Heima er bezt - 01.04.1978, Blaðsíða 34
7. kafli.
Það var staðarlegt heim að líta. Gamli bærinn var torfbær
að mestu leyti og vel við haldið Hann var með sex burst-
um og voru tvær reisulegastar fyrir miðju, en lækkuðu til
hliðanna. Timburþil voru á framhlið og meðalstórir
gluggar. Þessi bygging féll svo vel inn í landslagið, að það
var eins og hún hefði sprottið upp úr jörðinni og fest þama
rætur.
Stórt timburhús stóð skammt frá gamla bænum. Það
var með háu risi, enda þrjú herbergi uppi, en gestastofan,
sem fyrr er getið, var á neðri hæðinni. Þetta er Nýibær,
hús sem var til mikils hagræðis fyrir prestsembættið.
Presturinn gekk með fólkinu um staðinn um kvöldið og
fræddi það um eitt og annað honum viðvíkjandi, meðal
annars sýndi hann þeim kirkjuna og rakti sögu hennar.
Hún var nýlega viðgerð,Stækkuð og endurbætt, sett hafði
verið á hana nýtt þak og hún hækkuð um leið. Einnig voru
komnir nýir bekk bekkir með baki og þótti fólki það mesti
munur. En sínum sérkennilega svip hélt kirkjan eftir sem
áður, hlöðnum torf- og grjótveggjum, þykkum og traust-
legum og djúpum, litlum gluggum. Stafngluggarnir voru
stærri. Að innan var kirkjan timburklædd í hólf og gólf og
var viðurinn mjög fallegur, allur í eðlilegum litum, en
misjafnlega dökkur. Gólfið virtist hvítskúrað og var allt
þamainni mjög snyrtilegt og hreint, en um hirðingu
kirkjunnar sá fröken Valgerður að mestu leyti. Inni var
sérkennilegur ilmur, angan af reyr og blómum sem fólk-
inu féll mjög vel.
— Það er systir mín, sem á heiðurinn af því að hér er
alltaf eins og austurlenskur reykelsisilmur, sagði prestur-
inn. — Hún er vel að sér í grasafræði.
Fólkið í sveitinni vissi reyndar flest, að hún var vel að
sér í ýmsu öðru, enda voru oft að vetrinum haldin nám-
skeið í hinum og þessum kvenlegum fræðum, og bókleg-
um greinum reyndar líka, og ótalin voru þau ungmenni,
utansveitar og innan, sem fröken Valgerður og presturinn,
bróðir hennar, höfðu kennt áður en haldið var að heiman
til frekara skólanáms.
Frú Herborg bauð fólki hressingu og átti hver að ná í
sinn skammt og borða hann í baðstofu í þetta sinn, annars
var siður að borða í eldhúsinu. Síðan var nýja fólkinu
vísað á frambúðar svefnstað í baðstofunni og hvar það
ætti að geyma föt sín og þess háttar. Rúmstæði hvers og
eins var hans einkasæti og yfirráðasvæði nótt sem dag, og
sannast að segja var þetta ágætt fyrirkomulag. Það skap-
aði reglusemi og vissa félagskennd og fólkið kynntist bet-
ur.
Aðkomufólkinu þótti baðstofan óvenju hlýleg og
heimilisleg og öllu þar haganlega fyrir komið. Sigurbjörn
dáðist mest að því hvað hún var vel innréttuð. Hann hafði
töluvert unnið við smíðar og hafði gott vit á mörgu á því
sviði. Raunar hafði hann hug á að læra trésmíðaiðn, en
forsjónin átti eftir að sjá fyrir því, að hann hefði öðru að
sinna. Hann varð að komast af með þá hæfileika, sem
hann fékk í vöggugjöf og notfæra sér það sem hann lærði
af kunnáttumönnum í þessari grein. Það kom sér vel, að
hann var að upplagi bráðvel gerður maður bæði til munns
og handa, eins og oft er sagt.
