Heima er bezt - 01.04.1978, Qupperneq 32
— Þetta voru sannarlega hlýlegar móttökur, varð Sig-
urbirni að orði er þeir Kristján gengu út traðirnar. Þeir
ætluðu að gá að lambánum fyrir nóttina.
— Já, þau eru einstakar ágætismanneskjur, hjónin
hérna, það má nú segja. Við Þóra mín erum búin að vera
héma á ahnan áratug og hvergi hefur okkur liðið betur.
Við bjuggum nokkur ár á býli hérna í sveitinni. Á meðan
við vorum ung og fundum hvergi til lék allt í lyndi, en svo
breyttist allt og einhvernveginn misstum við móðinn. Þóra
varð heilsulítil og sinnulaus um tíma, en fór smátt og
smátt að ná sér, en þá kom annað áfallið og ekki var um
neitt að ræða annað en hætta búskapnum. Síðan höfum
við verið í húsmennsku hérna. Þóra náði sér með tíman-
um, það var vinnan sem bjargaði henni. Ég held að vinn-
an sé besta óminnismeðalið sem til er. Við eigum nokkrar
kindur og tvo hesta. Það er betra en ekkert að hafa eitt-
hvað að hugsa um. Eins og þú veist þurfa ailir að vinna
mikið, en það er ekki sama hjá hverjum maður vinnur.
Húsbændurnir hérna hafa reynst okkur svo vel að eins-
dæmi er. Fyrir þau vinnum við með glöðu geði og svo er
um flesta, sem hér hafa verið, lengri eða skemmri tíma.
Sigurbjörn var svo nærgætinn, að hann spurði Kristján
einskis, hugsaði með sér að honum mundi erfitt að tala
meira um hagi sína að þessu sinni. Hann átti eftir að
kynnast honum og öllum þarna þetta sumarið. Margt gat
skeð á skemmri tíma en einu sumri.
Þeir þögðu um stund og gengu áfram upp hlíðina.
— Við skulum ganga hérna upp fyrir hæðina og vita
hvort við finnum ekki eitthvað af nýbærum í drögunum,
sagði Kristján og reyndist sannspár. Þarna voru nokkrar
nýbærur og virtist allt í lagi með þær og lömbin. Skammt
frá lá ein ærin og var að bera. Gaf hún frá sér hásar stunur
og virtist ganga erfiðlega.
Kristján athugaði ána og sá að lambið bar skakkt að.
Hann kraup niður og bað Sigurbjörn að halda við ána því
nú þyrfti að bregða skjótt við, ef ekki ætti illa að fara.
Kristján var eins og besta ljósmóðir og gat snúið lambinu
til svo það kom eftir litla stund, en var líflítið og dasað og
ærin einnig. Seinna lambið kom með venjulegum hætti og
ærin reyndi að veikum mætti að standa upp en tókst ekki.
Sigurbjörn færði fyrra lambið til hennar og tók hún
móðurlega til við að kara það liggjandi og þegar hún hafði
hreinsað höfuðið vel, fór lambið að snörla hressilega og
reyna að brölta. Þegar ærin var loks staðin upp og lömbin
komin á spena, héldu þeir áfram. Þeir fundu ekki fleira
athugavert í þetta sinn og sneru heim á leið. Kvöldið var
hlýtt og gróðurangan í lofti.
— Já, það er nú svo, sagði Kristján. — Þegar allt lifnar
og grær á vorin, finnst mér ég verða ungur í annað sinn og
lífið þess virði að lifa því. Þó að árin færist yfir, er maður
alltaf ungur innst inni og okkur ber að þakka guði hið
góða þó ýmislegt hafi á móti blásið. Áfallalaust kemst
enginn gegn um lífið. Þetta hefur allt sinn tilgang. Ójá,
ójá. Nú verður látlaust áframhald á sauðburðinum fram í
júní. Það er allt í lagi með ærnar í svona góðu veðri. Ég hef
andvara á mér á nóttunni um þetta leyti, og ef við hýsum
féð í hrakviðrum og vorkuldum, sef ég oft í fjárhúsinu.
Það er vissara því alltaf getur eitthvað borið út af og
ánægjulegt þykir mér að taka á móti þessum litlu öngum
og hjálpa þeim fyrstu sporin, ef á þarf að halda. Þá til-
finningu kannast hver einasti fjármaður við og það eru
fleiri en þeir, sem svo eru gerðir, sem betur fer. Hannes
frændi minn er lipur við féð og Geirþrúður er líka betri en
engin. Það er efnileg stúlka og ef hún væri drengur, held
ég að hún vildi helst verða dýralæknir, nærfærin og lag-
hent við flest, sú stúlka. Snæbjöm er ekkert líkur tví-
burasystur sinni, alvörugefinn og töluvert þungur í lund,
ekki eins blíður og hún, en þau eru samrýmd þrátt fyrir
það. Ef mér skjátlast ekki, held ég að hann sé efni í
einhvers konar stjórnanda, til dæmis sýslumann, og hann
mun læra það sem hann vill helst. Það fá bræðurnir hér
allir. Heimilið er efnað og þau eru dugleg prestshjónin og
þannig gerð að þau hugsa mest um farsæld barna sinna og
annarra. Mér er engin launung á því að mér þykir vænst
um tvíburana af systkinunum, enda liggja til þess vissar
ástæður, sem ég segi þér seinna. En nú förum við inn og
höfum það rólegt, þú átt Iíka eftir að skoða bæinn, sagði
Kristján að endingu við Sigurbjörn, sem ekki hafði gripið
fram í þessa löngu ræðu hans.
6. kafli.
Dísa fór í fjósið með Þóru og Hannesi, þvi nóg var að gera.
Henni varð starsýnt á Goða og hann lét ófriðlega, var illa
við ókunnuga fyrst í stað og setti undir sig hausinn og
bölvaði. Dísa fór að reyna að friða hann og talaði við hann
í gælutón sem best hún kunni og var alveg óhrædd, enda
var hann rammlega bundinn á traustlegum bás.
— Láttu ekki svona illa, Goði minn! Vertu nú góður og
lofaðu mér að klóra þér bak við eyrun. Svo fór hún í næsta
bás og teygði sig og klappaði honum á hálsinn. Goði leit
upp, hætti að bölva, en ranghvolfdi augunum, ljótur á
svipinn.
— Svona, Svona, sagði Dísa. — Vertu nú góða
bamið.
Þóra og Hannes brostu að þessum tilgangslausu fortöl-
um Dísu. En sjáum til. „Bamið“ fór að stillast og virtist
hlusta á þessa undarlegu, sefandi blíðu rödd. Svo gerði
Goði nokkuð óvenjulegt. Hann teygði hausinn fram yfir
milligerðið og Dísa lagði vanga sinn að loðinni kinn hans.
— Þetta vissi ég, að við yrðum góðir vinir, sagði hún og
klappaði honum. — Já, þú ert fallegur, Goði minn, satt
er það.
Hann var bröndóttur um allan belginn, gljáandi og vel
alinn.
— Verðlaunagripur á allan hátt, kominn af íslenskum
kúaaðli, sagði Kristján stundum.
Kýrnar voru fjórar mjólkandi og tvær á fyrsta kálfi, sem
áttu að bera seint um sumarið. Kálfar, tvær kvígur og
nautkálfur voru þarna líka og var sá síðastnefndi íifandi
eftirmynd Goða, enda sonur hans.
Hannes var mjög vel að sér í kúaættfræðinni og Dísa
var ekki lengi að tileinka sér fræðsluna. Hún var eins og
140 Heima er bezt