Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.1978, Qupperneq 31

Heima er bezt - 01.04.1978, Qupperneq 31
jafnvægi. Líklega var hún viðkvæm og ör í skapi, hugsaði Ranka, enda ekki gott að vita, hvað hún sækir í þá ættina, sem hún líkist mest í. „Enginn veit hvað undir annars stakki býr“. Kristján leit til frú Herborgar og spurði hana hvort það væri ekki orðið nokkuð áliðið. — Nei, það liggur ekkert á alveg strax. Við sitjum svo- lítið lengur í þetta sinn. Þórá og Kristján sátu á móti Rönku við borðið. Þau voru fámælt og henni virtust þau alvarleg, einkum hún. Það var léttara yfir honum, en það var eins og hann liti með áhyggjusvip til konu sinnar, sem var annars hugar og tók ekki eftir því. Rönku fannst Þóra myndarleg í sjón, en eitthvað vantaði á að hún nyti sín. Hún var og niðurbeygð og gleðivana. Randa brosti til hennar. — Æ, hvenær farið þið í fjósið Þóra? — Svona um sjöleytið og eins á morgnana. — Hver sér um mjaltirnar? — Eiginlega við Geirþrúður. Við höfum hjálpast að í vetur. Nú verður farið að láta út kýrnar, þegar grænkar meira og kannske á næstu dögum ef veðrið verður svona gott. Þær hafa gott af að viðra sig. — Von að þær verði fegnar, greip Hannes fram í. — Búnar að kúldrast inni í marga mánuði. Ég hlakka til að sjá, þegar þær verða settar út. Þær eru svo ánægðar, þó þær séu sannarlega „nautstirðar" en það lagast svolítið, þegar frá líður. En ég kenni í brjósti um Goða, hann verður inni auminginn fyrst um sinn. Þóra ansaði snöggt. — Sér er nú hver auminginn. Honum er nær að vera ekki svona mannillur, þá fengi hann að vera úti allt sumarið. — Það getur nú enginn gert að því, hvernig hann er gerður, allra síst blessaðar skepnurnar. Þetta er nú þeirra eðli, segir Kristján rólega. Honum þykir vænt um Goða og man ennþá þegar hann sótti hann í aðra sveit, þá svolítið angaskinn af landsfrægu kúakyni í báðar ættir. Honum óx fljótt fiskur um hrygg og nú átti hann marga efnilega afkomendur í sveitinni og víðar. Nú var Goði tíu vetra og skapið versnaði með aldrinum svo lítið varð við hann ráðið og honum var gefið inni. Með haustinu yrðu dagar hans taldir. — Mig langar til að hjálpa þér í kvöld. Má ég koma með þér í fjósið? spurði Dísa. — Ég kann þó alltént að mjólka, þó ég kunni ekki margt. Má ég það ekki, Þóra? — Jú, mín vegna, það væri ágætt. Þakka þér fyrir, Dísa mín, svaraði Þóra. — Tvíburarnir koma seint eins og vanalega, ef ég þekki þá rétt. Fröken Valgerður leggur lítið til málanna, en horfir á Rönku og Dísu. — Þið eruð sannarlega ekki líkar, ungu stúlkurnar, segir hún loks. — Þið eruð eins og hvítt og svart. — Já, það er satt, segir Ranka og verður glettin á svip- inn. — Kannske er innrætið öfugt við útlitið. — Það væri nú verra fyrir þig, svarar Valgerður og brosir.— Ég er að vona, að þetta góða veður, sem þið unga fólkið komuð með, haldist áfram. Mig dreymdi vel fyrir komu ykkar hingað, en þið trúið kannski ekki á drauma. það er heldur ekkert að marka þá alla. Á ykkar aldri dreymir fólk helst dagdrauma, en þeir rætast nú ekki allir, fremur en hinir. Ég vona bara að allt gangi vel í sumar fyrir okkur öllum, en guð einn veit hvað hverjum og einum er fyrir bestu. Fröken Valgerður brosti framan í Dísu. — Þú ert lík föður þínum í sjón. — Þekkir þú pabba minn? — Nei, en ég hef séð hann, að vísu er langt síðan. eg kynntist ömmu þinni, þegar við vorum ungar, og fallegri stúlku hef ég varla séð, svo var hún líka eins góð og hún var fríð. — Amma hlýtur að vera miklu eldri en þú? — Nei, en ég þakka góða mín. Ég er þó nokkru eldri en hún. Ævin okkar hefur ekki verið sambærileg. Amma þín hefur gert heldur meira gagn í veröldinni en ég, sem hef haft það léttara. Hún hefur eignast mörg mannvænleg börn og staðið vel í stöðu sinni í lífinu. Þóra horfir rannsakandi á Dísu. Þær sjá hana brosa í fyrsta sinn síðan þær komu. En hvað henni fer vel vel að brosa, hugsar Ranka. — Er Arndís á Fellsgund amma þín? spyr Þóra. — Það hlaut að vera, þó þú sért ekkert lík henni, en nafnið er sjaldgæft og þú alnafna hennar. Guð blessi hana. Engin vandalaus manneskja hefur verið mér eins góð og hún, þegar ég þurfti mest með. Við höfum ekki sést síðan en mér býður í grun, að við eigum eftir að hittast. — Ja, hver veit, segir fröken Valgerður íbyggin. — Þið eruð nú meira en lítið leyndardómsfullar núna, segir frú Herborg og bætir brosandi við: „Ekki er mark að draumum“, var sagt forðum, en ég held að ég fari nú að minnsta kosti að reyna að muna hvað mig dreymir hér eftir. — Já, það ættir þú að gera, svaraði mágkona hennar, — ef þér finnst að einhver meining sé í draumnum. Kristján tekur í hönd konu sinnar. — Dreymdi þig eitthvað, Þóra mín, eins og stundum áður? — Já, ég segi þér það kannske seinna, en ekki fyrst um sinn. Ranka velti fyrir sér, hvort ekki gæti verið skemmtilegt að vita fram í tímann .. . og þó. Hún trúði ekki á neitt fyrirfram ákveðið eða yfirnáttúrlegt, hafði aðeins hugsað sér að gera sitt besta, hvar sem henni yrði ætlaður staður í framtíðinni. Útundan sér heyrði hún Sigurbjörn og prestinn vera að tala um búskaparhætti fyrr og nú. Þeir voru svo niðursokknir í þetta hugðarefni sitt, að þeir tóku ekki eftir öðru þá stundina. Frú Herborg stóð upp og kinkaði kolli til Þóru. — Sitjið þið róleg svolítið lengur, sagði hún við hin. — Við Þóra ætlum að skerpa aðeins á könnunni. Innan stundar komu þær með kaffibolla og allt til- heyrandi á stórum bakka og bað frúin þau að gjöra svo vel að skenkja sér sjálf og vera eins og heima hjá sér. Kaffið var góð hressing á eftir öllu kjarnmetinu. — Verði ykkur að góðu, sagði séra Halldór um leið og hann stóð upp — og þakka ykkur fyrir stundina. Þau nýkomnu réttu hjónunum höndina og þökkuðu fyrir góðar veitingar. Heima er bezt 139

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.