Baðstofan lá eftir endilöngu loftinu. Hvorki var að vísu
hátt til lofts né vítt til veggja en allt mjög viðkunnanlegt.
Sperrurnar í loftinu voru miklar og sterklegar, ívið dekkri
en súðarborðin. Lárétta loftið, efst í miðjunni, var rúmur
metri á breidd og var öll innréttingin úr vel hefluðum,
kvistóttum viði og þótti mörgum gaman að athuga þær
margbreytilegu myndir, sem hægt var að sjá í viðnum.
Ekki bar öllum saman um það sem þeir sáu, ekki síst um
vetrartíma, þegar lampaljós logaði, þá var sem myndirnar
lifnuðu við og flöktu til og frá.
Á sperrunum voru krókar til að hengja á smádót, sem
fljótlega þurfti að grípa til. Hillur voru til hliðar yfir öllum
rúmunum og voru þær til margra hluta nytsamlegar.
Framan við rúmin voru „koffort“ undir föt og fleira. Stór
skápur var í enda stofunnar, nær uppgöngu. Var hann
sameiginleg geymsla handa fólkinu fyrir betri föt, skó og
fleira. Hafði hver sinn snaga og hillu þar. Ofn var við
vegginn gegnt þessum skáp og var hann upphitunin.
Ofninn var sver, líkastur tunnu að sjá og var hringahólf að
ofan fyrir pott, og var oft hitað kaffi þarna á kvöldin.
Kaffið var ómissandi drykkur þá, engu síður en nú.
Stór fornleg klukka var á veggnum i innri enda stof-
unnar og sló hún á heilum og háifum tímum. Féll sumum
illa þessi sífelldi klukkusláttur, en flestir vöndust því og
hættu fljótlega að taka eftir hljóðinu. Hins vegar var ágætt
að vita hvað tímanum leið.
Nú sló klukkan tólf og fannst þá flestum best að fara að
halla sér, því á morgun tæki alvaran við.
Ranka og Dísa voru vanar baðstofulífi, eins og hitt
fólkið, en þó voru þær hálf kímileitar, þegar þær fóru að
tína af sér spjarirnar, eins og þær orðuðu það. En enginn
gaf þeim gaum og þær stungu sér undir sængina án
nokkurra athugasemda. Þær sváfu í næstöftustu rúmun-
um, en tvíburamir hvor i sínu rúminu aftast. Þeir vildu
alltaf sofa í baðstofunni, kunnu vel við það, ekki síður er
þeir uxu úr grasi. Yfirleitt voru þeir Iíka Iátnir vinna með
fólkinu og eitt látið yfir alla ganga, að minnsta kosti að
sumrinu.
Þá heyrðist riðið í hlað og voru umrædd systkini þar
komin. Þau fóru með hestana í nátthagann og komu síðan
sem fljótast inn til að heilsa fólkinu.
— Komið þið nú sæl, sögðu þau einum rómi og gengu
að rúmum kaupafólksins og réttu þeim hendina og buðu
þau velkomin. Þau sögðu að þetta hefði verið góður og
skemmtilegur dagur og allt gengi vel á Áshamri. Allir
hefðu beðið að heilsa öllum. Síðan fóru þau að fá sér bita
og hitta foreldra sína í hjónahúsinu.
Innan stundar voru allir sofnaðir, nema kannske Dísa,
en henni leið vel síðan hún létti á sálinni, og sofnuð var
hún þegar tvíburarnir háttuðu.
Þrúða horfði um stund á Dísu og Rönku sof-
andi. — Snæbjörn, sagði hún. Finnst þér ekki Arndís,
dökkhærða stúlkan, falleg? Hún hvíslaði þessu næstum að
honum með lotningu í röddinni. — Sérðu bara augn-
hárin, þau eru eins og svart kögur. Framh í næsta blaði.
142 Heima er bezt