fannst tilvalið að halda honum samsæti af þessu tilefni og þar var þetta kvæði sungið í fyrsta sinni. Svo haglega eru tvær fyrstu vísur þessa kveðjukvæðis til Þorgeirs gerðar að engum dettur annað í hug en Jónas hafi fyrir augum íslenska náttúru sem er að búa sig undir að varpa frá sér vetrarkuflinum og klæðast sumarskrúðan- um. Og bragarhátturinn er þannig að okkur finnst hann hljóti að hafa átt heima á íslensku kvíabóli um aldir. Þó er deginum ljósara að þegar Jónas yrkir þetta kvæði sitt sér hann danskt sumarlandslag; kjóllinn sem brunar yfir sund er báturinn með fannhvítu seglunum sem hann sér við sjónarönd á sefgrænu dönsku sundunum, og farfugl- inn kemur til Sjálandsstranda úr „suðrinu heita“ rétt eins og hingað heim. Og íslenskt eyra hafði áreiðanlega aldrei fyrr numið bragarháttinn, enda lærður af þeirri ljóðlist sem mestum blóma hafði náð á miðöldum í Suð- ur-Evrópu. En þannig geta þeir einir unnið sem skáld- neistann bera í sér og skapað verk sem verða rammís- lenskt í vitund þeirra sem eiga að njóta. Slíkum mönnum er alveg óhætt að ganga á vit erlendrar menningar í þvi skyni að tileinka sér það besta og nytsamasta sem hún hefur uppá að bjóða án þess sjálfir að verða bergnumdir. Mér finnst tilvalið í tilefni sumarkomunnar að birta þetta umrædda kvæði Jónasar í heilu lagi. KVEÐJA ÍSLENDINGA TIL SÉRA ÞORGEIRS GUÐMUNDSSONAR 26. apríl 1839. Brunar kjóll yfir sund, flýgur fákur um grund, kemur fugl heim úr suðrinu heita; nú er vetur úr bæ, rann í sefgrænan sæ, nú er sumrinu fögnuð að veita. Verum röskir í dag, kveðum víkingalag, svo menn viti vér ætlum að berjast; herjum flöskurnar á, og það fari sem má, og þeir falli sem ná ei að verjast. Verum glaðir í dag, er í vinar vors hag hefir veröldin maklega gengið; senn er Glólundur grænn, senn er Grashagi vænn, þar mun gaman að reika yfir engið. Þó vér skiljum um stund, þá mun fagnaðarfund okkur fljótt bera aftur að höndum; því að hjólið fer ótt, því að fleyið er fljótt, er oss flytur að Glólundar ströndum. Þegar lauf skrýðir björk, þegar ljósgul um mörk rennur lifandi kornstanga móða, þá mun farið af stað, þá mun þeyst heim í hlað til hans Þorgeirs í Iundinum góða. Þá mun sjón verða að sjá, hvernig hirðinum hjá þar í haganum sauða þrífst fjöldinn; þá mun riðið í lund til að stytta sér stund, þá mun staupunum glamrað á kvöldin. Farðu glaður af stað, leiði gæfan í hlað þig á Glólundar hagsæla inni. Vertu, Þorgeir vor, sæll! vertu, vinur vor, sæll! þetta veri vort skilnaðarminni. Nú ervetur úr bæ, rann í sefgrænan sæ og þar sefur í djúpinu væra; en sumarið blítt kemur fagurt og frítt meður fjörgjafar-ljósinu skæra. Hafðu þökk fyrir allt, er þú varst oss ávallt! Nú mun vandhæfi slíkan að finna. Veiti hamingjan þér það, sem hugsum nú vér, góði hugljúfinn bræðranna þinna! 134 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.